Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 1
(I mmm 1942 Sunnudaginn 7. jdní 16. blaö Gnðl. Einarsson: Mér finnst alls ekki framorð- ið. Klukkan er rúmlega níu að kvöldi dags, þegar eg labba af stað upp á Njálsgötu 52 A hér i bæ, til þess að hitta 85 ára gaml- an öldung að máli, Sophus H. Holm að nafni. — „Hann hlýt- ur að vera vakandi. — Skildi hann nokkuð vilja við mig tala, ef hann kemst að raun um það, að eg er fréttasoltinn blaða- maður? Eg ætla samt að reyna; þáð kostar ekkert." Þannig hugsa eg með sjalfum mér, þangað til eg staðnæmist fyrir framan ákvörðunarstaðinn. Að stundarkorni liðnu er eg kom- inn inn í forstofu hússins. Eg mæti miðaldra konu og spyr ef t- ir Holm. „Það býr enginn Holm i þessu húsi," er svarið. „Enginn Holm?" Eg rek upp stór augu. „Er þetta ekki Njálsgata 52 A?" i „Jú, alveg rétt." ,„Og hér býr enginn Holm — Sophus Holm?" „Sophus Holm —¦ Sophus, það er allt annað mál. Hann býr hér. Það er að segja uppi á lofti," „Takk fyrir," flýti eg mér að segja og hleyp upp stigann. Eg ber að dyrum. Augnablik liður, og dyrnar eru opnaðar. „Gott kvöld," segi eg við kon- una, sem stendur í dyrunum, „bjýr hér Sophus Holm?" f,Já, en hann er háttaður." , ?,Nú, já — en —- eg er frá dag- blaðinu Vísi. Mig langaði til þess að tala við hann fáein orð, þvi við höfum frétt, að hann hafi orðið 85 ára þann 21. maí sið- ast liðínn." „Já, einmitt, gerið þér svo yel að koma inn fyrir." „Takk fyrir," segi eg og stíg inn fyrir þrepskjöldinn. „Eg skal athuga hvort hann er vakandi," segir konan þegar við erum komin inn í borðstof- una. „Við skulum láta þetta sam- taljbíö'a. eg kem bara seinna, þáð liggur ekki svo mjög mikið á," malda eg i móinn, frekar þó KvöldstundiJ fortíðarínnar Ijósi í kurteisisskyni, heldur en hitt, að mig langi ekki til þess að tala við öldunginn strax. Og konan, sem er dóttir gamla mannsins, er komin inn í næsta hérbergi áður en eg veit af. „Á fætur?" heyri eg gamla manninn segja inni i herberg- inu. „Hvers vegna?" Svo kemur konan aftur fram í dyragættina og tjáir mér, að faðir hennar vilji ekkert við blaðamenn tala, þvi hann hafi engu frá að segja. „Jæja, — það nær þá ekki lengra," segi eg og geri mig lík- legan til þess að fara. „Við skulum biða augnablik og sjá hvort honum snýst ekki hugur," segir dóttirin og vekur um leið þá von hjá mér, að ferð mín verði ekki með öllu árang- urslaus. Við setjumst niður og bíðum átekta. I þessum svifum kemur maður hennar inn. Eg þekki hann strax og eg sé hann, þvi að það er Marihus Buch hjólhestaviðgerðarmaður. Frú- in segir manni sínum frá því, að eg sé hér kominn til þess að hafa tal af föður hennar. Buch gengur síðan að herbergisdyr- um gamla mannsins og gægjist inh fyrir. „Hann er að klæða sig," segir hann brosandi. Eg teygi úr mér á stólnum, mont- inn yf ir árangrinum, sem eg hef i náð, með frekju blaðamanns- ins. — , Nú kemur öldungurinn fram. Hann er meðalmaður á hæð, beinvaxinn og spengilegur. Hár- ið er silfurhvítt og andlitssvip- urinn hreinn og skerpulegur. Hann lítur í kringum sig, þar sem hann staðnæmist á