Vísir Sunnudagsblað - 31.05.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 31.05.1942, Blaðsíða 1
wmm 1042 Sunnudaginn 31. maí 15. blaö Höfuðbólið forna, Strönd í Selvogi Inngangsorð. Líklegt má telja, að Straridar- kirkja í Selvogi sé alþjóð manna á þessu landi kunnust að nafni af öllum kirkjum landsins. Glöggt merki þess eru áheitin, sem streyma í stríðum straum- um til hennar, árið út og árið inn, ár eftir ár, frá ungum og gömlum, konum og körlum, allt frá yztu annesjum til efstu byggða. Þó vita vafalaust ekki allir áheitendur, i hvaða héraði eða sveit kirkjan er. Þess hefir t. d. orðið vart, að ýmsir ætla að kirkjan sé norður á Strönd- um (í Norður-lsafj.eða Stranda- sýslum), af því að hún ber nafn- ið^Strandarkirkja, en nafn sitt hefir hún fengið af höfuðbólinu forna, Strönd í Selvogi í Árnes- þingi. Oft fór eg á unglingsárum minum nálægt Strönd og Strandarkirkju, er eg fór til sjó- róðra, eða skreiðaferðir út i Grindavík, en ekki man eg til, að eg hafi komið nema einu sinni í Selvoginn í þeim ferðum, •og aldrei í Strandarkirkju, af því að alfaraleiðin lá fyrir norð- an byggðina. Um mörg undan- farin ár hefi eg haft hug á þvi, að koma i Selvoginn og skoða Strandarkirkju, — þetta merki- lega guðshús, sem alla storma — i öllum skilningi — byltingar og breytingar, hefir staðið af sérj og hefir um langa tíð staðið einstakt, og stendur enn, kipp- korn frá næsta byggðu bóli. Úr þessu varð þó ekki fyrr en s.l. sumar. Sunnudaginn 3. ág. s.l. brá eg mér austur í Þjórsárdal, en ákvað að nota daginn eftir (f ridag verzlunarmanna), til þess að fara út að Strandar- kirkju. Mér hafði hugkvæmst, að reyna að fá' fjarskyldan frænda minn, séra Ólaf Magn- ússon, fyrrum prófast í Arnar- bæli, nú búsettan að Yxnalæk i ölfusi, til að koma með mér. í austurleiðinni á sunnudags- morguninn lagði eg drög að þvi, að hann kæmi með mér daginn eftir út í Selvog, og reyndist það auðsótt mál. Gisti eg svo hjá ag Strandarkirkja. JEjfiir A. «1. Johnson. honum næstu nótt, — en fólk mitt úr Þjórsárdalsförinni hélt áfram heim — og næsta morg- un, 4. ág., lögðum við af stað vel ríðandi. Óþarft er að taka það fram, að skemmtilegri ferðafé- laga en séra ,Ólaf var ekki unnt að fá, og öllu var óhætt um það, að hann þekkti leiðir úr Ölfusi til Selvogs, sem hafði þjónað Selvogsþingum um fjölda ára. Fórum við hina efri leið út eftir, þ. e. út hjá Hjalla, en til baka um kvöldið, frá Hrauni og austur yfir engjar, fyrir neð- an Arnarbælisforir, um Arnar- bæli og Auðsholt, og síðan upp með hinum mikla áveituskurði til Öxnalækjar. Þessa „presta- leið" hafði eg aldrei farið, en þótti gaman að eiga þess kost, að fara hana einu sinni. Aldrei hefi eg séð annað eins gras á engjum, eins og þarna, nema i Safamýri og Holti undir Eyjafjöllum. — Sumstaðar var að eins skilið milli flekkja. — Veður var bjart og hægt, en sólarlaust, — þang- að til að við komum að Strand- arkirkju, þá birti til og sólin hellti geislaflóði sínu yfir láð og lög, og stóð svo allt til kvölds. Einhverju smávegis hafði eg heitið á kirkjuna, til þess að fá sólskin við hana, — og hún varð sannarlega vel við, en stórfelldu regni útdeildi hún okkur í Þjórs- árdalnum, en eg sagði, að það væri samferðafólkinu að kenna. Eg fer svo ekki lengra út í ferða- söguna. Ferðin gekk „eins og i sögu". Við komum sameiginlega til Guðmundar bónda i Nesi, og dóttur hans