Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 14.06.1942, Blaðsíða 8
8. “ SÍI»A\ ; Eitt einkennilegasla happ- 'drætti, sem fram fer í heimin- um nefnist „Nenana isliapp- drættið“ og hefir það aðsetur sitt i borginni Nenana í Alaska Þátttakendur skipta þúsund- um og reyna þeir að geta sér til upp á dag, klukkustund og mín- útu hvenær ísa fer að leysa af Tanana-fljóti, sem rennur í yukon-fljót. Hver „happdrættis :miði“ kostar einn dollar og •sumir kaupa marga. Eyrsta „íshappdrættið" var Iháidið árið 1917. Þá fór fljótið að ryðja sig með hraki og hrest- um kl. nákvæmlega 11.30 árdeg- is þ. 30. apríl. Dagurinn, sem fljótið ryður sig, er alltaf merlc- isdagur í lifi þeirra, sem húa inni í landi, þvi að þá geta venjulegar samgöngur liafizt eftir ám og vötnum í landinu. Það er svo hálent og ógreitt yf- irferðar, að árnar mynda aðal samgönguæðarnar víðast hvar og sumsstaðar þær einu. Þúsundir „happdrættismiða“ eru seldir árlega, svo sem sjá má af því, að 12. mai 1937 vann leigubílstjóri í Fairbanks, Mer- win Anderson, 70.000 dollara fyrir einn dollar. „Tíminn“ er tekinn nákvæm- lega með þvi, að þrífótur er sett- ur út á ísinn hjá Nenana, en vír- slrengur liggur frá honum upp á hakkann og er feslur í klukku þar. Vírimi er slakur, en þegar ísinn hefir færzt til vissa vega- lengd, strekkist á honum og stöðvar hann þá klukkuna. Jafn- framt er þetta úthúið þannig, að vírinn setur eimflautu í gang og vita þá allir bæjarhúar hvað gerzt hefir. Fljótið hefir rutt sig fjórum ■sinnum þ. 11. maí og þrisvar þ. 30. apríl. Einu sinni hefir j>að rutt sig 26. apríl, en aldrei fyrr. Sá, sem hefir sagl til um rétla mínútu, fær öll verðlaunin, en ef tveir eða fleiri eru jafnir, er þeim skipt. Ef enginn er á mín- útunni, vinnur sá sem næstur er. • I Hollywood er Sögð saga af leikara einum, sem átti nokk- urri hvlli að fagna um t'íma, en gekk svq æ verr el'tir því sem lengra leið. Fór svo að lokum, að hann, kona hans og barn, áttu hvorki í sig né á. Þá fór leikar- VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Bætnr Rætur þykja víst ekki fallegar, því að oft eru ill- kvittnislegir menn kallaðir rótarleg- ir. Þetta er þó rangur saman- burður, því að á rótunum lifir gróðurinn og yerður þeim mun stærri og vaxtar- meiri sem ræturn- ar eru lengri. En stundum sjáum við fallin tré á förnum vegi og ræturnar teygja sig þá til himins i stað þess að grafa sig niður í jörðina. Þetta er ranghverfan í líf- inu, og þetta er í eina skiptið sem rætur eru ekki fallegar heldur ekki að tilætluðum notum. og koma inn til leikhússtjóra eins og bað hann ásjár. „Eg skal fremja sjálfsmorð á leiksviðinu hjá yður,“ sagði leikarinn, „og þá getið }>ér selt innganginn svo dýru verði, að þér verðið auðkýfingur á því. Eg set aðeins upp, að þér leggið 25.000 dollara i banka á nafn konu minnar.“ „Stórkostlegt! Ágætt!“ liróp- aði leikhússtjórinn. „En — livað takið þér fyrir endurtekn- ingu?“ • „Læknirinn kvaðst geta á- byrgst það, að eg gæti gengið norður i land eftir tvær vikur.“ „Iívernig fór?“ „Eg hefi orðið að selja bílinn minn.“ „Hefir hann mikið að gera?“ „Já, það getur þú bölvað þér upp á. Þegar menn koma til hans, sem eru heilbrigðir, þá segir hann þeim það!“ • Ungum manni af góðum ætt- um var einu sinni boðið til te- drykkju í Hvita húsinu, þegar Calvin Coolidge var forseti, en hann var orðlagður fyrir þag- mælsku. Ungi maðurinn gorlaði af því við vini sína, sem þarna voru, að hann skyldi geta feng- ið forsetann til að spjalla við sig, þótt blaðamönnum tækist það ekki. Hann gekk því til Coolidgc og sagði glaðlega: „Herra forseti, eg hefi veðjað um það, að eg geti fengið yður til að segja a. m. k. þrjú orð.