Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 3
VlSlR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 losnaði og fór. Sumt af ísnum kom alla leið inn á Botn, hann tók ekki út aftur og var lengi að bráðna.“ 4. Lagt á sjóinn. „Hvað segirðu mér svo af sjó- mennskunni þinni?“ „Bæði eg og flestir strákar aðrir byrjuðu sjómennskuna með því að „ganga með skip- um“, sem kallað var. Það var að bera niður að höfninni á næt- urnar eða morgnana, þegar skipin voru að leggja frá, ganga á milli formannanna og biðja þá* að lofa sér að fljóta með í róð- urinn. Þessu var misjafnlega tekið, því formennirnir voru ekki allir jafn bóngóðir, enda voru strákarnir ekki allir háir i loftinu, flestir þetta ellefu, tólf og þrettán ára, og gersamlega ó- harðnaðir og lílt hæfir til að mæta vondum veðrum og mikl- um sjó. Fengu þeir hehning þess sem þeir veiddu, en þó aldrei meira en liásetahlut. Á þessum árum þekktust liér ekki aðrar veiðiaðferðir en liandfæraveiðar, og ekki önnur skip en árabátar. Það var róið á stærri bátum yfir vetrárver- tíðina, heldur en að sumrinu, og vissi eg dæmi til þess, að 25 manna áhafnir voru á sumum skipum, eins og t. d. Áróru. Annars var venja að 14—20 mann áhafnir væru á flestum skipunum." J Aðbúnaður. „Hvernig var aðbunaðurinn hjá ykkur?“ „Hjá okkur, sem heima átt- um í Vestmannaeyjum, og átt- um þar foreldra eða aðstand- endur, var aðbúnaður yfirleitt góður, eftir því sem efni stóðu til. Reyndar þekktist ekki fvrstu árin sem eg man eftir, að menn hefðu mal með sér í róður, og liefði þó verið ástæða til, því oft var útivistin bæði löng og ströng. Seinna var farið að hafaj flatkökur í nesti. Aðbúnaður landmanna varj yfirleitt verri. Þá voru gerð liér ut um tíu skip árlega af megin- landinu. Lælur nærri að um hálft annað hundrað manns hafi fylgt þessum skipum, og bjuggu þeir í sjóbúðum. Þessar sjóbúðir þeirra voru allskonar kumbald- ar og pakkhúsloft, nær alltaf gisin og köld, og sum þeirra verri en verstu hjallar. Þegar eg hugsa til þeirra nú, undrar mig að mennirnir skyldu ekki veikj- ast og drepast, því að í sumum sjóbúðunum var jafn kalt og úti. Gætti snjóa og frosta þá miklu meir en síðasta aldar- fjórðung. Þá kom aldrei til mála að hita þessa hjalla upp. 1 Hverri skipshöfn úr landi fylgdi ein stúlka (á Vestui-landi voru slíkar stúlkur nefndar fanggæzlur, en hér í Eyjum bú- stýrur) áttu þær að þvo og þurrka plögg manna, baka flat- kökur handa þeim og sjóða soðninguna. Til þess arna höfðu þær hlóðir einhversstaðar í | lireysi eða húslijalli. Skrínukost liafði hver einstakur maður með sér sjálfur, en skrínukostur var smálki og smjör. ■Ef gengi'Ö er út fyrir sjálfa húsaþyrpingu VestmannaeyjakaupstaÖ- ar, rekst maður oft og eiiiatt á heilar brei'Öur af netum, sem breidd Kyndilmessan. „Hvenær hófst vetrarvertíð- in?“ „Hún liófst alltaf 2. febrúar, eða á kyndilmessu. Þá áttu allir skipverjar að vera komnir að sínum keip, og skipaði formað- ur þeim niður í sætin fyrir alla vertiðina. Rúmin, eða sætin, þóttu ekki öll jafn góð á skip- inu. Einna lítilfjörlegust þóttu andófsrúmin, þvi mönnum þótti meiri fengur og meiri virðing í því, að draga fisk en andæfa. Þeir, sem í barka sátu, voru bitamenn kallaðir. Voru þeir ráðgjafar formanns og næstir honum að virðingu; segir mál- tækið, „að gott sé að liafa einn