Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 6
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ cins öðrum megin í ganginum. Hvernig var liægt að ætlast til að maður myndi eftir því livort númer herbergis var eitt lmndr- að og fiinmtán, eða eitt liundrað <og sextán? Hugur hennar reik- aði aftur til þess tíma er hún sat á skólabekk. Þá var hún alltaf hálf slæm í reikningi. Henni geðjaðist aldrei að Euclid, og hornafræði og líkinga fannst alltaf næsta þýðingarlítið nám. En henni þótt gaman að sögu og grasafræði og naut þess að lesa um ókunn lönd, þótt áræði hefði hana brostið fram til þess áð sækja þau heim. I sannleika var það töfrandi að kynnast lífi stórmenna — eins og Oliver Croimvell, Beacons- figld lávarði, Lincoln, Grace Darling — það var nú hetja — Booth hersböfðingja, þeim mikla og ágæta manni, enda þótt liann máske væri full al- þýðlegur. Hún minntist þess er gamla fröken Trimmings liafði talað um hann kvöld eitt. Sú hafði nú að eins verið skemmti- leg. — Hún — guð sé oss næst- ur! — Ákafur hnerri brauzt fram, Mililcent næstum óafvit- andi. Nú var úti um allt. I annað sinn á sömu nóttu — var lijarta hénnar að því komið að hætta að slá. í annað sinn á sömu nóttu var hún svo yfirkomin af ótta að starfsemi hugsunarinn- ar var öll í molum. Nú myndi hún heyra manninn fara fram úr rúminu, ganga til dyra, kveikja ljós og því næst lyfta fellingalíninu. Hún sá í anda grimmúðugt, skeggjað andlit, augu, sem störðu á hana, og lieyrði eitthvert muldur á frönsku. Svo myndi hann rétta út handlegginn og draga hana fram iá gólfið. Og þá! Guð a!- máttugur -— livað myndi þá gerast? — Eg ætla að hljóða, áður en bann gerir það. Ef til væri rétt- asl fyrir mig að gera það strax. Um leið og liann dregur mig fram undan rúminu er vísast að liann leggi hönd sina á munn mér — eða svæfi mig með klóróformi. — En lmn megnaði okki einu sinni að hljóða — skelfingin varnaði henni þess. Hún lyfti nú fellingalíninu og hlustaði. Vai' hann að læðast eftir gólfteppinu? Hún hélt það — en var engan veginn viss. Eitthvað Idaut að ske. Hugsazt gat að hann veitti henni áverka ofan frá — með stígvéli sinu. — En ekkert virtist ætla að ske, og biðin var blátt áfram óþolgudi. Nú varð henni það að fulli) Ijóst, að við slikt gat hún ékkí lifað heilfl nótt, AUt var betra en þetta — vanvirða, fangelsun og jafnvel dauði. Hún ætlaði að skríða fram undan rúminu, vekja manninn og gera tilraun með að útskýra fyrir honum málavöxtu. Hún ætlaði að kveikja í snatri, hósta og segja: Monsieur! — Þá mundi liann þjóta upp og stara á liana. — Þá ætlaði hún að segja —- já, livað átti liún að segja? — — Pardon, monsieur, mais je — hvernig átti hún nú að segja á frönsku: — Eg hefi villzt. Fai tort. C’est la chambre — skakkt. — Voulez-vous. — Hvað var — hurðarhúnn á frönsku og — leyfið mér að fara. —- Það skipti ekki máli. Iiúu ætl- aði að kveikja, hósta og treysta á háiningjuna. Og ef liann kæmi til móls við hana skyldi hún æpa svo um munaði. Ákvörðun- in var tekin — og gætilega skreið hún fram undan rúminu — fótagaflsmegin. Ilún flýtti sér til dyranna — liættuleg ferð. Að fáum sekúndum liðnum féll skínandi birta út í hvern krók og kima stofunnar. Hún snéri sér í áttina til rúmsins, hóstaði og kallaði djarflega: — Mon- sieur! — I þriðja sinn á cinni nóttu var lijarta ungfrú Bracegirdle að því komið að nema staðar. Hryll- ingin gagntók hana meir og meir, unz hámarki var náð — svo að undangengin reynsla var sem leikur einn á móts við það er nú mætti augum. — Maðurinn i rúminu var dauð- ur. Hún Iiafði aldrei fyrr staðið andspænis dauðanum, en á hon- uin villist enginn. — Hún ein- blíndi á manninn, rugluð, og endurtók hvíslandi: Monsieur! Monsieur! — Því næst læddist hún á tánum til rúmsins. Hár og skegg var áberandi svart og stakk i stúf við gráhvítt hör- iindið. Mnnnurinn var hálfop- inn, og svipurinn, sem í lifanda lífi hefir ef til vill lýst spillingu og fýsnum, var nú mildur og augun virtust horfa út í órafjar- lægð. Ilún horfði á andlitsdrætti manns, sem horfinn var yfir djúp það, er veraldir skilur. Þegar sannleikurinn rann upp fyrir litlu ungfrú Brace- girdle,þá fól hún andlitið í hönd- um sér og mælti lágri röddu: — Veslings maðurinn — veslings maðurinn. — Á þeirri stundu mundi hún varla cftir klipunni, sem hún var i. Návist liins stór- kostlega og' þýðingarmilda fyllti hug hennar lotningu. Ösjálfrátt kraup hún á kné við rúmið og þaðst fyrir, Að þvi loknu færðist yfjr bana tmdursamleg ró og friður. — Vandræði þau, er