Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ Smdsaga eftir HULDU Þórgrímur bóndi og Jöi'Sina Þverhamar höfðu gildir bændur setið öld af öld. I litla grafreitnum umhverfis kirkjuna hvíldu forfeður Þór- gríms Þórissonar, sem nú var þar kirkjubóndi. Elcki höfðu þeir Þverhamars- bændur verið miklir sundur- gerðarmenn eða breýtingagjarn- ir. Þarna höfðu þeir lifað og dá- ið, maður fram af manni og verið lagðir hver ef tir annan, hlið við hlið, norðan undir kirkju- veggnum að lífsdegi lolcnum. „En að forfeður þinir skyldu velja sér hvíldarstað norðan við kirkjuna“, hafði Ásgerður kona Þorgríms bónda sagt í fyrsta skiptið, sem hún gekk með hon- um út í kirkjugarðinn, eftir að hún kom að Þverþamri. „Finnst þér það svo undarlegt,“ sagði Þórgrímur og tók upp þykkjuna fyrir áa sína. „Einhverjir verða að livíla áveðurs, og þeir hlífðu sér ekki á meðan þeir lifðu. Hví skyldu þeir þá taka skjólið frá konum og börnum, framliðnir? Þorgrímur afi minn lét aldrei gi’afa annað en kvenfólk og börn sunnan við kirkjuna. Hann sagði að karlmennirnir gætu legið hvar sem væri — annars væru þeir engir karlmenn. Og ekki fer eg að breyta til. ^JJér verð eg — þú ræður hvort þú kemur til mín eða ferð til kvenn- anna við suðurvegginn. .Þú ert frjáls að því sem öðru.“ Ásgerð- ur brosti. „Ætli eg kunni ekki liezt við að fylgja bónda mín- um,“ svaraði hún. Og hann leit til hennar aðdáunaraugum. Hún liktist vist í ættina. Hún var nefnilega frænka hans, þó liún væri borin og barnfædd í fjarlægu- héraði. Æskubærinn liennar stóð örskammt frá sjó og Þórgrímur liafði kynnzt lienni þegar hann hélt þaðan út báti sinum, því að hann hafði verið dugandi og djarfur for- maður í æsku, sem þeir forfeð- ur hans. Þeir höfðu verið etju búmenn, bæði til lands og sjáv- ar. — Nú var Þórgrímur tekinn að reskjast óg löngu hættur að sækja sjó. En Þverhamar bar þess vott, að hann hafði ekki legið á liði. sinu við landbúnað- inn. Traust og vandað steinhús hafði hann byggt og snotra kirkju, sem hann elskaði eins og lífið í brjósti sér, — en það mútti enginn maður vita. Túnið var rennslétt og náði fast að þömrunum, sem bærinn dró nafn sitt af. Girtu þeir grænan töðu- völlinn fagurlega á tvo vegu, en forfeður Þorgríms höfðu fyrir löngu síðan hlaðið öflugan stein- garð á þriðju hlið túnsins. En í Þórgríms hlut og nútímans liafði það komið, að breikka túnið um helming á fjórða veg- inn, og hlaða varnargarð úr hamragrjótinu framan við það. Þorgrímur vildi ekki sjá gadda- vir eða annan hégóma, sem sam- v tiðarmenn hans notuðu til að girða lönd sin. Gaddavir! Það vantaði nú ekki annað en að liann færi að setja upp farfugla- snörur utan um túnið á Þver- liamri. Þannig nefndi Þórgrim- ur gaddavirinn, þvi að á halist- in, ]>egar nótt tók að dimma, flugu farfugla aumingjarnir hópum saman á þessar svívirði- legu girðingar og drápust — lágu blóðstokknir og sundur- tánir, jafnvel háuslausir með- fram girðingunum, þegar birti af degi.-----Og svo var þræls- lundin orðin rik hjá íslending- útri, að þeir tíndu — sumir liverjir —- þessa vesalinga upp og fleygðu þeim fyrir refi sina. Þvi að það var nú ein spilling- in, þessi bölvuð ekki sinn loð- dýrarækt — að nokkur bóndi skyldi geta alið upp dýrbit á sinu heimili — og allskonar illþýði i dýi’a líki, í staðinn fyrir sak- laus húsdýrin. Já — og svo þessi fjandans ágirnd og eftirsókn í allt útlent. Nú hafði þeim tek- izt að flvtja inn í landið annar- legt sanðfé, margspillt og sjúkl af erlendum óþverra. Svo var þetta búið að sýkja út frá sér og evðileggja landið til bálfs — og átti sjálfsagt eftir að gjör- evða sveitirnar, ef svona vrði baldið áfram. Það var að minnsta kosti ekki að þakka dyggð glanna þeirra og gambur- menna, sem réðu bessum ófögn- uði, ef sigrast vrði að lokum á plágunum. sem þeir höfðu leitt vfir land og þjóð. Ó, nei! Þeir áttu eftir að koma fram fyrir dómarann, þeir ólánsræflar, og svara fyrir sig. — Og Þórgrim- ur á Þverhamri lokaði sig með allt sitt úti frá umheiminum, að svo miklu levti, sem það var á hans valdi. Guði sé Iof! Allar hans skepnur voru ennþá heil- briöðar og gerðu hið bezta gagn. Tólf sællegar og silkigljáandi kýr vögruðu heim úr hðgunum dag hvem og og hónur fegurstu ungnevta gekk norður