Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 1
wmm 1042 Sunnudaginn 28. jiiní 19. blad Viðtal við Þorstein Jónsson í Laufási Sex fískar í hlut á heiíli vertíð SJÓMANNALÍF í VESTMANNAEYJUM PYRIR OG UM ALDAMÓTIN SÍÐUSTU. y~f.-.'.-'vý'vx-.-y.-.' ¦ ' Ef litið er yfir sögu Vestmannaeyja síðasta mannsaldur, getur ekki hjá því farið að maður reki augun í nafn Þorsteins Jónssonar i Laufási, sem ekki var aðeins einn allra duglegasti og aflasælasti formaður Eyjaskeggja, heldur einn af framsýnustu og dugmestu umbótamönnum, sem Vestmannaeyjar hafa haft á að skipa á síðustu áratugum. Þorsteinn er fæddur að Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum 1U. okt. 1880. Á þriðja aldursári fluttist hann með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og þar hefir hann alið aldur sinn upp frá þvi. Hann hefir verið formaður á bátum í H ár, en er nú seztur í helg- an stein. Hann átti frumkvæði að notkun neta og vélbáta við Vestmannaeyjar, en það hvorttveggfa markaði timamót í framfara- og menningarsögu Eyjaskeggja. Hann gerði mjög veigamiklar athuganir á sjómælingum við Vestmannaeyjar og fékk því til vegar komið, að siglingaleiðir umhverfis eyjarnar voru mældar upp að nýju og sjókortum gj'ör- breytt. Þorsteinn hefir gegnt mörgum opinberum störfum í þágu kaupstaðarins og gerir það enn. Hann hefir og verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Tíðindamaður Vísis sótti Þorstein heim að Laufási og spurði hann margs frá liðn- um dögum — dðgunum, sem nú eru að hverfa i gleymskunnar djúp. Varð Þorsteinn vel við, og birtist hér í eftirfarandi viðtölum ýmislegur gamall fróðleikur, einkum úr sjómanna- lifi Vestmannaeyinga á síðustu áratugum síðustu aldar. liíjs Fyrri hltiti. Fátækt. „Foreldrar mínir bjuggu í tómthúsi," segir Þorsteinn. „Þau voru fátæk — en það voru líka flestir Vestmannaeyingarn- ir i þá daga. Fólkið var fram- takssamt og duglegt, en það var með herkjum að það ynni fyrir lífsviðurværi sinu, og þó vann það baki brotnu frá morgni til kvölds, ár og síð. Það var aðeins á sunnudögum sem það var ó- fúst að vinna. Árin næstu eftir að eg fæddist, voru harðindaár i Eyjum. Fólk- ið var fátt, eða eitthvað um 200 manns, en þá þótti það ekki neitt tiltölumál, þótt farið væri að sjá á hinum og þessum af harðrétti og skorti. Þá voru fiskleysisár. Nú, en ef eitthvað veiddist, fitnaði fólkið aftur. Það var þá ekki siður að kvarta — enda þýðingarlaust." „Hvað var aflahlutur þá í meðalárum?" „Hann var ærið misjafn. í æsku minni heyrði eg of t getið um „Fiskleysisárið mikla". Það mun hafa verið eitthvað nálægt 1860. Þá var hæsti aflahlutur sem fékkst yfir vertíðina 60 fiskar og komst allt niður i 6— 8 fiskar á mann. Og þó hafði verið ágætis tið." Fuglinn bjargaði. „Ekki hefir fólkið getað lif- að árið um kring á sex fiskum?" „Nei, það var öðru nær. Ef fólkið hefði ekki bjargast á fuglinum þessi árin, veit eg ekki hvernig fai-ið hefði. En sann- leikurinn var sá, að þá veiddist hér ógrynni fugls. Margfallt á við það, sem nú er. Eg man t. d. vel eftir þvi, að Háin (klettur norðvestur af kaupstaðnum) var alhvít af fýl. Þá munu hafa verpt þar um 300 fýlar á hverju vori — en síðast þegar eg vissi verpti þar einn, og ef til vill er hann hættur núna; eg veit það ekki. Fuglaveiðar voru stundaðar af ofurkappi á sumrin. Fýla- veiðarnar stóðu yfir í átta daga, hjá þeim, sem mesta fýlatekju átti. Oftast var það i margar tunnur, og það þótti góður bú- skapur ef fuglinn náði saman, með öðrum orðum, ef birgðirn- ar voru ekki þrotnar sumarið eftir, þegar fuglaveiðar hófust að nýju. En þá var líka allt nýtt af fuglinum, meira að segja hausinn var skafinn og etinn. Annars voru fýladagarnir tylli- dagar i lífi okkar strákanna. Það var venja, að við máttum hirða þann fugl, sem féll nið- ur á Eyjuna, undan mönnunum, sem voru að síga. Það er i kring um 20. ágúst, sem fýl- unginn byrjar að komast á flug, og var þá venjulega drepinn." „Voru ekki stundaðar lunda- veiðar?" „Jú, einkum var það gert i út- eyjunum á þeim árum. Þá áttu allar jarðirnar i Eyjum — en þær voru 48 — ítök i lundaveiði i úteyjum. Var þá sendur einn maður frá hverri jörð til lunda- veiða út í eyjar. Sú útilega varði venjulega í fimm vikur. Auk þessa var legið við í úteyjum til heyskapar, og það gerðu bæði karlar og konur, en i lundaleg- um voru eingöngu karimenn. Heyskapur var mest stundaður i Elliðaey og Bjarnarey. Var heyið hirt inn i hellisskúta sem þar voru, en þegar annir minnk- uðu á haustin var heyið sótt á stórskipum — eins og við köll- ÞORSTEINN JÓNSSON. uðum stærstu árabátana okkar þá." „Stundaðir þú fuglaveiðar i æsku?" „Nei, mér var haldið frá þvi af vissum ástæðum. Þannig var mál með vexti, að jarðskjálfta- árið 1896 var bróðir minn, Is- leifur, til fugla í Heimakletti. Þegar fyrsti kippurinn kom, hrundi ógrynni af grjóti úr björgunum og einn steinn lenti á bróður mínum svo hann beið bana af. — Þegar þetta slys vildi til var eg austur á Austf jörðum við fiskveiðar. Mér hafði verið skrifað þetta heimanað, en póst- samgöngurnar voru nú ekki betri en það þá, að bréfið náði mér aldrei fyrir austan, og eg frétti ekki af þessu fyr en eg kom upp á bryggju i Eyjum um miðjan október. En eftir þetta vildu foreldrar mínir ekki að eg gengi tií fugla — þvi þau kváð- ust ekki mega missa mig lika. Bágir verzlunarhættir. Það var sjórinn sem féll i mitt hlutskipti. Eg var nú svo sem ekki neitt hrifinn af því, þvi að eg var úr hófi sjóveikur fyrst framan af — og hefi reyndar alla mína ævi fundið til sjóveiki.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.