Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 Fótgangandi að FjaUabaki Eftip Stefán Nikulásson Allflestir liafa eflaust heyrt getið um að fara að fjallabaki og gert sér það í hugarlund sem langa og stranga ferð. Áður fyrr yar Fjallabaksleiðin fjölfarin af austanmönnum, vegna þess hve niiklu greiðfærari bún er, en leiðin um byggðina. Fjallabaks- leiðin syðri hefir verið kunn lengur en nyrðri leiðin.. Álitið er, að Björn Gunnlaugsson hafi farið nyrðri leiðina fyrstur manna. Hún liggur milli Land- sveitar og Skaptárlungu, en syðri leiðin milIiFijótshlíðar eða Rangárvalla og Skaptártungu. Nyrðri leiðin, sem kölluð er Landmannaleið, er lengri, en greiðfærari. Þar eru venjulega fáir farartáímar. Helztu árnav eru Jökulkvísl'og Ófæra, en á sumardag venjulega það litlar, að auðvelt er að vaða yfir þær. Vegurinn er það vel merktur, a'ð alókunnugur maður getur hæg- lega farið hann fylgdarlaust. Við vorum þrir, sem ætluðum að fara gönguferð austur vfir öræfin, í sumarfriinu okkar. Tól£ta júlí lögðum við af stað með nesti og nýja skó. Nestið átti að duga allt að því tiu daga, og urðu pokarnir, þegar allt var komið í þá og á, drápsklyfjar til að hyrja með. Ekki ætlaði okkur að ganga ,vel að komast af slað; við misst- um af áætlunarbílnum og tók- um því annan híl austur að Múla á Landi. Þar vorum við svo heppnir að ná í flutningahíl, sem var á leið í Landmanna- helli. I hílnum voru sjö menn, sem, voru að fara i veiðiför til Fiskivatna. Vegurinn fór að versna, er við komurn upp fyrir Skarð á Landi, en þar dvöldum við nokkra stund. Frá Skarði upp í Landmannhelli eru um fimmtíu kílómetrar, og er veg- urinn afar ósléttur á köflum. Sólskin og hlíðviðri liafði ver- ið um daginn og var fagurt um að Iitast þarna uppi á öræfunum er kvöldaði að. Hekla, há og tignarleg, og Búrfell í Þjórsár- dal eru sitt til hvorrar handar þegar ekið er sandana auslan Þjórsár. Áin rennur við hhðar Búrfells og heygir vestur með fjallinu, þaiinig að hún rennur í hálfhríng krmgum það. Miðia vegu austan undir fjallinu er foss í Þjórsá, sem Tröllkonu- hlaup heitir, lágur foss en vatns- mikill. Við námum staðar við fossinn, enda voru sumir orðnir í Laugum. nokkuð hílveikir. Þegar kornið er á sandana austan Þjórsár, hatnar vegurinn stórum og er rennisléttur á köflum. Er söndunum sleppti, versnaði veg- urinn aftur og tók þá hristing- urinn og hílveikin við á ný. Klukkan tvö og hálf um nóttina komum við svo loks í Land- mannahelli. Sunnudagsmorguninn rann upp bjartur og fagur. Eg vakn- að fyrslur félaga minna, fór út og litaðist um. Sólin var ekki komin hátt á loft og var að nokkru leyti hulin móðu, sem þó hvarf hráðlega. Helliskvísl rennur þarna framhjá í boga; á árhakkanum nokkru austar en tjöldin, voru hestar veiðimann- anna. Veiðimennirnir voru komnir á stjá og farnir að und- irhúa sig undir ferðina til Fiski- vatna. Þeir Iiöfðu talsverðan viðhúnað og heljarstórar töskur uadir silunginn, og einliver kynstur af salti. Mér var líðlitið til heslanna, og hugsaði með mér, að gaman væri að hafa hesla til fprðar- innar; þurfa ekki að rogasl með níðþunga bakpoka. Eg' gekk niður með ánni nokkurn spöt og fór að virða fvrir mér landslagíð þarna. í suðvestri sá á kollinn á Heklu, en nær Sauðleysur og Hrafna- hjörg. Handan árinnar eru næst Sála og Langasála, en Hellis- fjall héllismegin; Landmanna- hellir cr sunnan i þvi. Það er lágt og auðvelt að ganga á það, én viðáýnt af þvi. í suðvestui'átt sér á Lifrarfjoll. Eg gekk aftur til tjaldsins og vakti félaga mína. Þeir höfðu sofið vel um nóttina, en vaknað við að fjárrekstur