Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ aralið hafði sézt í námunda við bóndabæ Garretts eftir hádegi þenna sama dag og það voru nokþrir í nágrenninu, sem vissu um fylgsni Booths. En það, sem var verst af öllu var, að hann var farinn að glata trúnni á hina ódauðlegu frægð, sem hann hafði ætlað að vinna sér. Hann hafði ekki orðið þeirrar hjálpar aðnjótandi, sem liann hafði vænzt af Suðurrikjamönn- um, er voru búsettir meðfram þeirri leið, sem hann ætlaði að fara á flóttanum. Þeir, sem hann hafði leitað til, höfðu neitað að skjóta yfir hann skjólshúsi, enda þótt þeir væru fúsir til þess að gefa honum mat og lána hon- um fréttablöð til lesturs, og kæmi ekki upp um hann. Booth og Herold höfðu nú verið 11 daga á flóttanum og höfðu jafnan orðið að hafast við undir berum himni. Booth hafði þjáðst af hitasótt mestan hluta flóttans. Hann staulaðist áfram á hækjum, sem hann hafði búið til í flýti, og kvaldist af sárs- auka. 1 fyrstu hafði hann haft svo mikinn sársauka í fætinum, að hann gat ekki stigið á hak hesti, en er honum hafði aukizt svo afl, að hann gat þetta, þá var leitin orðin svo áköf, að þeir fé- lagar tóku það ráð, að skjóta hestana, til þess að þeir kæmi ekki upp um þá með því að hneggja, er riddarar væri á næstu grösum. Eins og áður getur fékk Booth blöð að lesa hjá ýmsum bændum og þar gat hann lesið hversu illa samsærið hefði verið fram- kvæmt. Það hafði bjargað lífi Sewards, að læknarnir höfðu sett stálhring um hálsinn á hon- um, til þess að styðja kjálkann, sem hafði brotnað í ökuslysinu. Ekkert blaðanna minntist með einu orði á árás Surratts á Grant hershöfðingja. Það staf- aði ef til vill af því, að vagns hans hefði verið of vel gætt. Undankoma hans sjálfs hafði verið alveg ævintýraleg. Stjórn- in hafði verið ótrúlega lengi að hefja eftirförina. Eins og Surr- att hafði lofað var ritsimasam- bandið út úr bænum slitið fyrstu tvo tímana eftir morðið. Ef til vill höfðu vinir Surratts verið hjálplegir að einhvei'ju öðru leyti líka. Booth hafði sagt Surr- att, að hann mundi fara yfir brúna hjá skipasmiðastöð flot- ans. Varðmennirnir höfðu látið hann fara leiðar sinnar, er hann hafði sagt til nafns sins og gefið upp einhverja lélega afsökun fyrir að vera svo seint á ferli. Það var alveg eins og þeh' hefðu átt von á honum. En nú var allt landið í upp* námi vegna leitarinnar. Vinir Boöths höfðu verið handteknir — móðh' Surratts, Paine og At- zerodt. Sambandsstjórnin liafði heitið þeim 50.000 dollara verð- launum, sem næði aðalmannin- um í þessu viðtæka samsæri. Hann Ias um það í blöðunum, að menn hefði verið barðir og jafnvel hengdir fyrir ekki meiri sakir en að segja, að Lincoln hefði átt skilið að hljóta þenna dauðadaga, að lýður, sem eirði engu, leitaði í sifellu að mönn- um, er væri þekktir að vináttu við Suðurrikin og að húsakynni blaða, sem hefði veríð andstæð forsetanum, hefði verið brennd. „The National InteIIigencer“ hafði ekki birt ávarp það, sem Booth hafði sent ritstjóranum. Hann varð æfareiður, er hann sá að hann var settur á bekk með venjulegum morðingjum. Þ. 23. apríl hafði hann skýrt málið á nýjan leik í dagbókinni sinni — svo að menn gæti kynnt sér af- stöðu hans, ef hann yrði skotinn og dagbókin fyndist: „Eg er hundeltur um skóga og mýrafláka og get hvergi leitað mér skjóls. Og fyrir hvað? Fyrir það sama, sem Brutus var heiðraður fyrir að gera — það sem gerði Vil- hjálm Tell að hetju, og samt er eg settur á bekk með ó- breyttum morðingjum. Eg ætlaði mér ekki að hagnast á þessu og Lincoln hafði ekki gert mér neitt i'angt til. Eg vann þetta fjTÍr land mitt og fyrir það eitt. Þjóð, sem liafði verið kúguð, óskaði einskis annars en þessa og sjá nú, hversu kuldalega hún þakkar mér fyrir það.