Vísir Sunnudagsblað - 17.05.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 17.05.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 \ samkvæmt réttum lýðræðisregl- um.“ Þegar þingið kom svo loks saman og kaus Eleazar Lopez Contreras til forseta til sjö ára, var ekki laust við að ýmsum yrði það á að brosa. Auðvitað liafði hann verið „kosinn“, sögðu menn. Hafði hann ekki öll ráð yfir hernuin? Var það ekki herinn, sem réð raunveru- lega i Venezuela, alveg eins og þegar Gomez réð með fulltingi hans? Þjóðin hafði aðeins feng- ið nýjan einræðisherra í stað þess, sem var dauður. En þegar Contreras liershöfð- ingi vann embættiseið sinn hafði haiin lagt einkennisbún- inginn til hliðar og klæddist ven j ulegum borgaralegum klæðum. Hann óskaði þess jafn- framt, þjóðinni til mikillar undrunar, að stjórnarlimabil sitt yrði stytt úr sjö árum í fimm. Að svo búnu gaf hann út ávarp, þar sem liann gaf öllum mönnum, sem höfðu orðið að flýja land vegna stjórnmála- skoðana sinna, leyfi til }>ess að snúa aftur heim til föðurlands síns. Ef eignir þeirra liöfðu ver- ið gerðar upptækar, þá var j>eiin skilað aftur. Margir þessara manna, sem voru bæði úr flokki róttækra og hægri manna, voru gerðir að opinberum em- bættismönnum. Auk þess opn- aði hann fangelsin fyrir öllum pólitiskum föngum, tilkynnti blöðunum, að þeim væri heimilt að birta það, sem þau vildu og gaf algert miálfrelsi. Um sama leyti ipsaði liann sig við bryn- vöi’ðu bílana, sem fyrirrennari hans hafði jafnan lálið aka á tmdan sér og eftir, ef hann þurfti að bregða sér bæjarleið. Margir voru þeirrar skoðun- ar að Contreras yrði velt úr valdastóli eftir fáeina daga, það væri ekki hægt að stjórna Ve- nezuela með silkihönzkum. Lo- pez Contreras kvað það ekki til- gang sinn að „stjórna“ landinu, þvi að liann vildi að þjóðin sjálf stjórnaði landi sínu. Andesfjöllin liafa þannig al- ið þriðja manninn, sem er'ein- stakur í sinni röð í Suður-Amer- íku — mann, sein hefir trú á lýðræði og frelsi, prentfrelsi og málfrelsi, og rétti manna til ]>ess að greiða alkvæði um þau mál, sem þeir eru ekki sammála unt, hvernig beri að leysa. Frelsishetjan Bolivar losaði Suður-Ameriku undan ánauðar- oki Spánverja, einræðisherrami Gomez losaði Venezuela undan oki skulda og ósamlyndis og nú kemur Lopez lil þess að frelsa Venezuela úr pólitiskri ánauð. Hin venezuelska þjóð hefir nú Mohameð spámað- ur, höfundur Islam. Grein sú, sem hér fer á eftir, er stuttur útdráttur úr merkri, franskri bók, sem kom út í Frakklandi fyrir fáum árum og fjallaði um ævi Mohameðs. Höfundur bókarinnar heitir Ray- mond Lerouge og er franskur sagnfræðingur. M EKKA er í suðvesturhluta Arabíu og allar leiðir það- an og þangað liggja um auðnir og eyðimerkur. Á sjöttu öld eft- ir Rrists burð var borgin þó miðstöð þeirrar verzlunar, sem fór fram milli Evrópu og Aust- urlanda. Fylkingar þeirra, sem fóru um götur borgarinnar til hins helga steins, sem nefndur er Kaaba, voru endalausar. Sagan, sem er tengd við stein þenna, er á þá leið, að Abraham hafi fært þar fórn. Á hinu opna svæði umhverfis voru höggmyndir af þrjú hundruð dýrlingum. Rikur kaupmaður hafði fengið þá snjöllu hugmynd, að auka verzl- un og viðskipti með því að gei’a borgina að einskonar trúarmið- stöð alls Arabíu-skagans. — Mekkabúar voru menn frjáls- lyndir í viðskiptum og urðu því einnig frjálslyndir í trúarefn- um. Þess vegna fengu myndir af Zoroasler, Móses, Jesú Kristi og Maríu mey að vera lilið við blið umliverfis loftsteininn — Kaaba. Það var í þessari