Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 05.07.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 HEIMUR SLYSA OG DAUBA Viðtal við Þorstein Jónsson i Lauíási. SJÓMANNALlF f VESTMANNAEYJUM FYRIR OG UM ALDAMÓTIN SÍÐUSTU Seinni hluti Skinnlausir á bökunum. „Hvað um lendinguna?“ „Úr landi voru alltaf hafðar gætur að okkur, og þegar sást til einhvers hátsins, og menn báru kennsl á hann — var kall- að á kvenfólkið á bæjunum til að draga fiskinn upp í krærnar (aðgerðarhúsin). Krókarnir, sem notaðir voru, voru þannig, að í renndu tréhandfangi var sinn krókurinn hafður í hvorum enda, þannig, að kvenmaðurinn dró fjóra þorska, tvo í hvorri hendi, og voru þær oftasl blaut- ar upp fyrir hné við þenna starfa. Á Eyjaskipin voru alltaf málaðar rendur, alla vega litar, til aðgreiningar hvort frá öðru. Þetta var mjög til þæginda fyrir þá, sem hugðu að skipakomum úr landi. Landskipin voru hins- vegar nær undantekningarlaust bikuð. Eg held að verri verk hafi yfirleitt ekki verið til, en að setja skipin, sérstakiega þá komið var að landi. Þegar búið var að setja undir þau hlunna, var hryggurinn settur undir þau, og þannig drógu, báru eða ýttu menn þeim upp. Hlutfallslega voru fleiri menn hafðir að aft- an en framan, einkum þegar þau voru sett upp, til að fá á þau skrið. Hvert skip hafði sitt ákveðna hróf ár eftir ár. Það voru á- kveðnir menn af skipshöfninni, sem gengu frá skipinu, bundií það og báru ábyrgð á því. Það voru miðskipsmennirnir, sem bundu það að framan og skut- mennirnir bundu það að aftan. Það var aevinlega gengið mjög vel frá skipunum og varla dæmi þess, að þau fykju eða skemmd- Ust, hvað sem á gekk.“ Dómhildur átti tvíbura í nótt.“ „Var ekki iðkaður bænalest- ur i sambandi við sjóróðraná?“ „Jú, bæði var lesin sjóferðar- bæn í hvert skipti, sem lagt var í róður, og apk þess útdráttar- bæn, sem lesin var í eitt skipti fyrir öll, þegar báturinn var fyrst settur á flot í vevtíðar- byrjun. Ef ekki þótti tiltækilegt að róa til fiskjar, var bátnum ýtt á flot, og róið aðeins út á Botninn eða innundir Löngunef. Þar tók formaðurinn útdi-áttar- bænina upp úr vasa sinum og þuldi hana, en skipverjar tóku allir ofan höfuðföt sín á meðan. Þegar lestrinum var lokið, vai' róið aftur til lands.“ „Sömdu formennirnir sjálfir útdráttarbænina?“ „Útdráttarbænin var samin af presti. Voru þær með mismun- andi móti og eftir ýmsa presta. Átti formaðurinn sömu útdrátt- arbænina og notaði ævilangt. Einnig gat hann lofað nýjum formönnum að skrifa bænina upp, svo þeir losnuðu við að fá hana hjá presti. Sjóferðabænin var aftur á móti lesin í livert skipti sem far- ið var á sjó. Byrjaði formaður- inn á lienni þegar búið var að róa nokkur áralog, eða komið á móts við svokallaðan Naust- hamar sem er stór og mikill klettur, austan við aðallending- una, þar sem nú standa olíu- geymar og hús. Tóku skipverjar allir undir og lásu bænina ber- höfðaðir og i hljóði, en ekki liættu þeir að róa á meðan. I bernsku minni gekk prest- urinn ríkt eftir því hjá öllum strákum, sem ætluðu sér að stunda sjóinn, að þeir kynnu sjóferðabænina. — Ekki er samt hægt að segja, að hugur hafi alltaf fylgt máli hjá sjómönnun- um við bænalesturinn. Til dæm- is er mér alltaf minnisstætt, þegar einn skipverja á bátnum, sem eg stýrði, gall við i miðjum bænalestrinum: „Hún Dóm- hildur eignaðist tvíbura i nótt“. Dómhildur þessi var vinnukona hjá föður þessa skipverja, og honum mun hafa þótt þessi tíð- indi meiru skipta, en sjóferðar- bænin. Þessir bænalestrar lögðust að meslu niður með komu vélbát- anna.