Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ L a u f á s er heimili Þor- steins Jónsson- ar. Ber þaÖ í öllu, á sér hinn mesta myndar- brag, bæði ut- an húss sem innan. Laufás stendur austar- lega í kaup- staÖnum, ber húsiÖ hátt yf- ir, og sér þaÖan ágætlega á sjó út, en sjóinn má meÖ réttu telja önnur heimkynni Þorsteins. Eg man það, að þegar eg var strákur, las eg auglýsingu í einu Reykjavíkurblaðanna, þar sem auglýsl var eftir pilti á mínu reki, sein kynni eitthvað í ensku. Mig minnir að það liafi átt að senda hann til Englands. Eg gat svolítið staulað mig áfram í ensku og mig langaði til að gefa mig fram, því eg kveið svo fyrir sjónum. Faðir minn lagði þá á stúfana til Þorsteins héraðs- læknis Jónssonar, er kallaður var Eyjajarl. Hann réði þá fyr- ir nærri öllum Eyjaskeggjum og allir lutu lians íiáðum. Hann feldi lika sinn dóm yfir mér og framtíð minni, sagði að foreldr- ar mínir mættu ekki missa mig — og þar við sat. Eg skaí ekkert segja um hvort hetra eða giftu- drýgra hefði orðið. Mér finnst i öllu falli eg liafa verið ham- ingjusamur til þessa.“ „Hvað gerðirðu áður en þú fórsl að stunda sjó?“ „Sitt af hverju eins og strákar gerðu á minu reki. Annars fór eg ekki að stunda sjó fyrr en um fermingu, og það var óvanalega seint, þvi almennt hyrjuðu strákar, úr því þeir voru 11—12 ára ganilir að róa. Eg minnist þess, að einn dag vann eg við dönsku verzlanirnar í Vestmannaeyjum. Eg var lát- inn draga og hera við, sem rif- inn var úr gömlu pakkhúsi, nið- ur í fjöru, og draga naglana úr spítunum. Það var rekið liart eftir okkur og engin miskunn sýnd. Við unnum samfleytt í 10 klukkustundir og kepptumst við — fyrir það fengum við sam- tals 60 aura í kaup, eða 6 aura á klukkustundina. Þá tóku for- eldrarnir mig úr vinnunni, því eldrar mínir mig úr vinnunrii, því þau sögðu að eg ynni ekki einu sinni fj'rir falaslili, livað þá „Hvað var almennt timakaup um þær mundir?“ „Það voru 16 aurar fyrir karla og 12 aurar fyrir kvenfólk. Og það var sama þótt kvenmaður- inn væri allan daginn á móti karl- manninum og kæmi algerlega i lcarlmannsstað, sem nolckuð var algengt — þá voru henni elcki greiddir nema þessir fast- ákveðnu 12 aurar.“ „Hvernig voru verzlunar- liættir á þessum árum?“ „Ákaflega hágir á meðan verzlunin var i danskra liönd- um. Fyrst voru hér þrjár verzl- anir, áttu Bryde-feðgar tvær, en Thomsen eina — og þá var það skárra að skömminni tii. Um þverbak keyrði þegar Bryde keypti af Thomsen og samein- aði allar verzlanirnar í eina. Úr þvi ríkti liér alger einokun — búðin ekki opin nema tvær klukkustundir á dag, í skamm- deginu, og annað eftir þessu. Peningar sáust ekki, nema þegar hændur fengu upp í jarðargjöld- in. Ríkið á Vestmannaeyjar og sýslumaðurinn innheimti jarð- arafgjöldin fyrir ríkissjóð. Hann vildi hvorki þorska né fýla, lieldur beinharða peninga. Og þessa peninga urðu kaupmenn- irnir að láta af hendi, sem þeim var yfirleitt ákaflega óljúft, jafnvel þótt stöku bændur ættu íleiri hundruð krónur inni lijá þeim, sem að vísu var fátítt. Það lenli oft í þjarki milli bænda Vestmannaeyj- ar er framfara- bær. Þar er mesta bátaút- vegsstöð á ís- landi, þar er önrtur stærsta lýsisbræðslu- stöð í heimi, og kaupstaður- inn sjálfur er i örri þróun. Það eru helzt gömlu beit- ingaskúrarnir niÖur við sjó- inn, sem minna á gamla daga og vekja end- urminningar hinna eldri sjómanna tim baráttu, leiki og ævintýri æskuáranna. og kaupmanna út af þessu. Fyr- ir annarri inneign fengu menn ávisanir — en það var tekið fram á þeim, að þær yrðu ekki leystar út nema með vörum.