Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 19.07.1942, Blaðsíða 8
.VÍSIÍ* SUNNUDAGSBLAÐ 8.— §Í»M Sani Jones, sem var einhver spurulasti maðurinn í allri New Ilaven, var einhverju sinni á ferð frá Storrs og heim til sín, þegar einfættur Englendingur kom inn í póstvagninn, sem hann ferðaðist með. Eftir langa og kveljandi þögn var forvitnin farin að gera svo mjög vart við sig hjá Sam, að hann mátti til með að spyrja. „Misstuð þér fótinn í orustu?“ sagði Sam og leit á fót Englend- ingsins. „Nei, nei, eg hefi aldrei verið í hernum.“ „Kannske þér liafið háð ein- vigi?“ „Ó, nei, ekki heldur.“ „Þér liafið þó ekki orðið fyrir umferðarslysi?“ „Nei, aldrei lent í neinu þvi- liku,“ svaraði Englendingurinn. Sam hélt nokkra stund áfram að spyrja, en hann fékk alltaf neitandi svar. Loks spurði hann bara blátt áfram hvað eiginlega hefði komið fyrir liann. „Eg skal segja yður það,“ sagði Englendingurinn, „með því einu móti, að þér spyrjið mig ekki fleiri spurninga.“ „Allt í lagi. Segið mér aðeins hvernig þér missluð fótinn og svo skal eg ekki spyrja að fleiru.“ Englendingurinn leil livasst á Sam um leið og hann sagði: „Hann var bitinn af.“ „Bitinn af!“ svaraði Sam, „en hvernig 1 ósköpunum — ha — hvernig?“ „Nei, herra minn — ekki fleiri spurningar,“ sagði Englending- urinn, „ekki eina einustu“. Sam Jones komst heim til sín til New Haven og var þá orðinn mjög sjúkur, en einni viku seinna lést hann. — Banamein- ið var „ófullnægð forvitni“. Þetta gerðist á matstofu veit- ingahúss. Gesturinn kallarfram: „Þjónn!“ „Já, herra!“ „Hvað er þetta?“ „Súpa!“ „Já, en hvers konar súpa?“ „Baunasúpa,“ sagði þjónninn með virðugleik. „Eg er ekki að spyrja hvaða Heyannir Sláttur er byrjaður um land allt. VoriiS hefir veriS þyrkingslegt og kalt og grasvöxtur þvL víða miður gúður. En hitt er þó öllu verra, að fólksekla er svo mikil til svei'ta, að til vandræða horfir í sumum sýslum, og er illt til þess að vita, aö sveitirnar skuli tæmast, því þar er gott og heilnæmt að vera og þar eykst manni þróttur við "nytja- störf og líkamlega áreynslu. súpa það hafi verið, heldur hvaða súpa það er núna.“ • Gamall bóndi kom inn í mat- vörubúð í Noregi og spurði eftir verði á brauði. „Brauðið kostar 50 aura.“ „Nú, já,“ svaraði bóndinn. „Kannske eg fái eitt brauð.“ Kaupmaðurinn pakkaði því inn og fékk bóndanum. Þegar hann liafði tekið við brauðpakk- anum spurði hann: „Hvað kostar þelta bjúga?“ „50 aura,“ svaraði kaupmað- urinn. „Já, einmilt,“. sagði bóndinn hugsandi, „eg ætla að liætta við að kaupa brauðið, en taka bjúg- að íyrst það kostar það sanr.a. Gerið þér svo rcl hér er brauðið, lálið þér mig fá bjúgað.“ Og svo tók bóndinn bjúgað og stakk því í vasa sinn og gerði sig liklegan til þess að fara. „En heyrið þér,“ kallaði kaup- maðurinn á eftir honum, „þér lrafið ekki borgað bjúgað.“ „Borgað það —• auðvilaö hefi eg ekki gert það. Þér fenguð brauðið í staðinn, eða var ekki sama verðið á hvort tveggju?