Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 2
2 VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ þetla sjálfir miklu betur en þú — livað ætli þú vitir, nema ekki neitt? Og nú ætlum við að koma upp hjá okkur gagnfræðaskóla i haust. Ekki verður þó hægt að byggja yfir liann í sumar. \'eiltar Jiafa þó verið 20 þús. kr. til þeirrar byggingar á þessa árs fjárhagsáætlun, en aðrar bygg- ingar verða að sitja fyrir og þó sérstaldega \ Elliheimilið. Eins og þú veist, gáfu þau hjónin, Haraldur Böðvarsson og frú hans 100 þús. lcr. til bygg- ingar nýs elliheimilis. Gamla elliheimilið er fyrir löngu orðið alltof lítið. Og fj'rsta fjárveiting binnar nýkosnu bæjarstjórnar voru 50 þús. krónur til jjessarar þörfu stofnunar.“ . „Hvar á elliheimilið að slanda?“ „Sennilega verður það reist á Kirkjuvalla-túninu. Það er fallegur staður og gott land- rými. En þetta er ekki alveg á- kveðið.“ „Og hvað ætlið þið að gera fleira í sumar?“ „Okkur langar til að koma upp sundlauginni — Bjarna- laug — í sumar. Hún verður heitin eftir Bjarna hcitnum 01- afssyni skipstjóra, sem drukkn- aði hér í landsteinunum vetur- inn 1939, enda var upphaflega til hennar stofnað með 3000 kr. sjóði, sem ættingjar og vinir Bjanra gáfu til minningar um hann og eru nú til 25 j)ús. krónur til þessara framkvæmda. Og í kvöld heldur Kvennadeild Slysavarnafélagsins skemmtun (2. páskadag), til ágóða fyrir laugarbygginguna.* Búið er að ákveða henni stað, svo að segja í miðjum bænum, skammt frá rafmagnsstöðinni og hún verð- ur hituð upp þaðana, upp á ó- dýran máta. Við erum, alltaf praktiskir, Akurnesingar!“ „Ekkert grobb, því að eg segi frá j)essu öllu í Vísi! En fer jætta nú ekki að verða allt tal- ið?“ „Nei, — sei-sei-nei! Við höf- um veitt 20 j)ús. kr. iil holræsa- gerðar, 30 j)ús. til framræslu Garðalands, þvi að j)angað eru nú kartöflugarðarnir að flytjast, 40 l)ús. til vegagerða, 15 j)ús. til leikfimihússins (j)að er komið upp), 5 j)ús. til gufubaðstofu, 5 j)ús. til verkamannaskýlis — og 10 þús. kr. upp í tugthús, — við þurfum endilega að hafa tugthús, eins og hinir kaup- staðirnir." „Já, auðvitað þurfið þið að * Agóðinn af þeirri skemmt- un var 1000 kr. og 1500 kr. hefir h.f. Hængur á Bíldudal gefið til laugarinnar, i minningu um Bjarna heitinn ólafsson. Enn- fremur liefir Þórður Ásmunds- son, útgerðarm., gefið 3000 kr., og ágóði af Sjómannadeginum siðast, 4000 kr., rann í sjóðinn eins og venja liefir verið. hafa tugthús. En livað ætlið þið að gera við það? Aldrei sést hér drukkinn maður, sem, taka þarf úr umferð. — Þið getið auðvit- að geymt í jrví kartöflur ef knifar!“ „Þú ert bjáni! En svo ætlum við að fara að gefa út blað,“ segir |Ólafur og kemst nú allur á loft —- eða miklu meira en áður. „Já, lagsmaður, við ætlum að fara að gefa út blað — en j)að er ekki bæjarstjórnin, held- ur eg og ýmsir aðrir heldri menn hér í plássinu. Við þurf- um að hafa blað!“ „Já, auðvitað þurfið j)ið að hafa blað. Þið eruð eins og mað- urinn, sem hafði svo gaman af að vera á kaffihúsunr, að hann stofnaði kaffihús sjálfur!“ „Er þér ómögulegt að vera alvarlegur Theodór — jætta er alvara með blaðið.“ „Jú, eg skal vera alvarlegur svo Iilla slund, Ólafur minn,“ segi eg. „Eg veit, að þér er al- vara og eg veit að j)ér og ykk- ur öllum þykir vænt um Skag- ann vkkar. Og mér þykir vænt um hann líka, á vissan hátt, og óska ykkur innilega til ham- ingju með þetta allt saman. Þetta er alvara! En þú ert grobb- inn, ÓIafur!“ „Þú ert flón, Theodór!“ Og þar með kveðjumst við með hlýju handtaki, og sáttii vel. Það var kalsaveður og frost um páskana, svo að eg gat litið litast um, úti í j)að sinn. En svo var eg beðinn að koma upp eftir rélt fyrir sjómanna- daginn til j)ess að -flð kunningj- arnir gætum sungið eitthvað þann dag fólki til skemmtunar. En eg tók lungnabólgu á leið- inni upp eftir og lá með óráði á gistihúsinu á sjómannadag- inn. Það varð því ekkert unv söng þann dag, nema j)að sem samkomugestirnir lögðu til sjálfir i Bárunni. Hafði borizt eitthvað af „afmælisbrennivini" upp eftir, og j)að skeð, sein er víst alveg einsdæmi, að margir urðu hreifir og vildu syngja sjálfir. Það gerði þess vegna ekkert til, j)ó að okkur vantaði þar, mig og mína kátu kunn- ingja. Eg var „í draumi“, eins og eg drap á hér að framan — og fór við svo búið heim eftir stutta legu. Þriðju ferðina fór eg svo upp eftir í fvlgd með hinu kristna fólki, sem sótti Akranesmótið. Frá því hefi eg sagt í Vísi, 20., 23. og 24. júní og er engu við j)á frásögn að bæta. Eg var J)rjá daga um kyrrt á Skaganum að þessu sinni og voru j)eir ánægjulegustú dag- arnir, sem eg liefi átt J)ar, fyrir margra hluta sakir. Veðrið var skínandi gott — hlýtt og glaða sólskin, og fólkið, sem eg var Akranes.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.