Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 24.05.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 allra kennara velviljaðastur og reyndi alltaf a‘ð bæta um fyrir okkur, ef til einhverra áta^h kom gagnvart hinum kennur- unum. Nú hafa allir þessir kenn- arar lielveg troðið, sumir jafnvel fyrir tugum ára, en lengst munu þeir hafa þrauka'ð: Síra Eirikur Briem og jÓlafur Rósinkranz, leikfimiskennari. Skólalíf var gla'ðvært og lieimavistir í algleymingi. Vor- um vi'ð um 60 alls í heimavist og þar af um 40 á „Langa loft- inu“. Þar var oft sungið og kveðið og sögur sagðar, þegar húið var að slökkva ljósin. Hrókur alls sögu-fagnaðar var Friðrik Friðriksson, sí'ðar presl- ur. Stundum var hlerað við iijn- ganginn, og kom þa'ð sér oft og einatt illa, einkum ef samræð- urnar snérust miður vinsamlega um kennarana, eða ef sögurnar, sem sagðar voru, voru ekki af fínustu gerð. Við vorum 13, sem gengum samtímis inn í skólann, 16 sem útskrifuðumst þa'ðan, en alls átti eg 27 hekkjarbræður yfir allan tímann, og er þetta all- greinilegt dæmi um vanhöld í skólalífinu. Af þessum 16 eru tæpur helmingurinn á lífi, en það eru dr. Helgi Pjeturss, síra * Friðrik Hallgrimsson, Guðm. Sveinbjörnsson, fyrrv. skrif- slofustjóri, Karl Ó. Nikulásson, síra Vigfús Þórðarson og Pétur Hjálmarsson í Vesturheimi. Einn er sá atburður, sem gerðist er eg var prestur undir Eyjafjöllum, sem seint mún mér úr minni líða, en sem ávallt mun standa ljós-lifandi fyrir hugskotssjónum minum hversu gamall sem eg kann að verða, en það er hið hörmulega, óvenju- lega slys, sem bar að á uppstign- ingardag, 16. maí 1901, þegar Björn Sigurðsson frá Skar'ðs- hlið (bróðir Halldórs Sigur'ðs- sonar, úrsmiðs) fórst við Vcst- mannaeyjar, á vildnni suðaust- ur af Klettsnefi, þar sem drukknuðu 27 manns, 19 karlar og 8 konur. Aðeins einn bjarg- aðist af kili, Páll Bárðarson, nú bóndi i Ytri-Skógum. Flest af fólki þessu var á bezta skeiði. Frá sumum heimilunum var tvennt, t. d. frá Skarðshlíð, frá Rau'ðafelli og af mínu heimili: Jón Ó. Eymundsson, mágur -minn og tengdamóðir lians. Það voru |iung og' erfið spor er eg varð, laugardaginn 18. maí, að fara um alla sóknina til þess að tilkynna slysið viðkomandi æll- ingjum og vinum. Það er enn önnur hlið þessa miáls, sem ger- ir mér atburð þenna minnistæð- an og kom mér til að hugsa um það, hve mikill sannleikur kunni a'ð vera í þvi orðtaki, a'ð ekki verði feigum for'ða'ð né ó- feigum í hel komi'ð. Eg liafði, sem min var venja, ætlað mér til Eyja vor jjetta, og var búinn a'ð fá far með Birni, því a'ð me'ð honum vWdi eg vera sökum á- gæls kunningsskapar. En tveim dögum á'ður en förin til Eyja skvldi farin, minntist eg þess, a'ð eg liafði ávallt verið vanur a'ð ferma á hinUm lögboðna vor- fermingardegi, þ. e. sunnudag- inn næstan fyrir Urbanusmessu, sem ávallt ber upp á 25. mai. Eftir litla umhugsun ákvað eg að breyta nú ekki út af þessari reglu og ákvað að hælta við ferðina, en fara heldur til Eyja að fernlingunni lokinni. Til- kvnnti eg Birni þessa ákvörðun mína og við það sat. Minnist eg þess enn, er eg þennan dag í gó'ðu veðri gekk upp í liúsagarð- inn í Eyvindarliólum og virti fyrir mér Eyjarnar mínar, bláar af fjarlægðinni, úti við sjón- deildarhringinn, og sá jafnframt skipið, sem eg liafði ákveðið a'ð fara me'ð, halda frá Sandi skammt fyrir vestan lieimili mitt. Sá þa'ð sigla fullum segl- um í liægum austanblæ, yfir sléttann sæinn, út til Eyjæ Grunaði mig þá sízt, að þetta yrði liin mesta feigðarför, sem farin hefir verið frá þessum stöðvum i manna minnum og þótt lengra væri leita'ð aftur í tímann. Eg hef ávallt verið vanafasl- ur, og þa'ð svo, að stundum hefir sú skapger'ð mín orðið mér til óþæginda, og oft hafa mínir nánustu brosað að mér í þessum efnum. En hvað um þa'ð. Stund- um getur útkoman orðið betri, ef við setjum okkur þa'ð mark, að taka þa'ð nauðsynlega fram yfir hi'ð þægilega. Þannig var Jia'ð í þetta sinn, frá mannlegu sjónarmiði skoðað, að me'ð því að hregða ekki út af sellri reglu, flaut eg þá a'ðrir sukku. — Skal eg ekki fara fleiri orðum um þennan sorgaratburð, en eg hefi hugsað mér, a'ð ef eg á enn.eftir a'ð fljóta um stund, a'ð skrifa nákvæmar um atburð þennan, því að margs er að minnast í sambandi við liann, sem hvergi hefir enn skráð verið.