Vísir Sunnudagsblað - 26.07.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 26.07.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ v“°’r Kemur hann aftur? Þetta liaust var óvenju þoku- samt í Vetren. Oftast niöaþoka og hráslaga lculdi og veggir smáhúsanna í þorpinu voru lé- leg hlífð gegn honum. Á götun- um var víðast ökladjúpur aur og sumstaðar í miðja kálfa, hávaði, ryskingar, allt á ringul- reið. Kerrur, sem dauðþreyttir hestar drógu sumir haltir — herflutningsvaghar, sem uxum var beitt fyrir, búfénaður, öku- menn og guð veit hvað var á hverri götu, svo að vai’la varð þverfótað, einkanlega á svæðinu milli kránna. Og hingað og þangað í þessari kynlegu þröng voru hermenn, einn eða nokkriv í hóp, sumir klæddir sauðskinns- úlpum, aðrir venjulegum her- mannafrökkum, og enn aðrir, og þeir voru flestir, höfðu vafið um sig slitnum feldum, stöguð- um saman úr lélegum, hættum hrekánum. Skotfærabelti sín, sem náðu frá öxl að beltisól, og riffla sína, höfðu þeir skreytt með skógargreinum, en herða- löskur sínar höfðu þeir hengt á byssustingina. Þarna stóðu þessir hamingju- sömu „pechegani“, en svo voru þessir rúmensku hermenn oft nefndir á þessum slóðum, og þeir sungu við raust, aurugir upp í kné, rakir af þokusuddan- um inn að skinni — en samt sungu þeir. Við anddyri annarar krárinn- ar stóð hópur sveitafólks, er leit í áttina til hermannanna, en fyrir framan aðalveitingahúsið, var sægur kvenna og barna. Þarna hafði fólkið safnazt sam- an til þess að kveðja og fylgja úr garði liermönnunum fi’á Vetren, sem voru nýkomnir frá Harmanly, þar sem þeir liöfðu harizt við Tyrki, en voru nú á leið lil Sofia, höfuðborgarinnar, en jxaðan áttu þeir að sækja fram gegn Serbum. „Þarna fer sonur Georgeffs. HeiII Tsvelko!“ „Þarna er RangeII!“ „Heyi’ðu, Ivan, hvar er hún móðir þin ?“ Þannig var mælt og kallað. Nú fór ný fylking framhjá. — Blómvöndum var þrýst fljótlega í hendur hermannanna, er fram hjá fóru. En stundum heyi’ðist gi’átur og ekkasog. „Mamma, hérna er stóri hróð- ir,“ kallar ljóshærð telpa, rjóð i kinnum. „Stoyan hróðir,“ kallar átta ára gamall drenghnokki, er stendur við hlið lelpunnar. — Hann breiðir út faðminn móti hermönnunum. „Sonur minn, sonur —“ Rödd móðurinnar var grát- þrungin. Sterkíega vaxihn dökk- .eygur unglingur rýfur röð fylk- ingar. Hann horfir andartak á móður sína og svo á systkinin. Svo þrýstir hann kossi á hönd móður sinnar og kyssir börnin á ennið. Stúlka, sem nærstödd ei’, réttir honum blómvönd. Öðr- um blómvendi er hent til hans. Hann stingur þeim fyrri i barm sér, hinum undir húfuna yfir liægra eyra. Svo hleypur lxann léttilega af stað, til þess að ná í félaga sína, sem höfðu haldið á- frarn — syngjandi. „Vertu sæll, drengurinn minn,“ kallar móðir hans á eft- ir honum. „Stoyan,“ kallar telpan. Það liafði næstum liðið yfir hana. En orð þeirra druklcna i hávað- anum. Stoyan hvarf í hermanna- fylkingunni og hermannaþyrp- ingin hvarf í þokunni. En móðir lians stóð grafkyrr og mændi á eftir honum — á þokuvegginn, sem nú var milli þeirra. Telpan ber svuntuhornið að augum sér, en móðir hennar, sem nú er farin að gráta, staul- ast nú heim á leið með börn sín. Hún er komin heim í gamla kofaskriflið. Hún opnar drag- kistu sína og undan fatahrúgu dregur hún upp kertisstubb. Hún kveikir á honum og setur logandi kertið fyrir framan mynd Frelsarans. Svo krýpur hún á kné og biður lieitt og lengi. Og þegar svefninn kom, sigl- ir draumur í kjölfar lians. Hún sá geysistórt ský og herinn livarf inn í skýið og með honum Sloy- an, hann Stoyan hennar. Og það gekk á með þrumum og elding- um. Himininn virtist standa í loga. Jörðin skalf. Og Stoyan var horfinn. Og liún móðir hans, hún Tsena, sem var orðin gömul fyrir tímann, af þvi að svo mjög hafði mætt á henni, vaknaði í angist. í kytrunni liennar var kalt og rakt. Úti næddi kaldur vindur. Strið, hugsaði Tsena, góður guð, stríð! — Guð minn góður, verndaðu hann. Heilaga María, verndaðu drenginn minn, leiddu hann heím til mín aftur.