“ Kvenfólk illsviti. „Voru fleiri siðir eða kreddur bundið við sjómennskuna?“ „Það var ekki mikið Um það. Reyndar voru signingar mikið um hönd hafðar, t. d. átti maður alltaf að snúa sér mót austri og signa sig.fyrst þegar maðurkom Áður kornu róðrarbátar með nokkra fiska aÖ landi, •— en nú koina drekk- hla'ðnir mótor- bátar svo tug- um skiptir á hverjum dcgi inn á Vest- mannaeyjahöfn, svo að nú eru Vestmannaeyjar aflahæsta ver- stöð landsins. út á morgnana. Ekki mátti held- ur ganga framlijá Landakirkju nema lesa faðir vorið. En þetta gillti ekkert fremur um sjó- menn en annað fólk. Landmenn sem liér réru, höfðu það fyrir venju að signa sig, þegar þeir fóru í skinnstakkana — og al- mennt var það talinn ills viti að mæta kvenmanni á leið til sjáv- ar, þegar verið var að leggja í róður. Einn siður sjómanna var sá, að gefa fyrsta fiskinn, sem mað- ur veiddi á ævinni einhverjum fátækling í guðsþakkarskyni. Þessi fiskur var nefndur Máríu- fiskur. Eg vissi ekki tiL, að nokk- ur máður brygðist undan Jjess- ari hefðbundnu venju, enda þótti það ógæfumerki. — Máríu- fiskurinn sem eg dró, var gríð- arstór þorskur, sem eg ætlaði naumast að geta innbyrt. Eg gaf hann gamalli konu, er hét Eu- lalía — kölluð Eblalía. Hún bjó með holdsveikum manni, er Þorsteinn hét, í Móhúsum. Þetta var ágætis kerling, sem öllum þótti vænt um, enda mun hún hafa hlotið flesta Máríufiskana í ungdænii minu. Ein af venjunum, voru hila- visurnar, sem skornar voru á bitafjalir hvers einasta skips. En sú venja hvarf eins og svo margar aðrar, með vélamenn- ingunni." Glaðningar. „Voru ekki glaðningar og gleðskapir úm hönd hafðir i til- efni ýmissra atvika í sjómennsk- unni?“ „Jú, til voru hrófstaup, út- dráttarkaffi, skipsáróður og sumardagsveizlur — en það voru allt glaðningar, sem á ein- hvern hátt voru bundnir sjó- mennskunni, og ekki tóku aðrir þátt i, en sjómenn einir. Útdráttarkaffið gáfu formenn skipanna i vertiðarbyrjun og brennivín út í það. Seinna á ver- tíðinni gáfu skipseigendur kaffi með jólaköku og eitt til tvö staup af brennivíni — en helzt ekki nema að vel veiddist. Skipsiáróður fór fram siðari hluta vertiðar. Voru þar engar veitingar um liönd hafðar, en aftur á móti, var hinum betri hásetum á hverju skipi goldnir peningar, sem var einskonar jöfnunargjald eða uppbót fyrir dugnað sinn. — Skipsáróður- inn, var lengi leyndarmiál á milli formanns og háseta, og eg lield að oftast hafi verið samið um hann, um leið og maðurinn réð- ist, enda gat það valdið óánægju, ef liljóðbært yrði. Þetta þótti sanngjarnt, því allir báru jafnan hlut frá borði — meira að segja þeir sem veiktust eða dóu eftir að vertíð byrjaði. Aðstandend- um hans var þá greiddur hlutur. Þetta mannjöfnunargjald nam fvrst tveimur krónum, en var seinna hækkað upp i fjórar krónur, og þá varð það að eins- konar álagi, sem allir liásetar fengu' án tillits til þess, livort þeir voru duglegir eða ekki. Það voru skipseigendur sem greiddu skipsáróðurinn. Þegar lóðin var tekin i notkun, lield eg að þetta hafi að mestu horfið, vegna þess hve allur fjöldinn stóð jafnhöllum fæti, gegn þeirri nýung. Staupagjafh- voru gefnar þeg- ar skip voru sett i hróf, en sum- ardagsveizlurnar sjaldnast

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.