Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 07.06.1942, Blaðsíða 8
8.- SÍ1»\\ Vinurinn: Og hvað verður svo sonur yðar, þegar liann er húinn að ljúka við síðasta prófið? Faðirinn: Gamall maður. • Þrír skólapiltar, einn úr Há- skólanum, annar úr Mennta- skólanum og sá þriðji úr Sam- vinnuskólanum voru saman- komnir í húsi einu, þegar fín frú kom, inn til þeirra. Stúdent- inn spurði letilega hvort einhver vildi ekki bjóða frúnni sæti. Mennlaskólanemandinn ýlti stól lil hennar — en Samvinnuskóla- pilturinn settist á liann. • Ef kona segir: „Þér eruð að skjalla mig“ — gerið það þá. • „Lítil kona er hættuleg“, seg- ir mállæki — hvað skyldi stór kona vera? • Spurningin er ekki, hvenær siðmenningin b y r j a ð i, held- ur hvenær hún b y r j a r. • Þegar amma var ung stúlka, gerði hún ekki þá hluti, sem unga stúlkan gerir í dag. — En amma gerir heldur ekki þá hluti í dag, sem hún gerði þá. • Góð kona elskar manninn sinn í stað þess að hlæja að hon- um. • Ameril^ni og Skoti voru á gangi við rætur skozks fjalls. Skotann langaði til þess að lofa Ameríkananum að heju-a hvérsu mikið bergmál væri í fjallinu. Þegar bergmálið heyrðist aftur greinilega eftir fjórar mínútur, sagði Skotinn hreykinn: „Ekki nokkur hlutur svipaður þessu fyrirfinnst í ykkar landi.“ „O, eg held nú það,“ sagði Ameríkaninn, „meira að segja miklu betur, því áður en eg fer að sofa á kvöldin heima, kalla eg út um gluggann: „Farðu á fætur,“ og átta stundum síðar kemur svo bergmálið aftur og vekur mig.“ • Vel þekktur stjórnmálamað- ur var mjög vel liðinn i kjör- dæmi sínu, vegna þess, hversu vingjarnlegur hann var í allri framkomu við kjósendur sína Hann talaði U1 hvers manns eins og hann væri gamall vinur eða VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ■■ . - - ........... Lítxð til fngrlanna í loftinn Þessir fugla-r, sem sveima uppi í viSfe8mi him- insins eru svart- bakur, en hann er ekki aSeins friölaus á ís- lenzku landi, heldur er fé heitið til höf- uðs hverjum einum svartbak. .Raunverulega á svartbakurinn góðærinu. í at- vinnuvegunum lif sitt aö launa, því aö fyrir bragðiö nennir enginn að eyða tima sinum hon- um til fjörtjóns, enda þótt hann sé vágestur hinn mesti og hlífi livorki dauðu né lifandi ið það í sig og melt það. ef hann getur aðeins rif- \ kunningi, enda þótt hann liefði aldrei séð manninn fyrr. Ein- hverju sinni hitti stjórnmála- maður þessi sveitamann á förn- um vegi. Þetta var auðvitað rétt fyrir kosningarnar. Hann heils- aði manninum, þegar með handabandi og lét eins og hann hefði þekkt hann frá gamalli tíð. „Komdu blessaður og sæll. Mikið er langt síðan við höf- um sést. Góða veðrið í dag — ha. Eg sé, að þú átt ennþá þann gráa.“ „Nei, herra minn, eg fékk þennan hest lánaðan í morgun,“ svaraði sveitamaðurinn stein- hissa á þessu háttalagi stjórn- málamannsins. „Nú, já, einmitt — hvernig líður gömlu hjónunum?" „Foreldrum, mínum? Þau dóu bæði fyrir þrem árum.“ , „Ilvaða vandræði. En hvern- ig hefir konan það og börnin?“ „Eg er ógiftur og á engin börn.“ „Býrðu ennþá á sama stað?“ „Nei. Eg er alveg nýkominn í þessa sýslu.“ „Einmitt, já. Eg þekki þig þá líldega ekki neitt. — En livað eg vildi segja, ef þú kýst í þessari sýslu, þá heiti eg .... öh-liö. Vertu sæll.