Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ aðrir en gjaldendur — kunna að hafa gaman af að sjá. Jafn- að hefir verið niður kr. 585.- 042,00. — Eg er hræddur um, að einhver hafi grett sig. Jæja, blaðið er komið út, og er aðstandendum til sóma. Það, sem eg sá og heyrði fleira í þessari ferð, er eg víst búinn að skrifa um í „Vísi“, því að eg hefi verið siskrifandi siðan eg kom heim. Eg fór heimleiðis með M.s. „Laxfossi“ á mánudagskvöld (22. júní) með móts-fólkinu. Fyrir voru á skipinu um 80 far- þegar frá Borgarnesi. Og það var ekki trútt um, að sumir þeirra >Tðu skrítnir á svipinn, þegar unga fólkið okkar fór að kyrja sína fögru söngva við andleg ljóð, sem sungin höfðu verið á mótinu. En sungið var alla leiðina heim, — um allt skipið. Framm’á stóð Bjarni Eyjólfsson ritstj. fyrir söngn- um og nokkrir stúdentar, sem á mótinu höfðu verið. Söng Bjarni allra manna liæst, og hafði þó „rifið sig“ mikið á mótinu, því að hann var þar eins konar „impressarió“. Pétur skipstjóri á Laxfossi var „í brúnni“ og víst á frí- vakt á leiðinni heim. Hann opn- aði glugga og hlýddi á söng- inn með sýnilegri ánægju. Voru honum þá send upp smákver- in, þar sem prentuð eru Ijóð- in, sem sungin hafa verið á mótunum, — og honum sagt til um númer, þegar byrjað var á nýjum söng. Og Pétur virt- ist fylgjast vel með. ------ og kristnu fólki“. Söngstjóri Akranessmótsins og syngjandi K.F.U.K.-stúíkur. Aftur á voru skærastar radd- ir K.F.U.K.-stúlknanna, þeirra, sem oftast syngja á sunnudags- samkomum i K.F.U.M. Eg hefi alltaf yndi af að hlýða á söng þessara kvenna. Þær hafa veitt mér margar ánægjustundir. Og mér j)ótti vænt um það, að það var einmitt ómurinn af hjört- um röddum þeirra, sem hljóm- aði mér i eyrum, þegar eg rölti heim til mín á þriðjudagsnótt, ~ þreyttur, en glaður yfir því, að hafa átt þess kost að vera með þessu glaða og guðhrædda fólki. Guðný Sigurdardóttir: Frú Aldís situr úti á svölun- um og saumar. Það er fagur sólheitur dagur. Trjálaufin í garðinum bærast aðeins lítið eitt, öðru hvoru. Loftið er mett- að af ilmi næturfjólunnar, sem er nýútsprungin. Flugurnar suða sitt gamla óbreytanlega lag, en lengra útí fjarlægðinni taka fuglarnir undir með kvaki sínu. Yfir öllu umhverfinu hvíl- ir kyrrð og friður. Við og við lítur Aldís upp frá vinnu sinni og hoi-fir blíðlega á litla Ijóshærða drenghnokkann sem leikur sér á grasblettinum fvrir neðan svalirnar. Hann virðist hafa allan lnigann við að hyggja hallir úr mismunandi stórum trékubbum. Þegar hann er orðinn stór eins og pabhi ætlar hann að byggja ennþá stærri hallir; og þá ætlar hann ekki að nota svona kubba til að byggja úr, heldur sand og sem- ent ,eins og fullorðnu menn- irnir gera. Því liús sem hyggð voru úr kubbum, hrundu svo fljótt, en það máttu hús ekki gera, því'þá gat fólkið sem bjó i þeim meitt sig. Hann er glaður og áhyggjulaus, leikir lians eru fullir af gáska og hugurinn bjartur og hreinn; ennþá hefir striðsæðið ekki fest rætur í hans ungu sál. Aldís leggur frá sér handa- vinnuna, hallar sér aftur á bak í stólinn og lokar augunum. Hún finnur ylinn af sólinni fara um andlit sitt og fögnuðurinn gagn- tekur hana. Fagnandi tej-gir hún úr handleggjunum, eins og liana langi til að faðma að sér hina dásamlegu tilveru. Sól! Sól! Þú mikla guðs gjöf! Hversu oft hef- ir þú ekki bjargað glataðri sál fná eilífum dauða, hversu oft hefir þú ekki leitt sorgmæddar verur um þín dýrðarlönd? Ótelj- andi eru þau tregans tár er þú hefir þerrað með blíðum geisl- um þínum ! Þú sér allt og fyrir- gefur allt. Þegar þú ert hjá oss, verða vonirnar fleygar, lifið leikur og ástin eilíf. Sorg og söknuður hverfur, eins og döggin á grasinu og grimmdin fer í felur. Aldis hrekkur upp af hugsunum sinum, við það að síminn hringir. Hún gengur inn og tekur heyrnartækið. Ó, ert það þú, Aldis, er sagl í símanum. — Það er Björg. Ó, hvað eg er fegin að þú ert heima. — Hefir nokkuð