Vísir Sunnudagsblað - 26.07.1942, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 26.07.1942, Síða 1
1942 Sunnudaginn 26. jdli 23. blað Tliftodór írnason: f SIJMARTEYFI FERÐASÖGU-HRAFL DALVÍK. Nœst á myndinni eru íshás og sláturhús KEA, en fram undan íshúsinu er hinn nýi hafnargarður. Skilið við samférðafólkið um sinn. Enn var veðrið þungbúið og kaldranalegt, morguninn, sem við ætluðum að leggja af stað fi'á Akureyri. Einhverjir höfðu vei’ið að spá sólskini kvöldið áður og öll langaði okkur til þess að sjá Svai'faðardal i sól- skini, ekki sizt unga fólkinu, sem ekki hafði séð þá fögru sveit áðui’, þvi að ýrnsir sam- fex’ðamannanna liöfðu farið norðux’, bæði í fyrra og liitt eð fyri’a, á „Brautarhólsmótið“ og fengið glampandi sólskin og gott veður i bæði skiptin, og þeir voru búnir að gera hina for- vitna. En það var lítið um sól- skin dagana sem mótið stóð yfir á Brautarhóli.*) Kuldabx’æla af norðaustri tvo fyrri dagana, svo ekki varð notið neinnar fegurð- ar, — á mánudag sá að vísu til sólar, en þó vantaði miltið á að- „sveitin mín“ nyti sin. Mér þótti fyrir þessu, því að mér var ungum kennt að kalla Svai’faðardal sveitina mína, og þykja vænt um dalinn, því að þaðan er eg ættaður, og þó að eg liafi aldrei verið þar lang- dvölum, þykir mér vænna um hann en aðrar sveitir, og hvergi hefi eg orðið eins gagntekinn og þar af fegurð náttúrunnar í sólskini og sumai'dýrð. En unga fólkið, sexri eg hafði verið sam- ferða að sunnan, var ánægt engu að siður. Á laugardag og sunnu- dag — þegar stoi’mui’inn lamdi tjöldin og regnskúrirnar buldu á þökunum, söng það livað eftir annað með fagnaðarhreim: „Það er sólskin Di’ottins einnig regni í.“ Og á mánudagsmorg- un, þegar loks sá til sólar og loft- ið varð hlýrra, voru allir í sól- skinsskapi. Og svo var kátínan mikil þennan nxorgun, að eg, *) Sjá Vísi 15. þ. m. garnall ski’jóð.urinn, var farinn að hlaupa í „boltaleik“ áður en eg vissi af! En nú var komið að því að eg yrði að skilja við hið skemmtilega, unga samferða- fólk mitt um sinn — það ætl- aði flest austur i Áslxyrgi,- en eg kaus heldur að hitta fx-ænd- ur mína i Dalnum og á Dalvílc og síðan góðkunningja í ,Ólafs~ fii’ði. Við höfðum vei'ið um 50 saman í förinni að sunnan, á tveim stórum bifreiðum, og einn „lúxusbíll“ var með okk- ur, ýmist á undan eða á eftir, eins og tundurspillir í „convoy". Eg hélt, að miklu betur myndi fara um, fína fólkið í þessum bil, heldur en okkur, sem í stóru bíl- unum voru. Það liafði að minnsta kosti verið þröngt um mig, því að sii’a Magnús í Ólafs- vik hafði vei'ið sessunautur minn að sunnan! En eg fékk að reyna „lúxusinn“ lika. Og eg get hugsað mér, að ekkert sé verra að vera um borð í tundurspilli, svo þi’öngt var í lúxusbílnum vegna farangurs. Ekki er eg þó að vanþaklca þetta. Egill vinur minn Sandholt, verzlunarm., sem bílnum stjórnaði, bauð mér að skjóta mér á honum út að Hóli á Upsaströnd, áður en aðal- hópurinn legði af stað frá Brautarhóli. En Egill er ákafa- maður og vill ekki vera að tví- nóna við hlutina, — enda rak hann svo mikið á eftir mér, að helmingurinn af farangri mín- um vax-ð eftir á Brautarhóli. Og á meðan við vorum að rífast um þetta á lilaðinu á Hóli, hélt frök- en ein, — sem setið hafði i biln- um með okkur út eftii', — á hattinum mínum, og hún varð svo hugfanginn af málskrúði okkar Egils, að hún rankaði ekki við sér fyrr en þau voi’U kominn aftur að Brautarhóli. Var hún þá enn með hattinn minn samanvöðlaðann á milli handa sér, — en eg liattlaus úti á Hóli. Hjá frændum. Eg sagði hér að framan, að eg liefði hvergi orðið jafn gagntek- inn og í Svai’faðardal af fegurð náttúrunnar í sumardýrð. Það var fyrir átta árum og urn svip- að leyti sumars. Eg var þá að fara til Ólafsfjai’ðai’, en laugar- dagskvöldið, sem eg lagði af stað úr Reykjavík fréttum við um landskjálftana miklu sem höfðu byrjað þann dag, og faðir minn heitinn, bað mig að skreppa strax til Dalvikui', þeg- ar norður kæmi, til þess að vila, livernig bræðrum lians og öðrum frændum liði. Eg fékk trillubát á Siglufirði til að skjóta mér til Dalvikur. Það var á mánudags- morgun (þriðja jarðskjálfta- daginn), Eyjafjörður allur eins og gljáfægður spegill og Svarf- aðardalur i lieitu sólskinsbaði, iðgrænn milli fjalls og fjöru, áin eins og iðandi silfurslaixga, blá-hvítir reykjarstrókai’nir upp úr eldhússtrompunum — og dauðaþögn. Þarna var mikil al- vara á ferðurn þó að náttúran væri með gleðibrag. Eg lét „trilluna“ renna upp að Hólsbryggjunni, sem frænd- ur rnínir eiga, því að þá ætlaði eg fyrst að hitta. Enginn maður var þar í sjóbúðunum. Eg leit heirn að Hóli. Húsið stóð, óhagg- að, að því er virtist svona langt til, að sjá, stórt og livrtt stein- hús. Það var búið að segja mér að þar liefði orðið miklar skemmdir. Og eg kveið mikið fyrir að liitta Þorleif gamla föð- urbróður nxinn. Hamx var efna- bóndi alla sína búskapartíð, en honum hafði hætt talsvert við að bera sig illa ef eitthvað bar út af. Nú var hann að visu búinn að fela syni sínum búið, en eg bjóst við að nú myndi varla vei'ða við hann talandi, eftir þetta áfall. Og’ það þurfti þá ein- mitt að vera hann, sem eg hitti fyrstan nxanna. Hann var einn, neðarlega ó túninu, gamli nxað- urinn, að raka. Og eg varð alveg forviða, þegar eg fór að tala við hann. Mér fannst hann jafnvel vera hressilegri en hanxx lxafði verið, þegai' eg liafði hitt hann

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.