“ Það var komið undir dögun, þegar hún loks festi blund aftur. I býtið næsta morgun för hún á fund Péturs frænda. „Pétur frændi! Fyrir hverju er það að dreyma ský?“ „Ský, Tsena frænka,“ sagði Pétuf spekingslega, „eru tvenns- konar, ský sem breytast í regn, og ský, sem leysast upp og hverfa. Hvers konar ský dreymdi þig?“ Hún sagði honum drauin sinn. Pétur var mjög hugsi langa stund. „Óttastu ekki, Tsena. Þessi draumur er fyrir góðu. Þú færð bréf frá Stoyan áður langt liður.“ Og gleðiljómi vonarinnar skein í andlili Tsenu. Viku síðar komu hermenn til þorpsins með serhneska fanga. Einn þeirra færði Tsenu bréf frá Stoyan, og hún skundaði til prestsins, sem las það fyrir hana. Bréfið var á þessa leið: „Móðir mín, eg skrifa þessar línur til þess að láta þig vita, að eg er á lífi og heill og að við höfum unnið sigur á Serbum. Heiðruð, lengi lifi Búlgaria. Mér líður vel og af Rangell Stoyn- off og Dimitri frænda er allt gott að frétta. Hann biður að heilsa henni móður sinni. Talclu Tsvetanovi-mittisólina mína og varðveittu. Eg gleymdi henni og krakkarnir gætu skemmt liana. Á niorgun munum við lirekja Serba gegnum Dragoman- skörðin og þegar eg lcem aftur ætla eg að færa Kinu minjagrip frá Nish. Eg sendi þér einn Iev, svo að þú getir keypt þér eilt- livað. Segðu Radulcho, að eg skuli kenna lionum að flauta svo að það likist dyn vélbyss- unnar. Með kveðju, er jeg j>inn lilýð- inn sonur Stoyan Bobroff. P.S. Bezlu kveðjur lil Pét- urs „afa“. Mig langaði til að senda honum serhneskan riffil, en eg gat ekki komið honum á neinn. Þeir eru langdrægir, en ]>að er fljótlegra að miða rétt með okkar byssum. Berðu Stoy- önku beztu kveðjur, mamma. — Tsena var frá sér numin af gleði og flýtti sér að befa kveðjuna til Stoyönku. En eng- inn var fegnari en Radulcho, þvi að bróðir hans hafði lofað hon- um að flauta svo að það líktist kúlnadyn, Þegar Tsena hélt heimleiðis frá húsinu, þar sem Stoyanká átti heimá, leit hún nýkominn hóp serhneskra fanga, og fylgdi þeim aðeins einn búlgarskur dáti. Hepni sýndist fvrst, að það væri hann Stoyan hennar. En það var ekki hann. Hún var í þann veginn að spyrja hann, hvort hann færði henni fregnir af Stoyan, en þá varð henni litið nánar á serbnesku fangana. „Eru þétta Serbar?“ hvíslaði hún að sjálfri sér. „Og þeir eru svo góðmannlegir á svipinn. — Vesalings mæður þeirra. Bíðið andartak, piltar.“ Og hún skrapp inn í kofann og kom út með brennivíns- flösku. Búlgarski hermaðurinn hrosti góðlátlega og’ sagði föng- unum að nema staðar. Brenni- vínið hressti þá upp. Þeir höfðu verið að fram komnir. — „Þökk, m.óðir,“ sögðu þeir. „Og það er dropi eftir handa mér,“ sagði búlgarski liermað- urinn hlæjandi. „Heill, amma,“ sagði liann og drakk það, sem eftir var í flöskunni. Svo liéldu þeir áfram göngu sinni. „Guð kristinna manna,“ sagði Tsena. „Um hvað skyldu þeir vera að berjast?“ Það var húið að semja vopna- hlé. Og nú var farið að liða að jólum. Og hermennirnir voru að smátínast heim í jólaleyfi. Sumir höfðu þegar verið nokkra daga í Vetren. En Stoyan var ekki þeirra meðal og enginn virtist vita neitt um liann. Vesa- lings Tsena, hún var svo óróleg, liver hugsun kvíðahlandin. Hún beið milli vonar og ótta. Hún sat í gamla stólnum sínum, er annír leyfðu, dag hvern, og leit til dyra. Hví var ekki barið að dyrum? Rangell Stoynoff var kominn lieim, og Pétur, sonur .Dinoffs, var líka komínn heim. Og báðir Stamatoff pillarnir. Hún spprði þá árangurslaust frétta.af Stoyan. Þeir höfðu all- ir verið saman um skeið, en svo livarf liann úr hópnum. Vesalings Tsenu þrengdi unt hjarla. Henni fannst eins og öll brjósttengsli væri að slitna. En lienni féll vart verk úr hendi, en hún var eins og vél. — Tsena var ekki gömul að ára- tölu, eti hún hafði elzt fvrir tímann, og vinnufær var hún enn. „Mamma, hér er Dimitri frpendi,“ kallaði Kina, dóttir hennar. Tsena fagnaði honum vel. „Velkominn heim, Dimitri frændi. Hvar er Stoyan?“ En Dimitri vissj ekkert um hann.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.