Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 28.06.1942, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 vægðarlaus feigum hausi — hilmi lét höggum mæta — herðaklett banaverðan — flein- ar lands fylkir renndi — fjörn- ishlíð meginskaði — öflugt sverð ej'ddi fyrðum, — jöfri kennt hanaverðan. í þessum hætti eru tíðast 7 samstöfur í hverju vísuorði.“ Nútímamenn mundu segja, að skiptist á tví- liðir og þríliðir; er slikt al- siða bæði í fornurn og nýjum Ijóðum. Dæmi: Kominn er öng- ull illi — aftur um kaldan sjá — meinlega márga fylli — mist hefir Drangejr frá. Og snilling- ur snjalli — snilld þína skyldi — lof sælum leyfa —• ljóðstöfum þjóð — meðan í æðum — oss viturn fossa — mæringur dýri — móðurlenzkt blóð. En um endurbót Bjarnar á visu þessari er það að segja, að hann sjálfur gerir sig sekan um tvo stóra rímgalla, sem hvor fyrir sig er þannig vaxinn, að fullyrða má, að alls enginn, sem fengizt hefir við að yrkja drótt- kvætt, allt frá landnámsöld og til þessa dags, hafi gerzt sekur um. Hafa þeir þó ekki allir ver- ið snillingar, sem það hafa reynt. 1. Það er undantekningarlaus regla um dróttkvæðan hátt, að liver ljóðlína hyrji á áherzlu- atkvæði. En Björn lætur allar Ijóðlínurnar, átta að tölu, hefj- ast á áherzlulausu atkvæði. 2. Það er aðalregla, að jafn- an skiptist á slcotliendingar og aðalhendingar í dróttkvæðu, svo að skothending sé í 1., 3., 5. og 7. ljóðlínu, en aðalhending í hin- um. <Lætr sá er Hákon heitir — hann rekkir lið bannat). — Undantekningar eru þó til. Stundum eru aðalhendingar i hverri ljóðlínu. Stöku sinnum eru skothendur í báðum ljóð- línum vísufjórðungs (út réri einn á háti Ingjaldur í skinn- feldi). Til er og, að háttlausa, sem Snorri nefnir svo, sé í fyrri Jinu vísu-fjórðungs, en skot- henda í síðari (lýndi átján öngl- um Ingjaldr i skinnfeldi). Þetla mun þó varla finnast i góðskáldakvæðum. En liitt mun aldrei koma fyrir, að aðalhend- ing sé í fyrri ljóðlínu vísufjórð- ungs, en skothending í síðari. En þetta kemur fyrir í endur- hót Bjarnar, að minnsta kosti einu sinni og mig minnir tvisv- ar. Hann hefir því reist sér hurðarás um öxl, sem kallað er. Þá þótti Birni sálmurinn „Allt eins og blómstrið eina“ rangt orktur, áð því leyti, að ljóðlínurnar hefjast þar á á- herzluatkvæði. Virðist það þó geta talizt rétt. Fer fullvel á því að lesa eða syngja: „Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund ....“ og engu réttara sé að segja: „Allt eins og hlómstrið eina upp vex á slettri grund ....“ Er og til nýlega ortur sálmur, sem svo hyrjar: „Vinn, þvi að völt er stundin — vinn þú að morgni dags“ með áherzlu á fyrsta atkvæði og síðar tveim áherzlulausum atkvæðum og skiptast þar enn á þríliðir og tví- liðir og fer ágætlega á því, bæði í lestri og söng. Virðist og söng- mönnum engin skotaskuld verða úr því, að ná réttum framburði á liinum sálminum, þótt taktstrik í lagi því, sem notað er, séu ekki i fullu sam- ræmi við álierzlur þær, sem þarf að hafa. Eitthvað var Björn að finna að sálminum „I dag er glatt í döprurn hjörtum“, og var það víst fremur að efni en rími. Vís- aði hann til endurbótar eftir sig, sem kom í Tímanum fyrir nokkrum árum, sem flestir eru þó víst búnir að gleyma. Man eg það eitt, að hann hafði í þeirri endurbót: „I dag er glatt og hlýtt í hjörtum". Virðist þó ekki þurfa mjög mikla góð- girni til þess að geta skilið sálm- inn á þá leið, að glatt sé í þeim hjörtum, sem áður voru döpur. Þá finnst honum og mjög rangt að segja: „í niðamyrkr- um nætursvörtum skín náðar fögur sól.“ Hér er það þó skýrt sagt, að það sé náðarsólin (and- leg), sem skíni, en hitt vita all- ir, að nóg er um myrkur á jörðu í skammdeginu um jóla- leytið. Þetta er hliðslætt því, að sagt er síðar, að friðarengill standi hjá mönnum er vetrar geisar stormur striður. Æltu allir að gela skilið, að ált er við andstæðurnar milli þess andlega og jarðneska. Eg man ekki fleira úr grein- inni. Þorsteinn Jakobsson í Borgarfirði. Alhugaiemtl, Grétar frá Fellsmúla ræddi nýlega, hæði í Sunnudags-Vísi og i Leshók Mbl., um „ljóð“ í ó- hundnu máli, erhannsvonefndi, og mælti með. Finnst mér furðulegt, að svo skír maður skuli nefna óhundið mál ljóð; því eins og nafnið gefur til kynna á það aðeins við um mál, Flestir kvikmyndahúsgestir kannast við heimsfrægu leikkonuna Constance Bennet. Hér sésl hún ásamt manni sinum, Gilbert Rolaud, sem er einnig leikari og lítilli, ný- skýrðri dóttur þeirra hjóna, Christina Consuelo Rolaud að nafni. sem bundið er þvi formi og þeim reglum, seni krefjast her til þess, að það sé hæft til að vera sungið eða kveðið ((h)ljóð, kvæði), gagnstætt óbundnu máli, er lesmál nefnist. En eins og það er'víst, að margt, sem ort er í hundnu máli cr enginn skáldskapur, er það vitanlegt, að yrkja má skáldlega ekki síður í lesmáli (lesmálsyrki) en í ljóð- máli (Ijóðmálsyrki). Það ein- ungis krefur meiri andlegrar á- reynzlu, listfengi, snilli, að yrkja gallalaust Ijóð en lesmál. Furð- ar mig því að Grétar skuli mæla með lesmálsyrki fremur ljóð- málsyrki; finnst það ekki í sam- ræmi við aiihað, sem frá þeim manni hefir sézl og hevrzt, þvi: Eftir }>vi sem áreynzlan er minni atgerfinu hrakar hratt; hér sem víðar mun það satt. 11. júní 1942. Björn í Grafarholti. Þessar stúlkur, sem myndin er af, eru fyrstu kvenmennirnir, sem hafa fengið leyfi til þess að vera í leyniþjónustu Bandarikjanna. Leyniþjónustan hefir nú starfað í hundrað ár.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.