“ • „Eg hefi heyrt, að þú sért byrjaður að stunda nýja at- vinnu.“ „Já.“ „Ilvað starfarðu?“ „Eg stunda garðrækt.“ „Og hvað ræktarðu helzt?“ „Allskonar jarðávexti. Trú- irðu því, að eitt kálhöfuðið var svo stórt, að herdeild, sem, fór framhjá í rigningu, brá sér undir kálblöðin til þess að standa af sér skúrina. En hvað gerir þú núna?“ „Eg er í verksmiðju, sem býr til suðupotta. Trúirðu því, að um daginn bjuggum við til pott, sem var tvær mílur i ummál.“ „Hamingjan hjálpi mér! Til hvers á að nota svona stóran pott?“ „Til þess að sjóða i kálhöfuð- ið, sem þú varst að tala um áð- an. — Skoti nokkur kom inn í búð og keypti skjalatösku. „Á eg að pakka utan um hana?“ spurði búðarmaðurinn. „Nei, takk fyrir,“ svaraði Skotinn, „dragið þér bara papp- irinn og bandið frá verðinu . • Eins og menn vita þýðir X í (ástar)bréfi koss. Það var einu sinni Skoti, sem undirritaði öll simskeyti til kærustunnar með Xerxes. Á þann liátt gat hann komið tveimur kossum í sím- skeytið og borgað aðeins fyrir eitt orð. • Einu sinni kom litill snáði til föður sins með vasahníf, sem liann sagðist hafa fundið á göt- unni. „Ertu viss um að einhver hafi týnt honum,“ spurði faðirinn. „Alveg viss, pabbi minn. Eg sá mann vera að leita að hon- um.“ , • „Mamma, eg tók flís úr hend- inni á mér áðan með nál.“ „Nál, veiztu ekki, að það er svo voða hættulegt?“ „Nei, það er allt í lagi, mamma, eg notaði öryggisnál.“ • „Hafið þið til meðul,“ spurði smástrákur, sem kom inn i apó- tek. „Já, já, lieilmikið,“ svaraði búðarmaðurinn, „en hvaða teg- und á það að vera?“ „Og það er alveg sama. Bara eilthvað, sem hressir upp á sál- ina, þvi það er hann pabbi, sem er hættulega veikur.“ • Maður nokkur kom inn í búð og sá, að kona eigandans var við innanbúðarstörf í fjarveru mannsins hennar. þlann ákvað að gera gys að henni og segir: „Gæti eg fengið eins og einn meter af svinakjöti?“ „Með ánægju, herra minn,“ svarar konan og snýr sér um leið að sendisveininum, „viltu rétta manninum þrjár grísar- lappir, Jakob?“ • „En hvað mér fannst það leiðinlegt, þegar eg heyrði, að verksmiðjan yðar hefði brunnið til kaldra kola. Hvað fram- leidduð þér?“ „Slökkvitæki.“ Ensk kona (i Skotlandi): Hafilð þið til sviðahausa? Slátrarinn: Já. Konan: Eg ætla að fá einn, en hann verður að vera enskur. Slátrarinn (réttir aðsloðar- manni sínum haus) : Taktu heil- ann úr þessum, Úlli. - • Eiginmaðurinn ergilegur: Þú segir, að nokkrir menn liafi lof- að að giftast þér. Eiginkonan: Já, nokkrir. Eiginmaðurinn: Eg vildi óska að þú hefðir gifst fyrsta asnari- um, sem lofaði þér eiginorði. Eiginkonan: Það gei'ði eg líka. • Hann: Ef maður stelur —- alveg sama hvað það er — þá sér hann eftir því allt sitt lif. Hún: Hvað þá með kossana, sem þú stalst frá mér áður en við vorum gift? Hann: Þú lieyrðir hvað eg sagði. • Hún: Áður en við giftum okkur, kallaðirðu mig engil, en nú kallarðu mig ekki neitt. Hann: Þakkaðu guði fyrir, hvað eg hefi mikla sjálfsstjórn. • „Eru nábúar þínir ráðvandir menn?“, spurði maður nokkur gamlan negra. „Já, herra minn.“ „En af hverju hefirðu þá lilaðna byssu fyrir framan hænsnakofann ?“ „Það geri eg til þess að halda þeim ráðvöndum."

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.