Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ meðvitundarlausan, rétt þar sem brautin heim að Þverhamri liggur út af þjóðveginum, bif- hjólið hans var þar hjá, eitthvað laskað. Hann lá þarna alveg meðvitundarlaus og skrámaður á böfði. Þeir bfæður tóku var- lega á honum og'fundu að ann- ar handleggur hans var brotinn. Svo litu þeir hvor á annan og síðan á stóra heybílinn sinn, sem stóð þar hlaðinn á veginum. „Við verðum að reyna það“ — mæíti Björn, lágt en ákveðið. — „Það er lang stytzt heim til okk- ar og simi, svo áð læknirinn get- ur komið undireins, ef hann er lieima.“ Svo ruddu þeir i snatri efstu böggunum af bifreiðinni sinni og lögðu enska liermann- inn varlega ofan á baggana, sem eftir voru, og óku heim. Þórir þaut beint inn að simanum og bað héraðslæknirinn að koma, — lil allrar hamingju var hann heima og átti lika bifhjól, éins og það, sem lá brotið niður við þjóðveginn — honum var óliætl á sínu, en þessir veslings her- menn virtust alveg óvanir, sum- ir hverjir, og voru allt af að meiða sig og deyða á vegum, sem voru ólikir ölln því er þeir böfðu áður þekkt. Því næst símaði Þórir til bóndans, sem næstur bjó herbúðunum austur frá — þaðan mundi pilturinn hafa komið og verið á leið til höfuðstaðarins — og bað hann að tilkynna slj'sið og hvar mað- urinn væri nú. — Læknirinn kom — þá var sá enski raknaður úr rotinu og feginn aðhlynningu. Læknirinn balt um handleggsbrotið og bannaði sjúklingnum að hreyfa sig næstu dagana. Hann bafði fengið talsverðan heilahristing. „Hér er gott að vei-a og eg skal líla inn við og við — fólkið gott og gestrisið. Það kostar ekkert að meiða sig nærri íslenzkum bóndabæ. Bless! Eg þarf lengra, en eg kem á morgun.“ Og hann var þotinn. Seinna um kvöldið, Jiegar Þórgrímur bóndi kom innan frá Heiðardrögum, þar sem hann hafði verið að Iieyja lauf með annari kaupa-konunni og ung- lingspilti — fann hann einkenni- lega lykt á móti sér um leið og hann kom inn i húsið. Drottinn minn. Hafði nú einhver heimil- ismannanna slasast? — Þarna var Ásgerður — þarna Sólveig — og bræðurnir höfðu verið úli við hlöðu að ryðja bílinn. Anna kaupakona? — Nei, þarna kom liún. Hvað var að — ]>ví sagði engin neitt? — Þá kom Ásgerð- ur fast til hans: „Bræðurnir fundu slasaðan mann — Eng- lending, Hann er þarna inni i gestaherberginu. Læknirinn er búinn að binda um beinbrotið — en bann verður að liggja liér — í nokkura daga að minnsta kosti. Þórgrímur þagði og fór inn í baðklefann að ræsta sig. — Ojá, það var J>á svona komið einn þeirra kominn undir lians J>ak og átti J>ar að dvelja — eitt- hvað. Hver vissi hvað lengi? — Ójá. Þorgrímur vissi ekki fyrri en hann hafði lien t af sér hverri spjör og var kominn undir steypuna. Vatnið streymdi yfir hann , svalandi og styrkjandi. —- Gestníðingur skyldi hann aldrei verða — en — en. Hann lokaði i snatri fyrir vatnið, þreif snarpa baðhandklæðið sitt, og var ekk- erl sérlega mjúkhentur á sjálf- um sér. Svo klæddi hann sig i snatri og fór inn í eldhús að borða. Siðan flýtti hann sér úl — lyktin af svæfingarmeðalinu, sem Iæknirinn hafði notað var um allt húsið og henni fylgdi einhver dulin óró, sem sást á heimilsfólkinu, ef vel var að gáð, þó að það lélist allt vera rólegt. Þorgrími fannst hann sjá vþetla vel — og finna. Það lá við, að hann fengi ömun i sinu eigin fólki. Þarna sat Ásgerður við rúmið hans — þorði ekki ann- að og Irúði sjálfri sér bezt að vanda. Það var nú líka rétt —; hárrétt. En var það ekki nóg? — svo hefði nú átt að vera. En það var nú ekki rétt að svo væri. Sólveig þaut léttfætt úr einu i annað og bræður hennar litu við, i hvert sinn, sem gengið var um stofuna og herbergið — að hann nú ekki néfndi kaupa- konurnar — það var cins og þær væru allt í einu orðnar allt aðrar manneskjur — gerbreytt- ar. Eitthvað nýtt og háspennt i hverju þeirra spori og tilliti. Æ, svei svei! Jafnvel Doddi litli, vikapilturinn úr höfuðstaðnum, var á gægjum — í laumi, því að hann var kurteis og vildi ekki láta sjá það. En Iiann var á gægjum samt. Æ, svei og aftur svei! Kvöldgolan svalaði kinnum bóndans þegar hann kom út og honum varð lmghægra, þegar hann leit yfir land sitt. Þar var allt með sin'u gamla lagi. En rétt í því að hann var að hugga sig við þelta, ,sá hann livar kaupa- mennirnir. komu fyrir Bæjar- hamarinn með seinasta heyæk- ið. — Ofan á því lá eitthvað og glampaði við kvöldsól — bif- hjólið! Hyaða erindi átti það nú heim að Þvei’hamri? Var ekki nóg að hafa riddarann, þó að reiðskiótinn væri látinn eiga sig? Það skyldi maður nú halda. Þórgrímur gekk austur trað- irnar í áttina til kirlcjunnar, hann