komið fyuir( góða, mér heyrist þú vergj syo óróleg, segir Aldís. Ótti - Já, þetta er hræðilegt. — Hvað? — Striðið og allar þær ógnir. Mér var sagt áðan að von væri á átján óvinaflugvélum hingað á morgun. — Góða Björg, eg hélt að þú værir liætt að trúa svona slúður- sögum. — Þessi saga er alveg sönn, það veit eg fyrir víst, þvi mað- urinn, sem sagði mér hana, þekkir mann sem hlustaði á fréttina í útvarpinu. Eg ætla til mömmu í kvöld, eg þori alls ekki að vera í bænum. —- Jæja, segir Aldís rólega. — Heyrðu, viltu ekki koma með mér? spvr Björg, og ber óð- an á. — Eg veit, að mamma getur lofað okkur öllum að vera. Aldís hugsar sig um andar- tak og segir svo: — Nei, þakka þér fyrir, eg verð kyr heima. Mér er ekki meiri hætta búin en Birni. — Nei, það getur verið, en okkur mæðrunum ber þó fyrst og fremst skylda til að forða börnunum okkar ef unnt er. Ög sjálf þori eg alls ekki að vera hér ef eitthvað kemur fyrir. — Eg lield nú samt að eg verði kyr heima. — Er þér virkilega alvara? — Já. — Jæja góða, þú um það, seg- ir Björg dálítíð kuldalega. — Eg vona að þú eigir ekki eftir að iðrast gerða þinna nú. Vertu bless. Frú Aldís sezt aftur út á sval- irnar og tekur handavinnu sína. Hún lítur í kringum sig. Allt virðist hafa breytt um svip.SóIin skín ekki eins skært og áður og söngur fuglanna er þagnaður, eða var það aðeins hennar eigin siálarró sem hafði komizt úr jafnvægi? Hún trúir ekki þessari sögu, en þó getur him ekki annað en hugsað um hana. Hún sér elda brenna víðsvegar um borgina, og heyrir jafnvel sprengingar — brak og bresti í húsum sem lirynja fyrir ofurefli hinnar takmarkalausu grimmdar og menningarleysis. Hún sér sprengikúlu falla einmitt þar sem litli drengurinn hennar leik- ur sér nú. Hún stendur upp og gengur inn í húsið. Hún óttast þessar hugsanir sínar og vill flýja þær. Hún skrúfar frá útvarpinu og^js! eftir augnablik berast tónar hins undurfaítra lags Liszts, Smásaga „Liebestraum“, að eyrum henn- ar. Hinir ástarbliðu tónar verka á sál hennar eins og græðandi smyrsl. Hún verður aftur glöð og bjartsýn, og þegar maður hennar kemur heim, segir hún honum frá samtali sínu við Björgu í glettnislegum tón. Björn hlær og segir: — Vesalings Björg, hún trúir öllu sem sagt er; þa"ð verður hennar ógæfa. Um kvöldið þegar Aldís er háttuð, grípur hana aftur ein- liver liræðsla og kvíði og hún getur ekki sofnað. Hún fer á fætur og gengur að rúmi litla drengsins sem sefur svo vært og áhyggjulaust. Hún virðir hann fyrir sér, og sér að hann brosir í gegnum svefninn. Hana lang- ar til að taka drenginn í fang sér og þrýsta honum að brjósti sér. En hún lætur sér nægja að kyssa hann laust á ennið. Drengurinn opnar augun og horfir snögg\rast á móður sína, svo brosir hann, snýr sér í rúminu og sofnar aftur. Aldís fer aftur upp í rúmið, en hugsanirnar lialda fyrir henní vöku. Hún hlustar eftír hverju undarlegu hljóði að utan, hún bíður og vakír og biðin er hræði- leg. Hún óskar jafnvel að eitt- hvað komí fyrir; eitthvað, sem gerir enda á þessa bið og kvelj- andi óvissu. En nóttin líður og ekkert skeður. Unl morgunínn fer Aldís á fætur eins og venjulega og störf hins nýja dags hefjast. Klukkan slær tólf og þegar verið er að spila fyrsta lagíð í hádegisútvarpínu kemur Björií heim að borða. Um það leyti sem fréltirnar hefjast hafa þau lokið máltíðinni og Björn hag- ræðir sér í djúpum stól og reyk- ir pípu sina. Fyrst eru erlendar fréttir'.- Fréttir um bardaga, á landi, á sjó og í lofti. — Hér er að lokum ein inn- lend fregn, segir þulurinn. — Það‘ slys vildi til i gær- kveldi um klukkan átta, að bif- reið fór út af veginum hér rétt fyrir innan borgina. Allir far- þegarnir, sem í bifreiðinni voru, eru meira og minna slasaðir og ein kona, Björg Árnadóttir, léz,t í morgun af sárum sinum, Ókunnugt er um oysakir slyss-- ins. Málið er í rapnsókn. ■ssasiWBIPHíJ - —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.