Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Siiiaiiiiinii* Ntntt sagra eftir lindret JLord Larks var liávaxinn maður og holdgrannur, andlit lians var langt og alltaf einhver jarðar- fararsvipur á því. Hann var há- tíðlegur eins og likkistusmiður í tali og öllu látbragði. Morguninn hófst alveg eins og venjulega. Larks reis úr rekkju klukkan sjö, baðaði sig, rakaði sig og klæddist hinum látlausu klæðum stöðu sinnar. Meðan vatnið í kaffið var að hitna, fór hann til vinnustofu Jiúsbóndans, tók pappirskörf- una, sem stóð við skrifborðið, og fór með hana inn í litla her- hergið, sem hann hafði við lilið- ina á eldliúsinu. Undir rúminu hans voru fjórar bréfamöppur, með þessum áletrunum: „VIÐ- SKIPTI 1938 TIL 1941; VIÐ- SKIPTI 1941; SAMKVÆMIS- LÍFIÐ og ÓSUNDURLIÐAÐ." Innihaldi pappírslcörfunnar var skipt milli þessara geymslu- staða. Allt var geymt með mik- illi nákvæmni. Stundum, þegar Larks rakst á blað, sem hafði verið rifið sundur í smátt, var ekld laust við það, að liann væri dálítið óánægður með húsbónda sinn. Það kostaði oft ærna fyr- irliöfn að líma bréfið saman aft- ur. Árdegisblaðið kom svo timan- lega, að Larks gat lesið það, meðan hann borðaði árdegis- liennar. Hitt er allt annað mál, að vel skyldi vanda til hinna frjálsu ljóða. Þar er við ýmsa erfiðleika að etja, og mikil þörf á næmum smekk, til þess að hið „óbundna mál“ verði ekki of hversdagslegt og tilkomulít- ið. Hins vegar ættu lifandi hugs- anir að njóta sín betur þar sem- rímið þrengir eklvi að þeim, enda verður eltingaleikurinn við ríinið oft til þess að vængstýfa þá hugsun, sem „lióf sig á loft og himininn ætlaði sér“. Að öllu þessu atliuguðu virðist það vera vanJiugsað i meira lagi, að am- ast við hinum frjálsu vængja- tökum hugsunarinnar og synja þeim um allan skáldskap, þótt þeim sé kosið víðara svigrúm en það, sem rimreglurnar gefa kost á. Og ættu menn miklu fremr að vera þakklátir fyrir allar heiðarlegar tilarunir til þess að hrúa djúpið á milli „bundins“ og „óbundins“ máls og lyíta liinu lausa máli eitt- hvað upp á við — i áttina til Ijóðs og listar. Gretar Fella. verðinn sinn. Hann las það með mikilli nákvæmni. Að lestrin- um loknum braut hann blaðið saman kyrfilega og lagði það á bakka húsbóndans, herra Salt- onstall. Húsbóndinn hringdi á minút- unni níu eins og venjulega. Ilann var gráhærður, rjóður í kinnurn og ekki laust við það, að hann væri all-liermannlegur á velli, enda þótt hann Jiefði ald- rci komið nærri her eða her- mennsku. Hann vildi umfram, allt láta fara vel um sig. Hon- um geðjaðist vel að Larks, af því að Larlvs var hægur og ró- legur maður. Larks lét bakkann á rúmið og dró frá gluggunum. „Hvernig er veðrið, Larks?“ „Hann er all-þungbúinn, herra. Veðurspáin var á þá leið,' að það mundi vera skýjað fyrra liluta dagsins, en lctta til með kvöldinu.“ „Er nokkuð merkilegt í blað- inu ?“ „Það er skoðun manna, að horfur í Austur-Asíu sé heldur verri og að þetta hafi alvarleg áhrif á viðskiptin i kauphöllinni. Annað merkilegt er ekki i frétt- um, að eg held. Það er að vísu dálítið einkennileg frétt um sjálfsmorð ungrar stúlku.“ „Hvað segið þér?“ „Hún var ung, Roberta Haines að nafni, herra. Svo er að sja sem hún hafi tekið eitur í gær- kveldi í ibúð sinni í húsinu nr. 914 við 80. Austurgötu. Hún skrifaði eittlivað smábréf að slvilnaði.“ „Nú? Nú? Hvað er svo ein- kennilegt við það?“ „Ekkert, herra minn. Mér flaug bara í liug, hvort bréf hennar hafi verið á þessa leið: „Eg verð að gera það. Eg get ekki þolað þetta lengur. Eg er örvilnuð, og eg er eklci hrædd.“ Mér kom svona í hug, að und- irskriftin hefði ef til vill verið „Bohby“ og bréfið verið ritað á hálft blað, gult að lit.“ Saltonstall tók blaðið og fór að fitla við það. „Stendur þetta alll í blaðinu?“ „Ó-nei, herra! Þar stendur bara, að hún liafi skilið eftir stutl bréf. En, herra — gæti þetla verið hún ungfrú Haines o k k a r?“ Saltonstall varð orðfall og hann missti allt i einu alla mat- arlyst. Loks stundi hann upp: „Við skulum lala um þetta síðar, Larks. Þér megið fara með bakkann.