Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÖ snátri og fórum fram í eldhús, til að drekka morgunkaffið. Síðan fórum við að tína bakpoka og ferðatöskur út úr húsinu. Hinumegin við götuna var eitl af þessum margumtöluðu hús- um, sem seluliðið hafði á leigu. Einn var þar sýnilega æðstur manna, hlaðinn margskonar medalíum og pírumpári. Hann sást sjaldan fara öðru vísi en i bíl, og ók þá einhver foringi, sem var skör lægra settur. Svip- ur hans Iiar venjulega merki þess, að honum fyndist allt, sem hann sæi, svo nauðaómerkilegt, að engri athygli væri á það eyð- andi. í þetta skipti vildi svo til, að þegar við komum út á göt- una með okkar hafurtask, var sá liinn glæsli stríðsmannahöfð- ingi að stiga upp i bil sinn hinu- megiu við strætið. Og nú voru ferðatöskur í bílnum. En nú bar nokkuð nýrra við. Höfðinginn brosti út að eyrum, eins og rétt- ur og slétlur maður, og kallaði yfir til okkar iá beztu tegund af „ástands“-máli: „Eruð þið líka að fara í sumarleyfi?“ — „Vis6ulega,“ svaraði eg. „En þér, herra minn?“ — „Já, eg er að fara í sumarleyfi til Eng- lands — og eg lilakka afannikið til að komast heim.“ — „Þá óskum við yður skemrptilegs leyfis og góðrar ferðar“. — „Eg óska ykkur hins sama,“ mælti stríðshöfðinginn og kvaddi að hermannasið. Síðan héklum við af stað og stefndum niður að höfn. „Hvárt virðist yður eigi sem mér,“ mælti eg við félaga mina, „að vaxið liöfum vér nú að vii’ð- ingu, er höfðingi sá hinn virðu- legi óskaði oss fararheilla“. — „Alls óvist er það,“ svöruðu þeir. „Vel má vera að maður sá þekki Garðaríki og Indíalönd, en engi höfum vér jartein fyrir því að liann þekki Þingeyjar- sýslur betur en nú. Er hann þá lítill höfðingi og oss engi vcgs- auþi að orðum hans.“ Komum við nú brátt niður á bryggju og stigum um borð í skip. Hét það Eagranes. Fallegt nafn, minnir á það, er Eirikur rauði gaf landi sínu fallegt nafn, svo að marga fýsti þangað. Skönimu síðar voru leystar landfestar og lagl úr höfn. Eigi veit eg, livort margt manna bef- ir verið undir þiljum, en uppi var allt fullt af ferðafólki. Og- alveg eins og lil forna, þegar hráuslustu mennirnir voiu látnir verja stafna og nefndir stafnbúar, þannig höfð- um við framstafninn. Stóðu þeir þar umhverfis foringja sinn, og var hvorttveggja hið víglegasla og vænlegt lil stórræða. Þetta voru knattspyrnumenn úr Reykjavík á leið í Norðurvíking. Og nú þeyttu þeir lúðurinn og liófu upp stríðssönginn, þ. e. a. s. einn þreif munnhörpu upp úr vasa sínum og öll fylkingin söng: Það var einu sinni kerl- ing og hún hét Pálina. Já, það var sorglegl með þessa Pálínu, hún átti ekkert til nema eina saumamaskínu,. sem sennilega liefir verið gamall gargan. En hugsum okkur bara, hversu miklum mun sorglegra það hefði samt verið, ef Pálína hefði alls enga saumamaskínu ált, íieldur aðeins eina oddbrotna stoppnál.