var rekinn 1 framhjá; við fórum franr úr honum kvöldið áður. Allir voru nú vaknaðir og farnir að húast til ferðar. Þeir, sem voru með reksturinn, komu þarria að, og gáfum við okkur á tal við þá og spurðum þá urn leiðina í Land- mannaíaugar. Þeir sögðu það vera skemmstu leið að fara eftir svonefndu Klukkugili, milli Stórhöfða og Litlahöfða, það væri greiðfær og góður vegur, en þó væru nokkrir skorningar, sem við yrðum að fara fyrir of- an, austan gilsins. Undir hádegi var allt tilbúið, pokarnir seltir á hakið og lagt af stað. Við gengum austur með Helliskvísl nokkurn spöl, eða þar til að hún beygir til suðurs og tókum því næst stefnuna á KÍukkugil. Útsýnið breytist nokkuð, þegar kemur austur fyrir Hellisfjall, hlasir þá Loð- mundur við, himinhár, en í suðrinu Litlihöfði og Stórhöfði, og þangað héldum við. Þegar að gilkjaptinum, kom, leizt okkur inngangan greiðfær, en eftir því sem ofar dró í gilið,” varð leiðin torsóttari. Við þræddum okkur upp eftir gil- inu, sem alltaf hækkaði. Læk- inn í gilbotninum urðum við si- fellt að vera að fara yfir og að siðustu ætluðum við að freista að komast upp á gilbarminn norðan megin, til þess að losna við mesta ldungrið. Neðan frá að sjá, fannst okkur ekki mjög langt né erfitt upp, en reyndin varð önnur. Brekkan reyndist það erfið og laus, að við þokk- uðum hamingjunni fyrir að stórslása okkur ekki á þessu klungri. Nú var ekki annað að gera, en að fara vfir á Fjallabaksveg og segja skilið við Klukkugil. Eftir klukkustundar gang sáum við fyrstu stikuna á Fjallabaks- vegi, en hútí lá reyndar í sand- inum. Fylgdum við svo vegin- um yfir Dómadalsháls yfir i Dómadalinn, sem er all víðáttu- mikill sandur, rennisléttur á köflum. Vegurinn yfir liann er óljós og ógreinilegt hvar hann liggur upp í Dómadalshraun. Þegar vð komum í Dómadalinn var farið að þykkna i lofti og þyngjast í skapi okkar. Við töjuðúm ekkert vel um, sveita- mánninn, sem benti okkur á Klukkugil og hafði ejrðilagt dag- inn fyrir okkur að miklu leyti. Eflaust liéfir Iiann sagt okkur þetta í hezlu meiningu, en við annað hvort ekki Iiitt á rétta leið eða ekki verið nógu dugleg- ir til þess að komast eftir gilinu. Dómadalsliraun er sandorpið mjög og ei-fitt til göngu, en veg- urinn gegnum, það vel varðað- ur. Þegar upp á háhraunið kem- ur sér yfir Frostastaðavatn, sem er á niilli hraunsins og Suður- og Norðurnáma. Norðurnámur austan við en Suðurnámur að sunnan. Til norðausturs er strýtumyndað fjall, Tjörfafell. Dagur var kominn að kvöldi, þegar að við koriíum í liraunið norðaustan við vatnið; þar vor- um við um nóttina. Næsta dag, mánudag, var þykkt í lofti; þá var ferðinni heitið i Landmanilalaugar. Veg- urinn er í ásnum austári við vatnið og heygir svo austur af honurii að Jökulkvísl yfir Norð- urriámshraun og liggur hér yfir ána. Þegar farið er í laug- arnar, er farið út af veginum hér og haldið suður með ánni. Sæluhúsið við Landmannalaug- ar sézt vel og eru laugarnar í flötinni fyrir neðan húsið. Ekki her neitt á þeim, af því að jafri- aði rýkur lítið úr þeim. Jökul- kvísl rennur þarna alveg undir lilíðum Suðurriáma, og er lilið- in þar allhrött. Við voruin eklci húnir að gleyma Klukkugili og fórum, því yfir fjallið nokkru vestar, en með gælni cr auðvelt að ganga meðfram ánni. Eng'inn ætli að fara hér um, án þess að koma við í Land- mavinala ugum og íá sér hreSs- andi bað úr hæfilega heitu vatrii. Umhverfið í kringum laugarn- ar er fagurt og aðlaðandi. Rétt austan við rennur jökulkvísl til norðurs i áttina til Tungnaár og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.