ætlaði sér að vera horfinn þangað inn þegar kaupamenn- irnir kæmu í lilað. Hægt og varlega opnaði hann kirkjuna sina og lokaði henni á eftir sér. Svo gekk liann rakleitt inn með krók-beltknum til hægri og settist innst í bann, að vanda. Ojæja — ojæja, sagði hann lágt, studdi öðrum olnbog- anum fram á bak næsta bekkjar og böfðinu i hönd sér. O — jæja þá. Svo leit liann inn í kór- inn upp á altaris-töfluna og varp öndinni, eins og liann væri að létta einhverju af sér. Nokkra slund sökkti hann sér ofan i mynd frelsarans. Nei — það var ekki vandi að sjá hvað hann vildi vera láta. Þeir höfðu svo sem breytt rélt drengirnir lians —- verið þessum vesalings út- lendingsóvita miskunnsamir Samverjar — hverjar sem af- leiðingarnar áttu að verða, Jájá — og hvað var þá hægt að segja? Ekkert — nei ekkert. Þórgrim- ur strauk hendinni í gegn um hár sill, studdi henni síðan und- ir vangann á ný, og sat, sem í draumi — hvíldist, eftir hina áköfu geðshræringu, sem koma þessa útlenda sjúklings hafði vakið. Nú var liann búinn að átta sig og ætlaði að hlýða, Aldrei brást það, að hér var hvíld að fá. Einmitt þarna á þessum litla bekk frammi við dyr, það var sem auðmjúkur friður og undirgefni fylgdi því að setjast þarna — þar sem smæztu smælingjarnir höfðu áður átt sér athvarf, á meðan mannamunur var í kirkju ger. Þaðan gat kirkjubóndinn horft og spurt: — var það rétt — eða ekki rétt? Hvað á eg að gera? Lausnari minn, sem allar gátur leysir — leys þú minn vaifda. Þannig hafði Þórgrímur Þóris- son löngum spurt og beðið, öllum óséður — og ætíð fengið svar. Það var sem Kristsmyndin í kirkjunni lians væri hans eigin samvizka og æ.tti svar við öllu, smáu sem slóru —= og frið hjart- anu til handa þegar stormar heimsins höfðu æst bylgjur blóðsins upp frá grunni svo að það skalf við átökin. Þarna var frið að finna — frið og sátt, við allt og alla. Einhverjum hefði nú máske fundizt eðlilegra að sá, sem leita vildi friðar í kirkju sinni, hefði kropið niður inni við gráturaar og flutt bæn sína þar. En Þór- grimi hafði fundizt það nánast ofmetnaður og helgispjöll. Alt- arið og gráturnar voru til þess að koma þangað á helgum degi. Aldrei mundi þessum íslenzka kii’kjubónda hafa til hugar komið að ganga alla leið inn að gi’ótunum, krjúpa þar og gei*a bæn sína, eins og hver annar farandprédikari. Úr litla krók- bekknum sínum sá hann allt, sem hann þurfti og vildi sjá og þar var gott að vei’a. Ekkert yfir- læti í því að setjast þar og biðja um leiðsögn í vandamálum. lifs- ins, hver svo sem þau voin. Sumarið var liðið og haústið færðist yfir, fagurt og gott haust — þó undarlegt væri. Útlendi pilturinn var löixgu horfinri frá Þverhamri. Allt liafði gengið að óskum nxeð bata bans og bann virtist liverjuiri manni vel þenn- an tíma, sem hann dvaldi þai’. Svo hafði hann fai’ið i friði — kvatt kong og prest morgunn einn er félagi hans, bifreiðar- stjóri kom að sækja hann og brotna bifhjólið. Þorgrimur bóndi hafði ekki verið heima og gesturinn hafði snúið sér til Ás- gerðar húsfreyju og viljað fai’a að bauga í bana peningum. En hún hristi böfuðið og ýtti þeim frá sér. Hvað gerði útlendingui’- inn þá? Eitt augnablik stóð hann þögull og hikandi, svo þreif hann báðar liendur liúsfreyj- unnar og kyssti þær með ákefð, og þegar hann leit upp voru augu hans full af tárum. Síðan herti hann sig upp og kvaddi að hei’manna sið. — Ojæja. — Mennirnir voru vist menn og dálítið svipaðir hver öðrum svona undir niðri, livar á jörðu sem var. Þói’grímur bóndi hafði ekkert út á framkomu enska piltsins að setja og nú var liann farinn. En var þessu lokið með því? Nei — því var nú ver og miður, að öllu var ekki lokið — að því er virtist. Það var þetta, með hana Sólveigu dóttur lians. Hún var ekki sú sama og áður. Allir aðrir virtust mjög hinir sömu sem áður en enski piltur- inn kom. En Sólveig var það ekki, það var Þórgrimur bóndi viss um. Dag og nótt hugsaði hann um það saxna, dag og nótt þjáðist hann og spui’ði, án af- láts, hvort að skapari alls ætlaði vissulega að leggja þá byrði á liann, að Sólveig hefði fellt hug til erlends manns, er aðeins hafði dvalið urn stundarsakir á heimilinu. Fyr mátti nú vera. Hún Sólveig. Nei — það var ó- mögulegt. Og þó var hann viss um að hún vai* eitthvað breytt. Þórgrimur bóndi vann á við tvo og þrjá, og þó gat hann ekki sofið. Sólveig var eitthvað breytt. Og hann gat ekki imynd- að sér neina orsök aðra en dvöl þessa unga Breta. Víst var liann glæsilegur piltur og prúður — ekki varð þvi neitað. En að hún Sólveig. — Nei, það var alveg 6-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.