“ Þannig er þetla brot af æsku- minningum síra Jes A. Gíslason- ar, bæði úr Eyjum og frá skóla- árunum og síðar. En þetta er ekki nema örlítið brot af þvi sem síra Jes man og veit, þvi að minnið er óskert, en liinsvegar af ótæmandi fróðleik að taka. Svo rakin séu frekari ævi- atri'ði hans, skal þess geti'ð, að 21 órs a'ð aldri hafði hann loki'ð latínuskóla- og prestaskóla- námi. í biðtímanum var hann tvö ár harnakennari i Austur- Landeyjum, og eitt ár við verzl- un P. C. Knudlzon’s & Sön í Hafnarfirði. Vorið 1896 tók síra Jes prests- vislu til Eyvindarhólapresta- kalls í Rangárvallaprófasts- dæmi. Það sama ár kvæntist hann Ágústu Eymundsdóttur, frá Skjalþingsstöðum í Vopna- fir'ði, bró'ðurdóttur Sigfúsar Ey- mundssonar, ljósmyndara og bóksala, og ólsl hún upp lijá honum. Varð þeim hjónum sjö barna auðið. Tvö þeirra dóu í æsku, en á lífi eru: Solveig, gift Haraldi Eiríkssyni, rafvirkja í Vestmannaeyjum, Guðný, ógift, Anna, gift Óskari Kárasyni múrarameistara í Vestmanna- eyjum, Friðrik, leikfijniskenn- ari í Vestmannaeyjum, kvæntur Magneu Sjöberg, og Ásdís, gil't Þorsteini Einarssyni, íþrótta- fulltrúa. I Eyvindarhólum dvöldu þau hjón í átta ár, siðasta árið þjón- aði síra Jes einnig Mýrdalnum, en flutlist þangað alfarinn þegar síra Gísli Kjartansson liætti prestsskap. Þar var sira Jes prestur í þrjú ár, en fluttist al- farinn til Vestmannaeyja í far- dögum 1907, og hefir alið aldur sinn þar sí'ðan. Vann síra Jes að verzlunarstörfum lijá mági sin- um Gísla J. Johnsen ræðismanni til ársins 1929, að síra Jes gerð- ist barnakennari við barnaskól- ann í Vestmannaeyjum. Hefir liann kennt þar síðan, en lætur af kennslunni nú í vor. Konu sina missti hann 13. júí 1939 eftir 43 ára hjónaband. Síra Jes segir sjálfur, að þa'ð hafi verið eitthvert hið mesta happaspor í lífi sinu þegar hann gerðist alger bindindismaður. Stóðu þau hjón fyrir stofnun stúku í Eyvindarhólum árið 1904, er bar nafnið Fjallarósin. Síðan hefir síra * Jes ævinlega verið góðtemplari, og það má nefna sem dæmi fyrir áhuga hans á þeim efnum, að bindind- isræður hefir hann flutt svo hundrliðum skiptir um ævina, og spurning hvort nokkur ís- lendingur standi honum á þvi sviði framar. Það sí'ðasta sem sira Jes A. Gislason sagði við mig var þetla: „Ef þa'ð er nokkuö, sem a'ð mér amar, þegar eg lit yfir li'ðna ævi, þá er það helzt það, a'ð þurfa að sjá af samferðafólkinu, og eiga síðan að samræma líf sitt nýrri, uppvaxandi kynslóð. Við gamla fólki'ð verðum við og við að leggja frá okkur gömlu gleraugun, en setja þá upp ný- tízku-gleraugu, svo að við get- um séð ungu kynslóðina í hinu rétta Ijósi. Við ver'ðum að reyna a'ð losa okkur við Hóiuers villu- kenninguna: a'ð fáir séu föður- betrungar en flestir æltlerar. Tímarnir liafa breylzt svo óend- anlega mikið og viðhorfin ekki síður. Þrált fyrir þetta lel eg mig liafa verið mikinn gæfu- mann, og eg væri altilbúinn þess, a'ð lifa lífinu upp aftur, ef eg ætli þess kost. — Eg vil vera íslendingur, en umfram allt þó Vestinannaeyingur, því á'ð sú ranima taug, scm ræ'ður i brjóst- um svo margra, dró mig hingað me'ð ómótstæðilegu afli. Og liér vil eg deyja og hvíla bein mín, eins og eg hefi lifað hér og starf- að — því að fegurri heimkynni en Vestmannaeyjar fæ eg mér ekki kosi'ð.“ — Þannig liljóðuðu síðustu or'ð hins sjötuga afmælisbarns. Þ. J. Bandaríkin fá nú ekki framar neitt te frá Kína, en áður nani árs- neyzlan io.ooo smál. Von er um, aS hægt veröi aS bæta úr þessu meö brazilisku tei, „maté“, sem er bragSlíkt kínverska teinu og hef- ir inni aS halda A, B-i og B-3 og C fjörefni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.