þrep- skildinum og horfir síðan rann- sakandi augnaráði á mig. Eg les út úr augum öldungsins þessar spurningar: „Hvað viljið þér mér? Hvað rekur yður til þess að trufla svefnró mína?" Eg stend upp, rétti fram hönd- ina og býð gott kvöld. Hann svarar kveðju minni með hlý- legu handtaki. Svo setjumst við báðir að borðstofuborðinu, á- samt Buch-hjónunum. „Getið þér ekki sagt mér eitt- hvað skemmtilegt úr lifi eldri kynslóðarinnar?" spyr eg. öld- ungurinn hristir höfðuið. Hann vill augsýnilega sem minnst um sig eða sina fyrri samtið segja. „Eg hefi ekki mikið að segja. Mín ævi hefir verið þannig, að einn dagur var öðrum líkur." „Viljið þér ekki segja mér eitthvað samt?" „Eitthvað? Auðvitað get eg sagt eitthvað, en hvað?" segir öldungurinn og horfir i gaupnir sér. Allt i einu er sem hann lifni við; hann brosir eilitið og hefur frásöguna: „Einu sinni þegar eg var á Isafirði, eg meina ...." „Voruð þér lengi þar?" gríp eg framm í fyrir honum. „Já, i 20 ár. Eg kom þangað til lands með foreldrum mínum á afmælisdaginn minn, þegar eg var 13 ára. Það eru nú 72 ár siðan. Faðir minn var kaup- maður í smáþorpi, sem heitir Stege á eyjunni Mön i Dan- mörku. Hann hafði ekki mikið að starfa, þvi lítið seldist i búð- inni. — Þá var það einu sinni að maður, sem faðir minn þekkti vel, sagði honum, að hann skyldi fara til íslands, þar væri ágætt að vera. Faðir minn fór að ráðum þessa kunningja síns og svo fórum við af stað. Við komum fyrst til Isafjarðar og þar setti faðir minn sig niður með f jölskylduna. — Mér fannst ferðin yfir Atlantshafið vera löng. Við fórum með seglskipi, þvi annað þekktist ekki þá og vorum 33 daga á leiðinni. — Á Isafirði setti faðir minn svo upp verzlun og fór hún brátt að ganga sæmilega. Við undum hið bezta vistinni þarna. Eg var hjá föður minum fyrst, en svo, SOPHUS H. HOLM. þegar eg var kominn til full- orðins ára, hóf eg starf við verzl- un Ásgeirs Ásgeirssonar, sem var á ísafirði, og var eg síðar faktor við hana. Einnig var eg i mörg ár póstafgreiðslumaður i bænum." „Hvernig var umhorfs á ísa- firði, þegar þér komuð þangað fyrst?" „O, þjetta var ósköp lítill bær. Eg man ekki nákvæmlega hve margir íbúarnir voru, en eg held eitthvað um 200, — en þér skul- uð ekki skrif a það, eg er ekki al- veg viss. — Skemmtilegasta tíma ævi minnar lifði eg á Isa- f irði," segir gamli maðurinn, og um leið bregður fyrir anægju- glampa i augum hans. Nú er þessi virðulegi öldungur orðinn hressari i bragði, en hann var fyrst í stað. Eg imynda mér, að hann sé búinn að gleyma þvi, að eg er blaðamaður, þvi að minnsta kosti er hann hættur að veigra sér við að svara því, sem eg spyr hann um. Eg býð hon- um cigarettu, en hann segist aldrei reykja bréf. Hann tekur upp pípu sína og treður í hana. Frúin færir okkur kaffi. „Eg nota kaffið sem fegrun- armeðal. Það er hægt, ef menn drekka það svart, sykurlaust og kalt," segir hann og sýpur um leið á bollanum. „En meðal annara orða, þér voruð byrjaðir áðan á einhverri sögu, sem skeði á lsafirði." „Já, rétt er það. Það er að

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.