eða annan á bitanum“, en mið- skipsmenn voru of tast valdir þeir hraustustu og liprustu, því að mikið reyndiá, að halda skipun- um i brimi, og lyfta þeim að framan, þá upp var sett og ganga undir möstrunum, þá sigla átli. Við uppsetninginn var litil eða engin hætta, þvi halli var allmikill í hrófunum, Lýsisdrykkja. Þessir menn af meginlandinu höfðu það fyrir fasta venju, að setja lifur í kagga, er þeir geymdu, þar sem fiskurinn var aðgerður. Þegar lifrin tók að renna, fleyttu þeir jafnóðum ieru til þerris, eða til þess jiS gera við þau. lýsið og drukku úr skel, sem y^* ~ ------ ávallt stóð hjá kagganum eða þeir hagnýttu það til heimilis- þarfa sinna og fluttu það með sér, en var illa við það, ef einn eða annar saUp mikið, voru hengilásar fyrir Iijá sumum, helzt unglingum, enda var lýsið verzlunarvara. Við strákarnir gengum á milli kagganna og stálumst til að bragða á lýsinu. Var það misjafnlega gott og ekki alltaf Iireinlega fná þvi gengið, enda þótt hlemmur stæði allajafna yfír hverjum ltagga. Lýsis var almennt mikið neytt í þá daga og þarf ekki að cfa, að það hefir haft mikil á- hrif á heilbrigði manna, enda gætti framfara hjá Unglingum, eftir að hafa þambað lýsi allan veturinn og stælt afl við árarnar. Stöku menn hinnar eldri kyn- slóðar neyta lýsis enn þann dag í dag, og einn mann þekki eg hér í Eyjum, á áttræðisaldri, sem daglega drekkur lýsi. Hann er hraustur og fjörugur sem unglingur, og þakkar það lýsinu mest.“ Þeir tíniar eru nú horfnir, þegar aðeins 6 fiskar fengust í hlut á heilli vertíð — og þeir munu aldrei koma aftur á meðan nokkur ma'Öur stundar fisk- veiðar i sjón- um kringum Vestmannaeyj- ar. Þar eru einhver feng- sælustu fiski- miÖ í heimi og útgerÖin er öll rekin meÖ ný- tízku sniÖi. Dag eftir dag er fiskjnum mokaÖ í þúsundatali upp á vörubifreiðar, eða þonum er skipað um borÖ i fiskflutningaskip. og mjakaðist þvi mjög hægt, en aftur á móti hlupu skipin oft mjög liralt niður, og var þá mest liættan á þeim öftustu, formanni og bitamönnum, og svo öllum, ef skipin duttu, sem oft bar við, ef skipshafnir voru ósamtaka." „Réru allir skipverjar i einu, þegar róið var á miðin eða af þeim?“ „Skipin voru yfirleitt höfð það við, að allir mennirnir gætu róið i einu ef á þurfti að halda, t. d. i barningi eða fyrir Klett- inn i vondum veðrum. En undir eðlilegum kringumstæðum skiptust mennirnir á að róa, á að gizka með fimm mínútna millibili. Þessi stóru róðrarskip voru ákaflega erfið undir árum, enda voru árarnar níu álna lang- ar á áttæringunum, en þau sigldu hinsvegar skínandi vel.“ ! Lögin, sem ekki voru brotin. „Um hvaða leyti sólarhrings- ins var lagt í róður?“ „Á meðan handfæraveiðarnar voru stundaðar, var ekki róið fyrr en það, að komið væri með birtingu á fiskimiðin. Var það lilutverk formannsins að vekja háselana, þá lagl skyldi í róður. Voru það þá oft konur þeirra sem fóru upp, stundum um miðja nótl og gengu liús úr húsi til að vekja sjómennina. Þegar þurfti að kalla (vekja) um og yfir 20 menn, tók það oft langan tíma, þvi langt var á milli sumra býlanna, þess vegna voru eigin- konur og aðrir heimamenn látn- ir kalla. Þó voru þeir, sem bjuggu fyrir ofan hraun, sem kallað er, nær aldrei kall- aðir þangað, en oftast héldu þeir til hjá kunningjum

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.