Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 ur bóndi til borðs með heimilis- fólki sinu. Nokkru síðar stóð Þverham- arsbóndinn úti á lilaði og' skyggndist um, sem hans var vandi. Sér hann þá livar kol- mórauð bifreið með dökkum þverflekkjum kemur fram und- an holti niður á þjóðveginum, og önnur til — og þriðja — og fjórða, — heil runa af þessum ljótu og leiðu farartækjum út- lendingannaT Þórgrímur bóndi varp önd- inni þungt og púaði í skeggið. „Ekki er hann nú skammur, dásshalinn þeifra, djöflanna,“ sagði hann við sjálfan sig stund- ar hátt og livessli augun á för hermannanna austur þjóðveg- inn. Honurn létli fyrir brjósti, þegar bifreiðafylkingin var komin framhjá hans landareign. Hann þóttist svo sem vila hverl þeir ætluðu. Austast i sveitinni, niður undir sjó, höfðu þeir reist tjaldbúðir sínar og lagt undir sig sléttasla og fegursta blett- inn i landareign bóndans þar —- og til hvers? Til þess að grafa hann og rista allan sundur. Þór- grimur hafði nýskeð farið þar um — hann liafði neyðst til þess að fara austur að Hvoli á lvreppsnefndarfund. Og hvað sá liann ? Hina fögru velli og nes öll flakandi í sárum. Það var eins og að horfa á blæðandi und — og næstum því ennþá verra, því að sár komu oftast af slysum, sem enginn fékk við spornað, liér á íslandi, þar sem aldrei var barist, — en þetta — þetta var eins og lifandi liold hefði verið rist í sundur af yfirlögðu ráði illvirkjans, —; ijlessuð jörðin lirópaði í himininn. Jú — þeir þóttust gera þetla til þess að koma í veg fyrir að óvinaflug- vélar gætu lent þarna — og not- að hina fögru velli. — Ojæja. —• Líklega sögðu þeir það satt — ekki langaði hann Þórgrim. í fleiri tegundir útlendinga. En hvern fjandann þurftu þessir að vera að álpast út hiiigað? Þór- grímur hataði þá alla sem einn og famist að þeir gætu djöflazt og barizt og umhverft jörðinni einhversstaðar annarsstaðar en á Islandi. Það var svo sem viðbúið, að þegar þessir voru hingað komn- ir, þá mundu aðrir, hálfu verri, eftir sækja og allt fara í bál og brand. Þórgrímur gaf gæðingi sínum lausan tauminn, þeysti fram hjá herbúðum útlendinganna og öllum þeirra skemmdai’verkum, Og linnti ekki sprettinum, fyrr en allt var komið í hvarf, sem minntí ó þessa viðurstyggð eyði- leggingarínnnr. Þá dró hann andann léttara og fór á rólegu góðtölti það sem eftir var leið- arinnar heim að Þverhamri. Þar var allt frjálst, enn sem komið var. Sumarið var kalt og sólarlít- ið. Við hverju var lika að búast? Þórgrímur á Þverliamri trúði á landvættirnar, á sina vísu. Fyrir hann var land og lýður ein lif- andi heild — friðsæll blettur jjessarar órólégu jarðar — griðastaður manna, sem á sinni tíð flýðu ofríki og órétt. En á siðustu áratugum höfðu afkom- endur þessara frjálsbornu manna sjálfir undirbúið eyði- legginguna með þvi, að seilast eftir útlendum hégóma og hrópa út um lönd gæði ættjarðar sinn- ar — fiskignægðina umhverfis strendur landsins, fossa-aflið, ónumin fjöll og óunnin rækt- unarlönd. Nú sást árangurinn af gali þeirra og gorti — svikum þeirra við land og þjóð. Nú vissi allur heimurinn um að ísland var til og var gott og fagurt land. Hvað lá á þvi, að tilkynna allt þetla, meðan heimurinn var eins bandóður og hann var nú? Nær hefði verið að dylja — dylja vex-ðmæti láðs og lagar, sem skaparinn hafði gefið þjóð- inni og hún hafði búið við i meira en þúsund ár. — Þór- grímur trúði á Ragnarökkur — á sinn liátt. Einhverntíma mundu þeir fá nóg af því að bei'jast, í’eka endahnútinn á öll ósköpin, og semja alheimsfrið. Þá var tími til kominn að lieim- urinn fengi að vita að hér var land og þjóð, sem gat lifað og dafnað í friði og blessun guðs, án vopna og vígabi’aks. Þá mátti og átti landinn að sýna heimin- um, hvað hér liafði upp vaxið af friði og farsæld fx’jálsra manna, sem töldu striðið með öllum þess djöflatækjum til- lieyra villimannlegri forlíð mannkynsins. Sjá — hér er fi-jáls þjóð í fi-jálsu landi, sem öldum sarnan hefir ekki lyft vopni, né tekið neitt ránshendi. Hér getur bai’áttuþreyttur heim- urinn séð fyrirmynd friðarrikis- ins á jörðu. Já — svona liefði það átt að vera og getað verið, ef ekki hefði verið stefnt í öf- uga átt — ef eklci hefði verið til ólánsmenn, sem sviku land sitl og þjóð i hendur æðisgenginnar veraldar nxeð hégómlegu gali og fleipri um allt, sem guð hafði gefið þeim og geymt.hér á þess- ari blessaðri úthafsey. Já — svo villtir og forhertir voru sumir, að þeir óskuðu þess að útlendir megindjöflar legðu undir sig landið — trúðu á firrur þeirra og fólskui’áð eins og heilagt ev- nngelíum. en spottuðu guð og alla góða hluti. „Ekki var að fui’ða, þó á kæmi snurða.