á Uxadal — e* snuðféð var vel geymt í afskekktum afrétti inni á milli fjalla. Hafði ÞórgrímUr kostað til ærnu fé, að hlaða varnargarða á milli afréttar síns og almenn- ings beitilandá. Svín, heimagæs- ir og aðrir alifuglar skemmtu bóndanum með öllum sínum margbreyttu háttum og radda- kliði. Það.var engin óvirðing í því, að ala þau, greyin, þaU höfðu verið til I fornöld, og það var aðeins amlóðahætti lands- manna að kenria, og þessi skemmtilegu dýr voru ekki á hverjum bæ, til gagns og gleði fyrir alla. Það var lieldur ekki crfitt að konia afurðum bless- aðra húsdýranna á Þverliamri á markaðinri — þráðbeinn þjóð- veguririn rétt neðan við engjarn- ar. Já — það var nú að visu gott og blessað. En raunar var það þó galli í sjálfu sér, að búa svo nærri höfuðstaðnum. Það var eiginlega eini gallinn á Þver- hamri, fannst Þórgrími bónda. Eina bótin var, að hans jörð var þó efsta jörðin í sveitinni, næst blessuðum fjöllunum, og allt, sem henni til heyrði eins af- skekkt og framast var unnt í byggð. Norðan við bámragarð- inn á bak við bæinn tók við heið- arlendi, fallega fellum girt og skreytt grænum mýrarflákum og seftjörnum. Þai-na gekk sauð- féð út af fyrir sig, og austur við fjöllin lá Uxadalur, iðgrænn, varinn jökulkvísl á eina hlið og bröttum skriðum og kletta- beltum á hinar. Þar höfðu geld- nevti Þverhamars legið úti fram á haust, allt frá landnámstið. Nei. Þórgrímur bóndi þurfti ekki að kvarta sjálfs sín vegna. En honum blöskraði aldarbátt- urinn og hataði flest það, sem hann hafði fært landi og lýð. Og nú kom hið síðasta og versta: stríðið — kom óboðið og leyfislaust heim i hlað á íslandi. „Vond ertu veröld“! — Ef Þórgrimur hefði mcð nokkru móti getað útilokað sig ennþá vandlegar frá öllu og öll- um en áður, mundi það hafa orðið hans fyrsla verk eftir hei’- námið. En hvað gat hann? Ekk- ert, nema að þybbast við á sin- um .jarðarbletti og láta öll ó- sköpin afskiptalaus, á meðan þau Iétu hann œreíttan. En þau Iétu hann ekki óáreitt- an. Dag einn koniu þrír útlendir menn hejm i hlað á Þverhamri. Ekki svo sem að þelr létu ófrið- Iega, nei, nei. Eki þeir voru fjand- anum þrárri. Þórgrjmur þótfisl stríðið svo sem sjá til hvers þeir væru komnir, og þegar þeir fóru að babla, greyin, þá vissi hann enn betur um erindið, því að hann hafði á formannsárum sínum lært nóg af útlendum sjómönn- uni til þess, að hann vissi vel hvað þessir Bretar vildu lieim að Þverliamri. Þeir vildu kaupa mjólk og egg og guð veit hvað fleira — og borga vel — ekki vantaði það. En Þórgrímur lézt ekkert skilja og að lokum kom upp í honum strákurinn og hann hafði gamán af að láta þessa ó- boðnu útlendinga misskilja sig. Jú — eg hefi nóg — en eg vil bara ekki selja ykkUr, greyin mín. Etið þið ykkar eigin mat. Guði sé lof, eg liefi nóg — nóga mjólk — nóg egg — nóg af öllu. En þið fáið ekkert lijá mér — héyrið þið það.“ Og allt fór eins og Þórgrímur hafði til ætlazt. Orðið nóg, sem á lians máli þýddi gnægð alls, varð i eyrum Bretanna neitun, vegna líkingar sinnai’ við hið enska nei. Og útlendingarnir fóru svo búnir. Þó horfðu þeir torh’yggnis- augum á alla hina vel hirtu ali- fugla og svin Þverhamarsbónd- ands, er þeir gengu úr garði. Þórgrími var léttara. Þó að allt væri í hers höndum hafði hann vald lil þess að neita þessum út- lendingum um öll viðskioti. Enn sem komið var höfðu þeir ekki sýnt sig i þvi, að taka neitt af landsmönnum, nema lánd undir tjaldkúrur sinar, og hver og einn réði því sjálfur, hvort að hann hefði nokkur skifti við þá. Til allrar hamingju virtust þeir ekki girnast einn einasta blett i Þver- hamars landi. Hamingian gæfi að það yrði eins eftirleiðis — og um alla eilífð. Þórgrímur horfði á eftir út- lendingunum unz þeir vom komnir út fyrir landamerki þans, þá gelck hann inn. Fólkið ætlaði að fara að borða mið- degisverðinn. Þórgrímur leit yf- ir hópinn og sá að allir voru við- staddir. „Hingað komu útlendingar og vildu eiga kaup við okkui’, en eg vísaði þeim frá. Eg vil ekki að nokkur biti eða spónn úr mínu búi komi þeim i hendur — hversu blítt sem þeir láta, og hvað mikið gjald, sem þeir bjóða, þú heyrir það, Ásgerður min, — og þið ÖU,“ Að svo mæltu settist Þórgrim-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.