“ „Jú-ú — eg veit það,“ svaraði kaupmaðurinn i neitunartón, „en þér borguðuð ekkerl fyrir brauðið.“ „Borga fyrir það!“ breytti bóndinn út úr sér, „auðvitað gerði eg það ekki. Hvers vegna skyldi eg gera það, eða æilaði eg kannske að kaupa brauðið ?“ „Nei — en,“ maldaði kaup- maðurinn í móinn. „Nú er þá ekki alll í lagi,“ sagði bóndinn og fór leiðar sinnar. -—• .Tæja, svo frændi yðar á engin börn ? — Nei, herra minn. — — Og faðir yðar — hefir bann ált nokkur börn? Bóndi nokkur kom á járn- brautarstöð ásamt konu sinni. Hann gekk rakleitt að farmiða- söluauganu og spurði sölumanu- inn: „Er þrjú-lestin farin fram hjá?“ „Já, fyrir korteri síðan.“ „Og hvenær fer fjögur-lestin framhjá?" „Það er löng stund þangað til.“ „Fer engin farþegalest fram hjá fyrr?“ „Nei.“ „En farangurslest?" ,,Nei, engin.“ „Engin lest?“ Engin.“ „Eruð þér vissir um það?“ „Alveg viss,“ svaraði sölu- maðurinn og var nú orðinn all óþolinmóður. „Jæja Soffia,“ sagði bóndinn og snéri sér að konu sinni, „þá er okkur óhætt að ganga yfir járnbrautarteinaria.“ • — Hvað ertu að gera, Úlli? — Eg er að skrifa bróður mínum. — Þú, sem kannt ekki að skrifa. — Það skiptir engu máli. — Bróðir minn kann ekki að lesa. • Bóndi einn kom heim til sín eftir nokkurra daga veru í boi'g- inni. „Ilvað er að frétta?“ spurði hann vinnumann sinn, sem átti að sjá um heimilið meðan hann var í burt. „Alll ágætt.“ „Ekkert sérstakt skeð?“ „Ekki neitt, sem orð er á hafandi. Hundurinn er dálítið haltur.“ „Jæja, hvernig stendur á því ?“ „Hesturinn steig ofan á liann. Hann brenndist dálítið og fæld- isl og slökk út úr hesthúsinu.“ „Brenndist?“ „Já. Það var þegar hlaðan og hesthúsið brunnu til kaldra kola og allt sem þar var — nema hesturinn — en eg varð að skjóta hann rétt strax, því hann var svo mikið brunninn.“ „Hvernið stóð á því, að hlað- an brann ?“ Vegna þess að hún stóð svo nálægt íbúðarhúsinu. Það sem vakti mig, voru ópin í annarri dóttrir þinní, sem svaf uppi á lofti og kallaði í sífellu að húsið væri alelda.“ „Hvað? Brann húsið líka? Bjargaðist nokkuð?“ „Ójá. Þegar eg vaknaði var eldhúsið í björtu báli, en það var hægt að fara út fordyra- megin og bjarga fólkinu út. En þá mundi eg allt í eiriu eftir epla- kassanum þínum, sem var í búr- inu bak við eldhúsið og eg vissi, að þú vildir áreiðanlega, að hon- um yrði bjargað. Og þegar eg var búinn að koma eplakassan- um út var það of seint að bjarga dætrum þínum.tveim, eða þrem sonnnum eða konunni og þau brunnu öll inni. En eplakassan- um bjargaði eg.“ „Jæja, það var alltaf bót í máli. Kom nokkuð meira fyr- ir ?“ „Nei, þetta var allt. Þetta var mjög rólegur tími.“ Það sorglega við ellina, er ekki það, að maður verður gam- all, lieldur hitt, að mönnum finnst þeir vera ungir. • Annar helmingur lieimsins veit ekki, hve vel hinum lielm- ingnum myndi líða án hans. • Að unna er að fegra, að fegra er að unna.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.