borg, sem Mohameð fæddist um árið 570 eftir Krists burð. Hann missti foreldra sína, er hann var sex ára gamall og var þá tekinn í fóstur hjá frænda sínum, er liét Abú Talib. Hann var kaupmað- ur, sæmilega stæður og átti stór- an barnahóp. Þegar Mohameð hinn ungi var orðinn 14 ára gamall, bað hann frænda sinn að talca sig með í verzlunarferðir sínar. Abú Talíb bafði lengi þóttdreng- urinn efnilegur, enda var hann verið frjáls i þrjú ár. Sjúkrahús og skólar liafa verið byggðir, nýir vegir lagðir og nýjar verk- smiðjur stöfnaðar. Conlreras befir samið sína þriggja ára á- ætlun og um leið og bann gerði bana heyrin kunna, tilkynnti hann, að hann óskaði ekki eftir því að verða endurkosinn. Vc- nezuela á mörgum öðrum dug- legum mönnum á að skipa. Conlreras hefir sett þá i ábyrgð- armiklar stöður, svo að þeim gefist tækifæri til þess að sýna þjóðinni, livað í þá er spunnið. Þegar kosningar eiga að fara fram á þjóðin að vera frjáls til að velja þann, sem bún vill að verði næsti forseti ríkisins. bráðþroska, og féllst því á að taka hann með sér. Á þessum ferðum kynntist hinn uppvax- andi maður allmiklum hluta af Yemen og Sýrlandi. En það þótti brátt ljóst, að liann væri ekki efni í kaupmann. Hann var oftast með liugann við allt ann- að en varninginn, sem hann átti að selja, eða viðskiptavinina, er vildu gera kaup við hann, svo að frændi hans tók það ráð, að skilja hann eftir heima. Mohameð var nú um kyrrt í Mekka um hríð og fór þá meðal annars í refsileiðangur, sem gerður var út af stórráði borg- arinnar til þess að klekkja á ræningjum, sem gerðu verzlun við borgina ótrygga. Er bann hafði farið þá ferð gekk hann í þjónustu ríkisbubba eins og gerðist smali hans. Næst gerði hann tilraun til þess að gerast kaupmaður á eigin spýtur, en hún fór alveg út um þúfur, svo að liann var fátækari en áður. En þótt þessi verzlun gengi svo illa, þorði ekkja ein, Hadid- ja, að trúa' Mohameð fyrir stjórn verzlunarfyrirtækis síns. Fyrir lienni vakti heldur ekki að auðgast meira, heldur að við- halda því, sem hún átti og til þess gat Mohameð verið not- liæfur, þótt hann þætti ekki kunna þá líst að græða fé. En syo fór þó að þessu sinni, að Mohameð reyndist hinn bezti kaupmaður og kom sér nú vel fyrir hann, að liafa ferðast með frænda sinum áður. Tókst hon- um á skömmum tíma að auka auðæfi Hadidju allverulegu. Hann var líka orðinn sæmi- lega menntaður maður, því að eftir að frændi hans hætti að taka liann með sér í ferðalög, bafði hann farið að venja kom- ur sínar í helztu skóla borgar- innar. Á ferðum sínum fyrir Hadidju gat hann kynnt sér hin- ar helztu trúarkenningar, sem uppi voru í nágrannalöndunum. Honum fannst kristna trúin aðeins vekja illdeilur, hatur og allskonar viðsjár. Hún hafði ekki bætt samlyndi manna. Þá gat Móhameð ekki annað en gert samanburð á auðæfum, klaustra og kirkna og fátækt og eymd alls almennings. Hann sá að sjálfar trúarstofnanirnar voru lastabæli og það virtist jafnvel kosta peninga, að komast til himna. Menriirnir höfðu ekki orðið bræður, heldur voru meiri væringar með þeim en nokkuru sinni. En Hadidju var nú farið að lítast svo vel á verzlunarstjór- ann sinn, sem var 28 ára um þcssar mundir, að hún ákvað að giftast lionum og reyndist hann fús til þess, þegar málinu var hreyft við hann. Hjúskapur þeirra var hamingjusamur, þeim varð sex barna auðið, fjögra dætra og tveggja sona, og þegar Mohameð var orðinn fertugur, var hann orðinn með- limur borgarráðsins. Hann gekk

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.