Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 3
 VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ 3 Loftnr Gaðmnudsiisou: ÚTI í HORNI Óli situr einn úti í horni samkomuhússins og tekur engan þátt í dansi og ærslum unga fólksins. Hann heldur á flösku með einhverjum heimaframleiddum vökva á og dreypir á honum við og við, sér til hressingar. Ein laíidaflaska á lífsins ólgusjó. Það er allt. Það er líka nóg. Ein flaska af landa, sem eg eyiiidi sjálfur . . . Er eg fullur, eða bara hálfur ... Alltaf þessi eilifi og endalausi dans . .. Óli skans ... ÓIi skans ... Óli skans . . . ... Sem eg eymdi sjálfur. Eg er mitt eigið ríki. Og aldrei bregst landinn þó annað svíki. Svik, svik, svik. Þannig er þetta líf .. . Kolbrún, mitt einasta ástkæra víf. Og blessaður, brúni klárinn. Bezti vinurinn minn. Eg lileypi þér bráðum í hinnsta sinn. Já . . . dansið þið bara og dansið. Eg dansaði líka áður en allt fór til fjandans. Nú hími eg úti í liorni. Einn, hrakinn og hrjáður uni við álirif landans .. . Allt, allt, allt, fór það fyr en mig varði. Gamla fólkið sagði þó, að gott væri að búa á Skarði. Og eitthvað átti fóstra min af aurum, þegar hún dó . . . Ein landal’laska á lífsins ólgusjó. Það er nú allur auðurinn .., Það er lík'a nóg. ) .. . Iiefurðu séð höllina, húsið mikla á Skarði? Þar er nii bjóðandi inn þeim, sem ber að garði. . Tvílyft úr steini. Sterkt og traust. Fullgert að utan í fyrrahaust. Dúkur á stigum og stofugólfum öllum. Svo skal það vera í svona höllum ... Kolbrún mitt einasta, ástkæra víf .. . Andskotans della er nú allt þetta líf. Kotið er farið i kreppulánasjóð. Við brekkuna gnæfir höllin þar sem bærinn gamli stóð ... Eg flyt í kjallaraholu í kaupstaðnum, næsta vor. Drepst eftir eitt, tvö ár, úr óyndi og liór . . . . . . Blessaður, brúni klárinn. Bezti vinurinn minn. Bráðum hleypi eg þér í hinnsta sinn. Þú ert sá eini, sem elskar mig enn. — Skepnur skilja mann bezt því skepnur eru ekki menn. Vel skal þér gefið í vetur. I vor er svo kotið laust. Skepnan mín siðasta á Skarði verður skotin í haust ... Ein landaflaska á lífsins ólgusjó. Það er allt. Það er meira en nóg. Dísa mín góða, Dísa mín ... Dísa mín góða Dís ,,, Gamlí Nói, gamli Nói .. . guðhræddur og vís ... Guðhræddur og ... vís .., mtmf

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.