“ Jarðrækt og kvikfjáreign. „Hveniig voru húnaðarhættir Eyjaskeggja um þessar mund- ir?“ „Sauðfjáreign var nokkui’. Á heimaeynni munu hafa verið um 600 fjár, sem bændurnir áttu, því það var undantekning ef tómthúsmennirnir fengu að hafa kind, og þá var það því að- eins, að einhver bóndinn hafði ekki fullt í högum og gat leyft af beitilandi sínu. Beitinni var skipt niður á milli áhúendanna og enginn þeirra mátti liafa eina kind framyfir það, sem honum bar. Nautgripir voru fáir til á eynni. Algengast var að tveir eða þrír hændur áttu eina kú saman, en aðeins þeir rílcari sem áttu eina, tvær eða jafnvel þrjár kýr og presturinn átti fjórar. Það var ekki óalgengt, að tómt- húsmenn fengju öðru hvoru að Jiirða málnyt úr kú fyrir að gefa henni, og þá urðu þeir lika að leggja heyið til sjálfir — en kúaeigendurnir sáu um mjölt- un.“ „Hvenær fóru Eyjabændur að leggja stund á jarðabætur?“ „Þeirra gælti fyrir alvöru upp úr 1890, eða þegar aflinn úr sjónum óx, þá fylgdi ræktun- in í kjölfar lians.Fyrst ogfremst vegna þess, að efnaliagur fólks batnaði, en svo lika fengu mepn aukinn áburð úr slóginu. Áður var allt liirt til eldiviðar, sem á annað borð gat brunnið, fiska- beinum og fuglabeinum, grúli, þangi, og taði sem safnað var víðsvegar um hagann undan skepnunum. Hafísinn eyðilagði eldiviðinn. Eg man t. d. eftir því, þegar eg var strákui’, að hafís rak að Vestmannaeyjum, sennilega 1888, og hve fólkinu var illa við hann — eklci sökum kulda sem af honum lagði, né óþæg- inda við fiskiróðra, heldur vegna þess, að liann skóf þangið af klöppunum og eyðilagði eða skemmdi þar með eldiviðar- tekju Eyjabúa. Þangið var almennt skorið í fjöru — það mátti ekki reyta það eða slíta upp, því þá óx það seinna aftur. Svo var það borið í pokum, reitt á hestum eða flutt í bátum, allt eftir því hvernig aðstæður voru á hverj- um stað. Þangið var siðan breitt og þurrkað, og þegar það var þurrt oi’ðið, var það bundið í reipi, eins og hey, og flutt lieim. Það brann vel, en var ódi’júgur eldiviður. — Þangtekju var skipt, sem hverjum öðrum lilunnindum, fvrst þegar eg man eftir. Hvað flutninga á landi snerti, bæði á þangi og öðru, var það allt miklum erfiðleikum bundið, því vegleysur voru hér miklar, og önnur vegagerð en á svoköll- uðum „Strandvegi“, þekktisl ekki. Strandvegur lá meðfram höfninni, og sú vegagei’ð fór fram á þann hátt, að móhellur voru dregnar á sleðunx innan frá Há og raðað niður i veginn. Þannig var fyrsla vegagerðin hér framkvæmd.“ „En meðal annara orða, af því að við vorum að tala urn hafís — er hann ekki sjaldséður í Veslmannaeyj um ?“ „Jú, reyndar, en þó var þetta ekki í eina skiptið sem eg hefi séð ís hérna. Hann hefir a. m. k. Ivomið einu sinni eða tvisvar síðan. Samt er mér þessi fyrsta Iiafískoma minnisstæðust, enda var hún mest. Við krakkarnir horfðum alveg forviða á þessi náttúruundur, þegar hinir risa- stóru jakarkomu fljólandi inn á Víkina. Þegar þeir rákusl áklett- ana, beyrðust ógurlegir dynkir og skruðningai’, sem hamrarnir bergmáluðu. Bar isinn svo liratl að, að bátur, sem um morguninn hafði fai'ið lit i Bjarnarev, að Iiuga að kindum eða setja kind- ur, cg man ekki hvort heldur — komst ekki til baka aftur, því þá var Víkin orðin full af ís. Varð báturinn að fara á bak við Heimaldett og inn á Eiðið. Haf- ísinn var jafn fljótur að liverfa og koma, nema sá sem kenndi grunns og slóð fastur. T. d. stóð eiim heljarstór jaki fastur á 15 faðma dýpi á Víkinni og það liðu nokkurir dagar þar til hann

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.