Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Qupperneq 1
Litið 11111 öxl. A. 4rÍkI;im»ii sjötugur. JES A. GÍSLASON Þegar eg kom til Vestmanna- eyja fyrir einum mánuði, gekk eg fyrsta morguninn að klettum nokkrum vestan og norðan við kaupstaðinn, er Skiphellar nefn- ast. Eg liafði ekki staðið þar lengi, þegar eg sá til ferða manns eins, sem kom hlaupandi í átt- ina til mín austanjrá Eiði. Mað- urinn virtist mérwra eldri mað- ur í sjón, og þó enganveginn mjög gamall, en hreyfingar hans og limaburður var sem hjá ungum manni á bezta aldri. Við tókum tal saman, og eg hafði ekki rætt lengi við liann, þegar eg komst að raun um, að maður þessi var ekki aðeins lieil náma að fróðleik um Eyjarnar, sögu þeirra, menningu, atvinnuhætti að fornu og nýju, lieldur einnig náma hvað snerti jarðfræði og náttúrufræði. Áður en við skild- um sögðum við til nafns okkar, og þessi maður, sem eg hitti þarna var síra Jes A. Gíslason, einn af elztu og kunnustu Vest- mannaeyingum, þekktur fyrir fróðleik sinn og ýms menning- arstörf. Eftir þetta hittumst við sira Jes oft. Stundum gengum við morgungöngu saman, þ. e. a. s. við hlupum eins mikið og við gengum, þvi að síra Jes heldur við heilsu sinni með daglegri morgunleikfimi, göngu og hlaupum. Og þó að sira Jes eld- Síra Je§ ist að árum, þá hefir likaminn neitað að fylgjast með — á hon- um sér ekki ellimörk. Eitt sinn komst eg að því, að síra Jes ætti bráðmn sjötugsaf- mæli. Þá var ekki um annað að ræða, en gera honum aðför og „pumpa“ bann um þá góðu gömlu daga, sem nú eru löngu liðnir og flestum gleymdir. Hann lieitir fullu nafni Jes And- ers og er sonur Gísla Stefánsson- ar kaupmanns í Vestmannaeyj- um og Soffíu Andersdóttur konu lians. Móðurættin er af Austurlandi annarsvegar en Noregi hinsvegar. Faðirinn er aftur á móti ættaður undan Aus tu r-Eyjafj öllu m, sonur Ste- fáns stúdents í Selkoti Ólafsson- ar gullsmiðs þar, en sá Ólafur var kvæntur Guðlaugu dóttur síra Stefáns í Laufási og konu hans, Jórunnar sem var dóttir Steins biskups á Hólum. Jes fæddist 28. maí 1872 i svo- kölluðu Jónshúsi í Vestmanna- eyjum. Seinna var það nefnt Hóll og loks Hlíðarhús. En síra Jes tók tryggð við Hólsnafnið, og þegar hann mörgum árum seinna lét byggja sér lnis, nefndi hann það Hól, og svo lieitir þar enn. Þau lijónin, foreldrar Jes, áttu alls 10 börn og eru sjö þeirra á lifi. En nú er þar komið, sem lifs- saga síra Jes liefst, og tek eg þann kost að láta hann sjálfan segja frá, á sama hátt og hann sagði mér: „Eg ólst upp hjá foreldrum mínum. Þau vora talin lieldur fjáð, eftir þvi sem þá gerðist meðal Eyjaskeggja, því að fá- tækt og eymd voru hér i ríkum mæli á þeim árum. Margir lifðu blátt áfram við skort, en sem betur fór komust foreklrar mín- ir og við systkinin hjiá þeirri plágu. Við höfðum ævinlega nóg, bæði í okkur og á, hinsveg- ar var sparnaðar gætt á öllum sviðum, og slígvélaskó eignað- ist eg t. d. ekki fyr en eg var tólf ára. Á æskuárum mínum voru íbúar um 400 talsins, hér í Eyj- um. Sú tala hefir næstum tí- faldast til þessa dags. Þá voru danskir kaupmenn öllu ráðandi í verzlun og áttu þeir ekki hvað síztan þáttinn i hinni slæmu af- komu fólks. Nokluið birti þó til, er faðir minn hóf verzlun á staðnum, jafnhliða kaupfélagi, sem reis upp á þeim árum. Al- gengt var, að fiskveiðar brygð- ust algerlega. T. d. minnist eg þe’ss, sennilega árið 1894, að þá fór eg til „lands“ með Land- eyjarmönnum, sem liöfðu stundað róðra úr Vestmanna- eyjum. Hlutur livers þeirra var seytján fiskar — það var allt og sumt. Hæzti hlutur þá vertíð munu hafa verið 200 fiskar. Annars þótti það ágæt vertið, ef meðalhlutur var um 400 af þorski eða löngu — annar fisk- ur var alls ekki talinn. Verðið á fiskinum var að sama skapi lágt, eða jafnvel niður i 32 krónur skippundið. Mér þætti fróðlegt að sjá framan í andlitið á }>eim sjómanninum nú, sem ekki afl- aði nema 17 fiska á vertiðinni. Þetta viðhorf breyttist alger- lega um aldamótin síðustu og eftir þau. Árið 1897 var lítils-. háttar byrjað að nota lóðir og tíu áruni síðar gerði Þorsteinn i Laufási tilraunir með þorska- net, enda þótt þau kæmust al- mennt ekki i notkun fyrr en eft- ir 1913. Síðan veiðarfæri þessi voru upptekin, ásamt vélbáta- flotanum, má segja að timamót liafi skapazt i sögu og velgengni Vestmannaeyja, með þeim ár- angri, að nú eru Vestmannaeyj- ar fremstar i hópi allra bátaver- stöðva á landinu. Það er margs að minnast fi-á uppvaxtarárum mínum hér i Eyjum, bæði um menn og mál- efni, vinnubrögð, lifnaðarliætti og siðu. En liér er ekki rúm til að rekja nema minnst af því. Meðal þess sem eg minnist fná þessum árum, var þegar skipin voru að koma úr róðri. Fiskur- inn vai' seilaður fyrir utan svo- kallaða Stokkhellu eða Brún- kollu, og að því búnu röðuðu sér 12—20 manns á skipin, eftir stærð skipanna, og drógu þau upp langa sandleiru og síðan upp brattar klappir, þar sem Á höfninni í Vestmannaeyjum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.