“ „Já, herra minn.“ Er Larks fór út úr lierberginu, var liann á svipinn eins og maður, sem hefir það að atvinnu sinni, að. vera líkburðarmaður. Þetta var skrambi óþægilegt. Saltonstall hafði verið viss um, að engin sála vissi um þetta. Ilann hafði sagt ósatt til nafns sins og þau höfðu meira að segja aldrei verið saman á opin- berum stöðum. Hún hafði skilið þetla bréf eftir lieima hjá sér einu sinni og liann fundið það — um það leyti sem hún var að byrja að koma með hótan- irnar. Larks hafði auðsjáanlega leitað í vösum hans. Larks hafði ef til vill einnig komizt yfir fyrri hlíita bréfsins, þar sem hún kvaðst ekki ætla að fremja sjálfsmorð heldur að ná sér niðri á honum. fyrir dóm- stólunum. Klukkan var orðin nærri ell- efu, áður en hann fór niður : vinnustofuna og hringdi á Larks. Hann kom í dyrnar og sagði dapurlega: „Já, herra.“ „Fáið yður sæti, Larks.“ „Þakka yður fyrir,“ svaraði hann, en settist ekki. „Jæja — viljið þér segja mér hversvegna þér haldið, að eg beri þessa stúlku svo fyrir brjósti ?“ „Ilerra -----“ „Þér minntust á h á 1 f t blað.“ „Mér fannsl það ekki hyggi- lega gert af yður, að fleygja hinum helmingum, svo að eg tók hann í mínar vöxzlur.“ „Eg verð að fá hann. Hafið þér hann á yður?“ „Já, herra.“ Larks bar hönd- ina upp að brjóstvasanum. Saltonstall brosti. „Þér viljið auðvilað fara í ferðalag, er ekki svo ?“ „Það er ekki ólíklegt. Eg var að hugsa um að bregða mér til Suður-Ameríku. Það er ekki lengur hægt að komast til Par- ísar.“ „Já, það er leitt. Þér vitið að eg á aðeins um fimm þúsund í bankanum.“ „Þér eigið sex þúsund og tólf dollara og nokkur cent. En auk ]>ess eigið þér skuldabréf. Mér fannst það viturlegt af okkur að kaupa þau á sínum tíma, Það er liægl að koma þeim í peninga hvenær sem er.“ „Þér virðist fylgjast vel með,“ sagði Saltonstall. „Já, herra minn. Svo eru það jiessir tólf hundruð dollarar i peningaskápnum á veggnum—“ „Hvað eruð þér að segja?“ „Þér vitið við hvað eg á.“ „Jæja, þá það. Eg skrifa þá ávísun fyrir finun þúsundum, sem þér getið sólt i bankann strax.“ Hann snéri sér við og dró út skúffu að baki sér. Eftir andartak sagði Larks: „S e x þúsund eiga það að vera, herra. Ef þér eruð að leita að skammbyssunni, þá er eg liræddur um að eg hafi verið svo forsjáll að laka hana í mína umsjá.“ Saltonstall tólc upp ávísana- heftið og lokaði skúffunni. „Larks,“ sagði liann, „þér eruð þorpari." „Já, herra,“ svaraði Larks. Saltonstall útfvllti ávísunina og rétli Larks hana. „Þakka yður fyrir, herra,“ sagði Larks. „Eg ráðlegg yður að ná strax í peningana. Það gela verið aðr- ar ógreiddar ávísanir á leiðinni." „Ástarþakkir, herra. Og þér ætlið að kippa þessu í lag með verðbréfin meðan eg fer í bank- ann ?“ Larks lmeigði sig og fór. Að lítilli stundu liðinni sá Salton- stall hann fara úl um fram- dyrnar, en liann hafði enga hugmynd um það, að hann kom strax inn aftur um bakdyrnar. Saltonstall þreif símann og hringdi lil levnilögreglunnar: „Eg er hræddur um að hann sé alveg genginn af vitinu, vesling- urinn. Ilann miðaði á mig skammbyssu og neyddi mig til þess að skrifa ávisun fyrir sex þúsundum dollara. Kvaðst liafa drepið ungan kvenmann — Hines eða Pines, heyrðist mér liann kalla hana. Sagði mér meira að segja, hvernig hann hefði farið að því. Þa'^var eitt- hvað með hálft pappírsblað. Hafði hinn helmdnginn í vasan- um. -Eg hugsa, að ykkur muni veitast auðvelt að handtaka hann í bankanum.“ Þegar Saltonslall lagði heyrn- artólið frá sér, skaut Larks hann í gegnum höfuðið. Það yrði ómögulegt að fara með ávísunina í bankann eftir þetta og verðbréfin voru líka úr sögunni. Það var sannarlega gremjulegt, að hafa aðeins tólf hundruð dollara fyrir fjögra ára erfiði. Það var aldrei hægt að komast langt fyrir þá upphæð. í stjórnarskrá Oklahama-fylkis i Bandaríkjunum cr bannaS afi fylkið safni skuldum og er þaS nú eina fylkiS þar vestra, sem er alveg skuldlaust. Um áramót voru 8.000.000 dollara í ríkisféhirzlunni, svo aS hæg-t verSur aS lækka skatta á þessu ári.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.