“ „Þér tapið,“ svaraði Coolidge. • „Á maður að koma í sam- kvæmisfötum, eða get eg verið í mínum eigin?“ • Það hafði verið gerður hol- skurður á íra einum og þegar hann vaknaði var hann í stofu með nokkrum mönnum öðrum. „Guði sé lof að þetta er búið,“ var það fyrsta, sem hann sagði. „Verið ekki of viss um það,“ svaraði maður i næsta rúmi. „Þeir gleymdu svampi, þegar þeir skáru mig og urðu að opna mig aftur.“ „Já, þeir urðu líka að fara aft- ur inn í mig,“ tók maðurinn hinuiii megin við írann til máls. „Þeir gleymdu einhverjum verk- færum inni í mér.“ Hann hafði varla sleppt orð- inu, þegar læknirinn, sem hafði framkvæmt aðgerðina á íran- um, rak höfuðið inn í herbergið og kallaði: „Hefir nokkur séð hattinn minn?“ frinn féll í öngvit. Prestur er að halda ræðu: „Já, bræður og systur,“ segir hann, „það er til helvíti; en -—“ (tekur úrið sitt upp úr vasanum og lítur á það) „við skulum elcki fara-út í það núna.“ • Lögfræðingar þurfa að vera hagsýnir menn. Monsieur Girard — ungur lögfræðingur um miðbik 18. aldarinnar, var ákaflega hreyk- inn af lögfræðilegum sigrum sínum. I bvert sinn er hann vann mál, fór hann til föður sins, sem einnig var lögfræðing- ur og las honum sigurrollu sína. Svo bar það við dag einn, að erfðamál nokkurt, sem staðið Iiafði í tugi ára, varð leyst — vafalaust fyrir málaflutning Girard’s. — Ilrifinn af jæssum stórkostlega sigri sjálfs síns fór hann að vanda inn til föður síns, sagði honum allan gang málsins og mælti að lokum: „Þetta býst eg við að fáir leiki eftir mér.“ „Nei, sonur sæll, svo vitlaus hefði enginn verið nema þú.“ „Hvað áttu við?“ spurði son- urinn og starði forviða á föður sinn. „Eg á við það, að þú sért fifl. Málinu, sem þú stærir þig ai að hafa leitt til lykta, kom eg af stað. Fyrir þetta mál varð eg rikur, fyrir það kvæntist eg henni mömmu þinni, fyrir það korn eg þér til mennta og því á eg að þakka, að mér hefir lið- ið sómasamlega mestallan minn aldur. Og svo eyðileggur þú þetta allt í einni svipan — aula- bárðurinn þinn.“ • Jónas hætti sér inn á skrif- stofu forstjórans og fór fram á ofurlitla kauphækkun. Vinnið þér nú það mikið, að þér eigið skilið að fá hækkuð laun yðar? spurði forstjórinn. Jónas leyfði sér að halda fram að svo væri. Við skulum nú at- buga það dálítið nánar, sagði forstjórinn. Það eru 366 dagar i þessu ári, er það ekki? • ' Jú. Þér sofið 8 klukkutíma á sól- arhring, það mun vera einn þriðji af árinu, eða 122 dagar. Eftir verða 244 dagar. Já. Þá hafið þér 8 tima fri á dag, það eru aðrir 122 dagar, sem dragast frá'og eftir verða nú 122 dagar. Jónas fór að verða órólegur. Sunnudagana vinnið þér alls ekki, hélt forstjórinn áfram, þeir eru 52, og nú verða eftir 70 dagar. Og á laugardögum vinn- ið þér aðeins fram að hádegi, hafið því 52 hálfa fridaga þar, eða nlls 26 daga. Svo nú verða aðeins eftir 44 dagar. Já, þegar maður reiknar það þannig-------------- Hafið þér svo ekki 14 daga sumarfrí ? Því gat Jónas ekki neitað. Þá eru aðeins 30 dagar eftir, en þar frá dragast 9 helgidagar, sem koma á virka daga. Eftir eru nú 21 dagur. Hm----------já. Þér hafið verið veikur i 5 daga á árinu og nú vérða 16 dagar eftir. Þér hafið klukku- tíma matarfrí á dag. Það verða alls 15 dagar á ári. Eftir verður aðeins 1 dagur, og það er af- mælisdagurinn yðar, en þann dag fenguð þér frí. Jónas læddist hljóðlega út um. dyrnar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.