hún liafði í ratað hér á gisti- húsinu, hvað voru þau annað en lítilfj öi’legir smámunir i sam- anburði við hið fjarlæga og dulda. — Maðurinn þarna, hann liafði lifað lifi sínu, hvernig svo sem það annars var — og koin- inn á skaparans fund. Hvers- konar maður skyldi þetta hafa verið ? Hugsanir hennar voru skyndi- lega rofnar af óvæntu liljóði. Henni heyrðist þungum stígvél- um vcra kastað niður fyrir framan dyrnar. Hún hrökk við og hugði i fyrstu að einhver væri að knýja á dyrnar og vildi komast inn. Svo fjarlægðist hljóðið út í ganginn ,en við þetla fór Millicent að átta sig á liætt- unni, sem hún var stödd í. fjér mátti hún alls ekki vera. Nauð- svn þess að komast út varð nú enn þá brýnni. Það var nógu slæmt að finn- ast í svefnherbergi ókunnugs manns að næturlagi, liitt var þó hálfu verra að láta koma að sér í svefnherbergi dauðs manns. Búast mátti við, að hún yrði á- kærð fyrir morð. Já, það myndu þeir gera, því að livernig átti hún að verja sig gegn þessum út- lendingum? Almáttugi guð! — Þeir myndu hengja hana, nei, leiða liana á höggstokkinn, það var víst aðferð þeirra hér i Frakklandi. Höfuð hennar yrði sniðið af m’eð stórum stálhníf. Guð komi til! Hún sá sig í anda standa við höggstokkinn með bundið fyrir augu, við hlið hennar var presturinn og böð- ullinn, sá síðarnefndi með rauða húfu, rétt eins og Dickens hafði lýst í sögu sinni. Sydney Carton hét víst maðurinn, sem mælti áður en liann gekk útá af- tökupallinn: —• Nú drýgi eg æfi minnar stærstu dáð.--------En þetla gat hún ekki sagt. Ekkert verra gat fyiúr hana komið. Hvað myndi verða um blessað- an prófastinn, eða mágkonu hennar, sem var væntanleg frá Paraguay á morgun? Hvað myndu allir vinir hennar í Eas- ingstoke segja? Uppáhaldið hennar hann Tony, stóri köttur- inn, hefði þá engan til að hugsa um sig. Það var skylda hennar að forðast aftöku, ef þess var nokkur kostur. Hún gat engu góðu til leiðar komið í þessu herbergi. Ekki var hún þess megnug að kalla hinn dauða til lifsins aftur. Það sem henni bar að gera, var að leita undankomu. Fólkið kunni að koma á hverri stundu, þernan, forstöðumað- urinn og lögregluþjónar. Hún sá i anda lögregluþjóna, vopn- upi búna, koma, með vasabæk- ur á lofti og valdsmannsyfir- bragði. Glötunin var lienni vís. Til allrar liamingju þurfti hún ekki lengur að hafa áhyggjur út af ljósinu. Enn einu sinni þaut hún til dyranna og reyndi — árangurslaust — að opna. Hana kenndi til í fingurgómana — og við það hætti hún. Hún varð að hugsa — og hugsa á- kaft — ef henni ætti að auðnast að sleppa héðan. Ekkert mátti hún aðhafast í fávísi eða óvfir- vegað, nei, hugsa varð hún og taka ákvarðanir í ró. — Hún ' athugaði læsinguna vandlega. Sknáargat var ekkert, en i þess stað réimifleygur lil þess að gestirnir gætu læst að innan- verðu. Ó, hversvegna hafði ekki þessi blessaði framliðni maður læst að innanverðu í gærkveldi? Þá liefðu vandræði þessi aldrei fyrir komið. Hún sá i endann á handfangsteininum, hann var á að gizka hálfan þumlung inn í hurðinni. Ef einhver færi fram hjá — eftir ganginum — hlaut hann að veita því athygli að handfangið stóð svo langt út að utanverðu. Hún reyndi nú með hárnál að niá teininum til baka, árangurinn varð sá einn að hann gekk enn þá lengra inn. Hún fann að hún fölnaði upp, og ein- kennileg máttleysistilfinning gagntók liana. — Hún barðist fyrir lifi sinu — og mátti ekki gefast upp. Hún þaut fram og aftur um herbergið eins og dýr í búri og hugsun hennar leitaði ákaft eftir smugu til undan- komu. Við gluggann voru ekki svalir, og niður að götunni voru fimm hæðir. Fyrsta skima liins nýja dags féll inn um gluggann. Brátt myndi fólk liótelsins taka til starfa og orgin vakna. Fyrir þann tíma yrði öllu að vera Íokið. ‘ Enn einu sinni horfði hún á læsingu hurðarinnar. Hún liorfði á dót mannsins, rakáliöld, bursta og skriffæri. Það leit úl fyrir að hann liefði ótt gnægð af slíku. Þarna voru pennar, blýantar, strokleður og lakk. Já, lakk! — Nauðsynin er vissu- lega undanfari uppgötvunar. Hin sára nauðsyn varð þess valdandi að Millicent nú fann upp bragð, sem henni undir venjulegum kringumstæðum, myndi aldrei hafa til hugar komið. Síðasta úrræði hennar var þetta: Hún tók fram eld- spýtnastokk, kerti og lakkstöng og hárnál. Því næst lét hún drjúpa riflega af lakkinu, og rak annan enda hámálarinnar þar í. Þegar lakkið hafði náð að fest- ast vel á liiárnálarálmuna þrýsti hún henni inn i holuna og beið á meðan hún sameinaðist hand-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.