og manns hennar, er búa í næsta bæ við kirkjuna (Torfabæ), og fengum ágætar viðtökur, en séra ,Ólafur þurfti vitanlega að lofa sínum gömlu og góðu sóknarbörnum aö sjá sig, og fór eftir bæjaröðinni, til þess að heilsa upp á þau. Hjónin á Bjargi fóru með okk- ur i kirkjuna; er bóndinn kirkjuvörður og að mig minnir safnaðarfulltrúi — en húsfreyj- an organleikari. o Það, sem hér verður sagt um Strönd og Strandarkirkju frá fyrri tímum, styðst í meginat- riðum við ágæta ritgerð eftir dr. Jón Þorkelsson þjóðskjala- vörð, er birtist i Blöndu fyrir nær aldarfjórðungi. o Um Strönd. Samkvæmt elztu heimildum vita menn lítið um Selvoginn. Landnáma segir að hann hafi verið numinn af manni, sem nefndur ér Þórir haustmyrkur. Síðan er hans lítið getið f yrr en á 13. öld. Þá var það, að Snorri Sturluson orkti kvæði um Skúla jarl, er Sunnlendingar hæddust mikið að, og Þóroddur í Selvogi fékk mann til að yrkja skopvisu um Snorra. Ef til vill hefir þessi Þóroddur verið af ætt Hjalla- manna í Ölfusi, sbr. nafnið, og fyrirliði þeirra Selvogsmanna á þessum tíma, og kannske búið á Strönd. Árið 1238 lét Gissur jarl Þorvaldsson „taka upp bú" bóndans á Strönd, er hét Dufgus Þorleifsson og „ræna þar öllu fénu". Dufgus þessi hafði áður búið á tveimur höfuðbólum í Dölum, Sauðafelli og Hjarðar- holti, og „þótti þá mestur bóndi í Dölum". Má af því marka, að þá hefir Strönd verið orðin stór- býli, er slíkur bóndi er fluttur þangað. Nokkru síðar, eða um 1275, á Strönd orðið svo mikið af rekum, að hún togast á við Hjallamenn, Krýsvikinga og jafnvel sjálfan Skálholtsstað. Og nú fer að líða að þvi, að hún verði sannkallað höfuðból og höfðingjasetur, og hafa mikl- ir og góðir landkostir og gagn- semi af sjó margháttuð, vitan- lega átt sinn þátt i þessu, og að- alþáttinn. Jörðin Strönd var eitt af höfuðbólum sömu höfðingja- ættarinnar í f jórar aldir, eða frá því um 1300—1700, en það voru afkomendur Erlends lögmanns jÓlafssonar ins sterka, föður Hauks lögmanns og Landnámu- ritara (Hauksbókar). Erlendur sterki og afkomendur. Á síðasta hluta 13. aldar átti Erlendur lögmaður sterki bæði Strönd og Nes i Selvogi, og hef- ir líklega haft bú á báðum jörð- unum, og talið er að hann sé grafinn á öðrum hvorum þess- ara fornu kirkjustaða. Líklegt þykir, að Haukur lög* x maður hafi búið á Strönd, bæði fyrir og eftir aldamótin 1300, er hannjrar lögmaður (1294— 1299), og eins er hann hafði völd um Suðurnes (1306—1308). — Haukur lögmaður fór á efri ár- um til Noregs og gerðist þar Gulaþingslögmaður, enda eru fyllstu líkur til að hann hafi ver- ið norskur i föðurætt, þ. e. að Plafur afi hans hafi verið Norð- maður. Haukur andaðist i Nor- egi 1334. Annar nafnkunnur sonur Er- lends lögm. sterka var Jón Er- lendsson á Ferjubakka. Sonur hans var Flosi off icialis Jónsson, prestur á Stað á öldu- hrygg (Staða Stað), en sonur Flosa var Vigfús á Krossholti í Miklaholtshreppi, mikill maður fyrir sér og vafalaust merkur. Vigfús kvæntist Oddnýju, dóttur Ketils hirðstjóra Þorlákssonar, Narfasonar prests á Kolbeins- stöðum i Hnappadal, Skarðs Snorrasonar á Skarði á Skarðs- strönd. Með Oddnýju hefir Vig- fús Flosason fengið Kolbeins- staðaeignir, og af þeim er kom- in Kolbeinsstaðaættin siðari, og Hlíðarendaættin í Fljótshlíð, því Narfi sonur þeirra var faðir Er- lendar í Teigi, föður Erlendar

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.