“ Booth hafði vonazt til þess, að verlc hans mUndi verða til þess að blása nýjum krafti í Suður- ríkjamenn, en sú von varð að engu þann 24. apríl, þegar her Johnstons — eini her Suður- rikjamanna, sem var einhvers megnugur — gafst upp fyrir Sherman. Þá sá hann, að dauði Lincolns hefði engin áhrif — nema ef til vill í þá átt, að fylla Norðurríkjamenn meiri lieift og hefnigirni — og auka völd þeirra inanna, sem höfðu verið andstæðingar þeirrar stefnu Lincolns, að sýna Suðurrikjun- um mildi og drengskap. Honum hafði ekki einungis misheppnast að gera föðurlandi sínu gagn, heldur hafði hann þess i stað gert því hinn mesta óleik. Nú fór hann loks að líta á sj:álfan sig sömu augum og aðrir lands- menn gerðu — sem heimskingja og morðingja. Og í hlöðu Garr- etts fann hann það á sér að Fyrir nokkru fór frú Chiang Kai-shek, kona kinverska forsæt- isráðherrans, í heimsókn til Indlands. Hér sést hún (til hægri) á- samt Vijaya Lakshomi Pandit, systur Indlandsleiðtogans Pandit Nehru. hefndin mundi nú ekki langt undan. Miðvikudaginn 26. apríl, kl. 2 e. miðn. ootli lirökk upp með and- fælum. Hann lagði við hlustirnar, er hann heyrði grein hrökkva í sundur í myrkrinu fyrir ulan lilöðuna. Einhver bölvaði í hljóði, en svo heyrðist önnur rödd, sem gaf skipun um að allir skyldi hafa hljótt um sig- Nú voru endalokin nærri. Booth gat ekki Iátið sér til hug- ar koma, að láta fara með sig í böndum til Washington, þegar 20.000.000 manna heimtuðu að hann yrði tekinn af lífj. Hann minntist þess, er hann sá líkama John Browns sveiflast fram og aftur í gálganum i desember forðum. Þá var betra að deyja þegar í stað fyrir eigin hendi. Hann tók i öxlina á Herold. „Þeir eru komnir, David,“ sagði liann. „Hlaðan er um- kringd.“ Það mátti nú greinilega heyra mannamál að utan. Einhver að- komumanna sparkaði af afli miklu i hlöðuhurðina. „Vaknið þið þarna inni!“ var hrópað úti. „Það er til einskis fvrir ykkur að reyna að verjast. Opnið hlöðuna og kom- ið út óvopnaðir!” Liðsforingjarnir fyrir utan biðu eftir svari nokkrar minút- ur. Þeir heyrðu mannamál innan úr hlöðunni, en enginn svaraði kröfu þeirra um uppgjöf. Loks- ins var hlaðan opnuð og Herold kom einn út. Hann fór að gráta eins og móðursjúk kona,er hann var leiddur á brott. Um leið sást daufur bjarmi innan úr hlöðunni og þaðan heyrðist snark og brak. Logarn- ir læstu sig með ægilegum hraða eftir skraufþurrum viðunum og voru komnir upp undir þak áður en varði. í bjarmanum af bál- inu sá Booth hring Iiermanna umhverfis hlöðuna. Þeir voru með byssurnar viðbúnar, ef ein- hver leitaði útgöngu úr eldliaf- inu. Þetta var síðasta mikla augna- blikið í lifi hans. Hann varð að %nda ævi sina á jafn glæsilegan bátt og Macbeth hafði gert, og Hamlet — og Othello. Hitinn var að verða óþolandi. Hann hörfaði undan logunum og studdist við hækjurnar. Nú mátti Iiann ekki Iáfa neinn bil- bug á sér finna. Það var belra að bíða skjótan dauðdaga fyrír þeirri hendi, sem hafði orðið Lincoln að bana og þar með breytt örlögum heillar þjóðar, en að láta Norðurrikjaþorpara skjóta sig eins og hund. Ilann þreif um hið fágáða skefti skammbyssunnar og um leið heyrði hann hljóð að baki sér. Einhver hermannanna spennti byssu sina og hljóðið yfirgnæfði snarkið í eldinum. Hann snérist á hæli og sá byssu-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.