------ Söngurinn liljómaði í svölu morgunloftinu. Kríur, máfar og fýlar, lcomu fljúgandi i áttina til skipsins, en snéru frá, þegar þeir heyrðu sönginn, en það er ekkert að maj-ka þá, þeir skilja ekki liina æðri tónlist. Þegar komið var nokkuð út fyrir höfnina, stóð stinnings- kaldi inn Flóann og dálítil vind- bára. Það gerðisl ónolalega kalt á þiljum uppi og Fagranesið valt fagurlega. Flokkurinn söng ekki framar og fólk vafði trefl- um að hálsi sér og bretti upp kápukrögum sínum.. Var nú skammt til sjóveiki, en þó skemmra til lands. Akranesið nálgaðist eða skipið nálgaðist það, gildir einu, hvorl heldur er, allt, sem maður skynjar er skynvilla, las eg einhversstaðar á prenti. En að komast í hvelli í land, það var það, sem gilti. Bráðlega vorum við komnir upp í einn af þessum þjóðfrægu Steindórs- bílum og „svo fór allt i gang- inn“. Bílarnir runnu eftir þjóðveg- inum, áfram, láfram, „allir í sömu lest“.. En einn var þar miklu bezt menntur. Voru stafnbúar vorir þar sér i bíl, höfðu uppi gunnfána sinn og virtust til þess alls búnir að leggja undir-sig lönd og ríki. Við Hvítárbrú var lestin stöðvuð. Félagar minir drukku þar eitt- hvað, ásamt hinu fólkinu, en það var um mig likt og í Hár- barðsljóðum stendur: „At ek í myrgin, áður heiman fór, síld og liafra, saðr em ek enn þess“. Aftur fór lestin af stað og ók nú fram Norðurárdal. Þessum dal liefir svo oft verið lýst, í skáld- sögunni „Húsið við Norðurá“, í sögulegum ritum héraðsins — og í auglýsingum uin laxveiði og gististaði, að þar er engu við að bæta. Allir eru sammála um að hann sé fallegur. Upp úr Borgarfírði er ekið yfir Holtavörðuheiði og ofan i Hrútafjörð. Þar má m. a. líta stórbýlið Mela. Nafnkunnir bú- sýslumenn riktu þar mann fram af manni og báru flestir nafnið Jón, er mér sagt. Á vörum al- þýðunnar lifir gömul vísa, sem bendir til þess, að búskapurinn á Melum hafi verið stærri í sniðum en þá tíðkaðist al- mennt. Mikið gengur Melum á, margir lúa lirinda, tíu að raka, en tólf að slá, túttugu lieim að binda. Áfram, yfir Hrútafjarðarliáls í Miðfjörð. Þaðan var Miðfjarð- ar-Skeggi. Það var myndarlegiu' stríðsmaður og átti sverð éití gott, og þaðan er Ástá, það -er myndarleg heimasæta og á hest einn góðan. Nú var slaðnæmzt við kvenná- skólann á Blönduósi, til þess að borða miðdegisverð. En með því að farþegar voru bæði margir og svangir og griðkon- ur þær, sem gengu uin beina í fæsta lagi, þóttist liver um sig geta lekið undir með Gretti sál- uga Ásmundssyni, oi*ð þau, er liann liafði um vistina á Reyk- liólum. Við ökum hratt vfir Húnaþing, of liratt til þess að liægt sé að lýsa því nokkuð til gagns. Cr Stóra-Vatnsskarði sést norður yfir Skagafjörð. Þeirri útsýn er mjög hælt — næstum því um of. Þegar maður er búinn að lesa það e. t. v. mörg hundruð sinnum, að einhver staður sé frábærlega fallegur, þegar maður svo heyrir dýrjð hans sýknt og heilagt dásamaða í orði, jafnvel af þeirn, sem annars virðast hvorki hafa auga fyrir ué ánægju af náttúrufeg- urð, ja, þá fer mér a. m. k. svo, að eg verð leiður á þessu marg- tuggna lofi og trúi engu, nema eigin sjón. Það skiptir ofl miklu, liversu skilyrðin eru þegar maður sér einhvern stað i fyrsta sinn. Fyrst, þegar eg fór þessa leið, var hellirigning og þoka, í annað sinn var þurrt veður, en skyggni takmarkað. Þetta var í hið þriðja sinnið, og nú var bjart yfir liinu breiða héraði, inn lil fjalla og út til hafs. TindastóII, Drangey, Málmey og Þórðarhöfði eru þeir listrænu drættir, sem möta þá mynd, er maður sér. Annars líkar mér betur að sjá yfir byggðina annars staðar frá, t. d. utan af sjó, en bezt líkar mér þó við íbúa byggðarinnar, Skag- firðingana sjálfa, þá, sem eg hefi kynnzt. Hreöavatn,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.