Vísir Sunnudagsblað - 12.07.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 12.07.1942, Blaðsíða 1
Vísindi og glæpir. Lögreglan í borginni Cleve- land (Ohio) í Bandaríkjunum handtók verkamann, sem bún hafði grunað um að hafa myrt eiginkonu sína, með þvi að berja hana til dauða. Engin vitni voru viðstödd og maður- inn neitaði að vera við giæp- inn riðinn. Yfirmaður hinnar vísindalegu rannsóknardeildar löreglunnar, David Cowles að nafni, yfirheyrði manninn. Cowles komst að þvi, að mað- urinn var lítt greindur svo að hann ákvað að leggja fyrir hann gildru og sagði: „Ef þér hafið myrt konu yð- ar, er blóð hennaí- enn á hönd- um yðar. Þér getið ekki þveg- ið það af yður.“ Síðan hellti hann tveim efn- um í lófa mannsins, hverju á fætur öðru, en þau voru með þeim eiginleikum, að þegar þau gengu í samband, urðu þau sem blóð á lit. Þegar maðurinn sá þetta, féllust honum liendur og hann játaði glæpinn. David þessi Cowles hefir ver- ið yfirlögregluþjónn í rúm fimmtán ár og á þeim tima hefir hann upplýst fjölda mis- munandi glæpamála, stundum með liku kænskubragði og lýst hefir verið hér að framan, en oftast þó með nýtízku, visinda- legum aðferðum. Áður en hann gekk i þjónustu lögreglunnar, var liann efnafræðingur i þjón- ustu Cleveland-borgar, en nú veitir hann forstöðu rannsókn- arstofu lögi-eglunnar, og hefir þar 24 menn i þjónustu sinni. Hér fara á eftir frásagnir af 5 helztu málum, sem Cowles hef- ir fengið til meðferðar og les- endurjiir munu geta fallizt á, að þær sögur sé ekki lakari en ýmsir „reyfarar“, sem menn lesa. Konan, sem dó tvisvar. Löregluþjónn var sendur til að rannsaka skotmál, og þegar hann barði að dýrum, þar sem það hafði átl sér stað, kom maður einn til dyra. Hann var undarlega rólegur í allri fram- komu, fylgdi lögregluþjónin- um til svefnherbergis síns og lauk hurðinni upp með þeim ummælum, að hann hefði af- læst henni til þess að ekkert yrði fært úr stað. Eiginkona mannsins lá þvert yfir rúmið þeirra, alklædd, og skotið hafði farið gegnum hjartað á lienni. Hún teygði frá sér handlegg- inn, eins og hún hefði verið að heilsa einhverjum, er dauð- inn tók hana. „Hvar er skammbyssan ?“ spurði lögregluþjónninn. „Eg sá hana hvergi.“ Lögreglumanninum þótti ýmsar aðstæður harla grun- samlegar. Allir gluggar voru rammlega ræstir. Engin mann- eskja hafði sézt fara út úr hús- inu. Nágrannarnir höfðu heyrt, að þeim hjónunum varð sund- urorða. Þetta leiddi allt til þess að eiginmaðurinn var hand- tekinn og ákærður fyrir morð á konu sinni. Cowles var sendur á vettvang til þess að rannsaka málið og hann hóf starf sitt á þvi að gera nákvæma leit í svefnher- berginu. I því var rúm, nátt- borð og lítil ferðakista, sem var reist upp við vegginn. Bak við þessa ferðakistu fann Cow- les skammbyssuna, tiu fet frá likinu — og tveim skotum hafði verið skotið úr henni. Hvernig var hún komin þarna? Cowles varð mjög undrandi yfir því, að aðeins eitt sár var á Jíkama konunnar, enda þólt tvær kúíur fyndusl í líkinu. Horfur voru allískyggilegar fyrir manninn. Fólk skýtur sig ekki tvisvar í hjartastað og fel- ur svo vopnið. Við nákvæma rannsókn tók Cowles eftir því, að kúlurnar voru mismunandi að lögun — oddurinn á annari var flattur út, eins og hann hefði rekizt á einhverja hindrun. Það var líka nokkur útlitsmunur á skot- hýlkjunum, sem kúlunum var skotið úr. Það, sem hafðj ver- ið skotið úr síðar, hafði þanizt óeðlilega mikið út