“ Eitthvað á þessa leið liugsaði Þórgrímur bóndi. Hann var þögull að vanda, og talaði ekki um áhyggjur sínar við neinn, en liugsanir lians brutust fram, eins og elfá i vexti, á meðan liann gegndi gamalkunnum og hugumkærum störfum. Þegar hann sat á sláttuvélinni sinni, sá liann naumast döggvotl gi’asið, sem féll og lagðist fagurlega fyrir fætur hans. Og það var gott, hve vanir og vissir þeir gráu voru, sem gengu fyrir vél- inni. Það var sem þeir væru eitt með lienni, ekkert haggaðist, þó að sláttumaðurinn væri þungt hugsandi. Hann var líka eins og samvaxinn hestum sínum, vél- inni og stai’finu og gætti, í raUn og veru alls, þó að liugurinn færi hamförum um lönd óvissu og uggs og dæmdi sina dóma um lönd og lýði —- og dæmdi þá fyi-st og fremst sina eigin þjóð. Þórgrimur Þórisson hafði aldrei kvikað af vei’ði skyldunn- ar — ekki lieldur nú. Og hann undraðist ekkert, að sumarið skyldi vera kalt og regnið gráta þungan hvernig komið var. Stundum flaug honum i huga höfðinginn Torfi i Iílofa, er leit- áði uppi fagran dal í óbyggðinni og flutti þangað með allt sitt — menn og. málleysingja og kom ekki aftur til byggða, fyrr en pestinni var lokið — plágan lið- in hjá. .Tá — það vav nú á þeim dögum. En nú var öldin önnur. Nú var ekki lengur bægt að dyljast á öræfum uppi. Menn- irnir höfðu lagt undir sig loftið, sem tilheyi’ði guði einum og framliðnum sáhun, er flugu héð- an auk blessaðra fuglanna, sem skaparinn sjálfur hafði gef- ið vængina. Nú var maðurinn ekki fremur óhultur í dýpsla öræfadal, en á flatneskjunni, þVí að ránsauga flugvélai’innar leit- aði liann uppi, hvar á jörðu, sem hann var staddur. Æ, svo var það nú þetta — að hann Þórgrím langaði ekki sérlega rnikið til þess að yfirgefa bæ sinn og kirkju — fara í felur — flýja. Eklci að vita, að hann hefði tekið upp ráð Torfa sýslu- manns, þó að nú engin flugvélin hefði verið til. — Eitt af því svívirðilegasla, sem stríðið kom til leiðar var þetta: að frjálsir menn skyldu þúsundum og milljónum saman lilaupa i loft- varnabyrgi cins og rottur i holu. Já — nú var djöflinum dillað, það mátti segja. Ekki svo að skilja, að Þórgrimur Þórisson hefði nokkru sinni trúað bein- línis á djöfulinn persónulega t“ij nú kom Jiugmvnd þans og heiti sér verulega vel, til að tákna alll það illa, æðisgengna og fláráða, scm uppi óð á ]xess- ari vesalings jörð. Það var engu líkara en að meiri liluti mann- kyns væri djöfulóður. Jafnvel hingað á þessa friðsælu útháfs- ey hafði ófriðurinn tyllt tánni — og hver vissi svo hvað á eftir mundi koma? Enginn. En — þó að loflið yfir Islaiidi yrði svart af flugvélum, þá skyldi djöfullinn aldrei Iilæja að því að Þórgrímur Þórisson hlypi i felur — nei og aftur nei. Ef hann átti að farast í ósköpum ófriðar- ins, þá skyldi hann þó, að minnsta kosti deyja sem frjáls maður undir berum himni. Jafnvel þó að blessuð litla kii-kj- an hans stæði opin skyldi hún aldrei sjá hanii koma hlaupandi og hræddan inn undir hvelfingu sína. Þvi lofaði hann sjálfum sér. Allt af fjölgaði í skákinni. Er- lenda setuliðið var orðið eins mai’gt og landsmenn sjálfir — eða fleira. Þórgrímur á Þver- hamri forðaðist að 'koma ti! höfuðstaðax’ins. Hann hafði fengið nóg af því í síðustu Reykjavíkui’-ferðinni að sjá ís- lenzkar stúlkur brósandi og glaðai’ í fylgd með brezkum her- mönnum og heyra börnin babla við þá allskonar vitleysu. — Guði sé lof að hann átli enga dóttur í Reylcjavík — tvær voru giftar góðum bændum og sú yngsta var ennþá heima — ekki var liann hræddur um hana. Sólveig lilla Þói’gi’ímsdóttir var enginn útlendigámatur. Og syn- ir hans tveir líktust í Þverham- ars-ættina — voru föður sínum hjartanlega sanunála um að loka sig algerlega úti frá erlenda hernum. Og ekki brást hún Ás- geiður honum, fremur en endranær. Hún fór sjálf alll, er þurftí út af bænum, svo að kaupakonurnar þyrftu ekki að verða á vegi Bi’etanna. Það var ekki mjög hætt við því að hún sleppti þeim út í ólánið, jafnvel þó að þær sjálfar vildu það vit- lausar. Hún Ásgerður liafði nú ráðið öðrii eins um dagana. Hvað kaupamennina snerti, þá mokaði hann, Þórgrimur hús- bóndi þeirra, i þá tóbaki og vindlingum eftir vild — og sagði að þeir skyldu sjálfa sig fvrir hitta, ef þeir keyptu eitt einasta tóbakslauf af litlending- ununi. Það væri hreinn óþarfi á meðan þeir væru hjá honum. — Þannig leið nú tíminn. Ivvöld eitt í ágústmánuði fundu þeir Björn og Þórir, synir Þórgrims hónda ungan hermann

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.