Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 1
1942 Sunnudaginn 28. j úní 19. blad Viðtal við Þorstein Jónsson í Laufási á heiUi vertíð fiskar í hlut SJÓMANNALÍP í VESTMANNAEYJUM PYRIR OG UM ALDAMÓTIN SÍÐUSTU. Ef litið er yfir sögu Vestmannaeyja síðasta mannsaldur, getur ekki hjá því farið að maður reki augun í nafn Þorsteins Jónssonar í Laufási, sem ekki var aðeins einn allra duglegasti og aflasælasti formaður Eyjaskeggja, heldur einn af framsýnustu og dugmestu umbótamönnum, sem Vestmannaeyjar hufa haft á að skipa á síðustu áratugum. Þorsteinn er fæddur að Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum lh. okt. 1880. Á þriðja aldursári fluttist hann með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og þar hefir hann alið aldur sinn upp frá því. Elann hefir verið formaður á bátum í H ár, en er nú seztur í helg- an stein. Hann átti frumkvæði að notkun neta og vélbáta við Vestmannaeyjar, en það hvorttveggja markaði tímamót í framfara- og menningarsögu Eyjaskeggja. Hann gerði mjög veigamiklar athuganir á sjómælingum við Vestmannaeyjar og fékk því til vegar komið, að siglingaleiðir umhverfis eyjarnar voru mældar upp að nýju og sjókortum gjör- breytt. Þorsteinn hefir gegnt mörgum opinberum störfum í þágu kaupstaðarins og gerir það enn. Hann hefir og verið sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Tíðindamaður Vísis sótti Þorstein heim að Laufási og spurði hann margs frá liðn- um dögum — dögunum, sem nú eru að hverfa í gleymskunnar djúp. Varð Þorsteinn vel við, og birtist hér í eftirfarandi viðtölum ýmislegur gamall fróðleikur, einkum úr sjómanna- llfi Vestmannaeyinga á síðustu áratugum síðustu aldar. ^ Fyrri hlnti. Fátækt. „Foreldrar minir bjuggu i tómthúsi,“ segir Þorsteinn. „Þau voru fátæk — en það voru líka flestir Vestmannaeyingarn- ir í þá daga. Fólkið var fram- takssamt og duglegt, en það var með herkjum að það ynni fyrir lífsviðurværi sínu, og þó vann það baki brotnu frá morgni til kvölds, ár og sið. Það var aðeins á sunnudögum sem það var ó- fúst að vinna. Árin næstu eftir að eg fæddist, voru harðindaár i Eyjum. Fólk- ið var fátt, eða eitthvað um 200 manns, en þá þótti það ekki neitt tiltölumál, þótt farið væri að sjá á hinum og þessum af harðrétti og skorti. Þá voru fiskleysisár. Nú, en ef eitthvað veiddist, fitnaði fólkið aftur. Það var þá ekki siður að kvarta — enda þýðingarlaust.“ „Hvað var aflahlutur þá í meðalárum?“ „Hann var ærið misjafn. í æsku minni heyrði eg oft getið um „Fiskleysisárið mikla”. Það mun hafa verið eitthvað nálægt 1860. Þá var hæsti aflahlutur sem féklcst yfir vertíðina 60 fiskar og komst allt niður í 6— 8 fiskar á mann. Og þó hafði verið ágætis tíð.“ Fuglinn bjargaði. „Ekki hefir fólkið getað lif- að árið um kring á sex fiskum?“ „Nei, það var öðru nær. Ef fólkið hefði ekki bjargast á fuglinum þessi árin, veit eg ekki livernig farið hefði. En sann- leikurinn var sá, að þá veiddist hér ógrynni fugls. Margfallt á við það, sem nú er. Eg man t. d. vel eftir því, að Háin (klettur norðvestur af kaupstaðnum) var alhvít af fýl. Þá munu hafa verpt þar um 300 fýlar á hverju vori — en siðast þegar eg vissi verpti þar einn, og ef til vill er hann hættur núna; eg veit það ekki. Fuglaveiðar voru stundaðar af ofurkappi á sumrin. Fýla- veiðarnar stóðu yfir í átta daga, hjá þeim, sem mesta fýlatekju átti. Oftast var það i margar tunnur, og það þótti góður bú- skapur ef fuglinn náði saman, með öðrum orðum, ef birgðirn- ar voru ekki þrotnar sumarið eftir, þegar fuglaveiðar hófust að nýju. En þá var líka allt nýtt af fuglinum, meira að segja hausinn var skafinn og etinn. Annars voru fýladagarnir tylli- dagar í lífi okkar strákanna. Það var venja, að við máttum hirða þann fugl, sem féll nið- ur á Eyjuna, undan mönnunum, sem voru að siga. Það er i kring um 20. ágúst, sem fýl- unginn byrjar að komast á flug, og var þá venjulega drepinn.“ „Voru ekki stundaðar lunda- veiðar?“ „Jú, einkum var það gert i út- eyjunum á þeim árum. Þá áttu allar jarðirnar i Eyjum — en þær voru 48 — ítök í lundaveiíSi í úteyjum. Var þá sendur einn maður frá hverri jörð til lunda- veiða út í eyjar. Sú útilega varði venjulega í fimm vikur. Auk þessa var legið við i úteyjum til heyskapar, og það gerðu bæði karlar og konur, en í lundaleg- um voru eingöngu karlmenn. Heyskapur var mest stundaður i Elliðaey og Bjarnarey. Var heyið hirt inn í hellisskúta sem þar voru, en þegar annir minnk- uðu á haustin var heyið sótt á stórskipum — eins og við köll- ÞORSTEINN JÓNSSON. uðum stærstu árabátana okkar þá.“ „Stundaðir þú fuglaveiðar i æsku ?“ „Nei, mér var haldið frá þvi af vissum ástæðum. Þannig var mál með vexti, að jarðskjálfta- árið 1896 var bróðir minn, Is- leifur, til fugla i Heimakletti. Þegar fyrsti kippurinn kom, hrundi ógrynni af grjóti úr björgunum og einn steinn lenti á bróður mínum svo hann beið bana af. — Þegar þetta slys vildi til var eg austur á Austfjörðum við fiskveiðar. Mér hafði verið skrifað þetta heimanað, en póst- samgöngurnar voru nú ekki betri en það þá, að bréfið náði mér aldrei fyrir austan, og eg frétti ekki af þessu fyr en eg kom upp á bryggju i Eyjum um miðjan október. En eftir þetta vildu foreldrar mínir ekki að eg gengi til fugla — þvi þau kváð- ust ekki mega missa mig lika, Bágir verzlunarhættir. Það var sjórinn sem féll i mitt hlutskipti. Eg var nú svo sem ekki neitt hrifinn af því, því að eg var úr hófi sjóveikur fyrst framan af •— og hefi reyndar alla mína ævi fundið til sjóveiki.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.