og virtist það henda til þess, að sprengi- þrýstingurinn hefði verið ó- venjulega inikill. Þegar Cowles athugaði öll þessa gögn í sameiningu, datt honum í hug hvernig þetta hefði getað átt sér stað. Hann renndi fingrinum eftir byssu- hlaupinu innanverðu og varð þess var, að þar var örlítil mis- hæð. Síðan bar hann oddinn á flöttu kúlunni að endanum á hinni og sá, að þær féllu al- veg saman. Málið lá nú ljóst fjTÍr, Fyrsta kúlan, sem hafði ver- ið skotið löngu áður, hafði set- ið föst í hlaupi byssi^nnar — og stafaði það að líkindum af þvi, að púðrið í skothylkinu hefir ekki verið nógu sterkt eða mikið, jafnframt því sem hlaupið var ryðgað að innan. Þegar konan hleypti af byss- unni, þvingaði seinni kúlan þá fyrri út og þær fóru í markið sem ein kúla. En hindrunin, sem stafaði af fyrri kúlunni, leiddi til þess, að sprengigasið, er myndaðist, þegar púðrið brann, þandi skothylkið út, og „höggið“ af þessu varð jafn- framt svo mikið, að byssan þeyttist úr hendi konunnar og lenti bak við ferðakistuna, þar sem hún fannst. Þetta sást líka af því, hvernig handleggur kon- unnar var teygður frá henni. Eiginmaðurinn var sýknað- ur. Þetta var sjálfsmorð, en ekki morð. Fötin geymdu sönnunina. Laugardagskvöld eitt varð vökumaður í skrifstofubygg- ingu í Cleveland þess var, að innbrotsþjófar voru komnir i bygginguna. Þeir komu aftan að vökumanninum, bundu hann og kefluðu. Síðan brutu þeir upp skápa fyrirtækja, sem seldu skartgripi og rændu þar demöntum, smar- ögðum, rúbínum og gulli. Þegar Cowles kom á vett- vang næsta morgun, tók hann sýnishorn af hinu eldtrausta efni, sem skápurinn var smið- aður úr, og teakviðinum, sem hann var klæddur með að inn- an. Jafnframt var gert mót af skófari, sem fannst á þaki næsta húss, en þar liafði gluggi verið brotinn og farið í gegn- um hann. Nokkurum vikum síðar var lögreglunni gert aðvart um það, tð tveir nafngreindir menn væri óvenjulega vel fjáðir, ef dæma mætti eftir því, hvað þeir væri örlátir í veitingahúsi einu, þar sem þeir héngu alla daga. Lög- reglan tók því annan þeirra höndum. Hét hann George Ci- anco. Cowles tók föt manns- ins, rannsakaði þau nákvæm- lega undir smásjánni og fann örlitlar flísar af teakviði í upp- slögunum á buxunum hans. Auk þess fann hann, að í ryki fatanna bar á sama efni og var i einangrunarefni skápsins. Cianco sagði til félaga síns, sem var „sérfræðingur“ í að eiga við peningaskápa og hét hann Phil Sheridan. Það var annar af skóm hans, sem hafði sett merkið á þakið, er þeir höfðu farið eftir. Enda þótt engir sjónarvottar væru að þess- um glæpi, voru hin þöglu vitni, sem föt mannanna geymdu, látin nægja. Skammbyssan hjá veðlánar- anum. Cowles fékk verðlánara Cle- veland- borgar i lið með sér í baráttunni við glæpamenn- ina. Fékk hann þá til þess að sýna sér öll skotvopn, sem bár- ust til þeirra og með því móti lánaðist honmn að komast yfir margvísleg sönnunargögn, sem annarskostar hefði farið fram hj£ honum. Einu sinni var kom- ið með sjálfvirka skammbyssu til Cowles. Verksmiðjunúmer- ið hafði verið sorfið af og það mátti teljast sönnun þess, að byssan væri „heit“, en það þýð- ir á glæpamannamáli, að glæp- ur hafi verið framinn með henni og því sé hættulegt að hafa hana i fórum sinum. En Cowles var ekki ókunn- ugt um það, að þegar númer byssu er stimplað á hana í verksmiðjunni, þá verður málmurinn harðari þai' sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.