Vísir Sunnudagsblað - 26.07.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 26.07.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Böðvar frá Hnífsdal: Hið sumarfagra Norðurland. í Varraahlíð var staðið við um stund, en siðan lialdið á- fram austur yfir héraðið. Margt er ólíkt um Húnáþing og Skaga- fjörð, en tvennt virðist manni líkt: Bæði þessi byggðalög eiga víðuáttumikil graslendi, vall- lendi og mýrlendi, sem sýnast fela í skauti sínu nær þrotlaus- ar slægjur og nær ótakmarkaða ræktunarmöguleika, en á liinn bóginn bera víða fyrir augu brörlegar bvggingar, gamlir og niðurniddir torfbæir, veggja- skekktir og gengnir af göflum. Leiðin liggur nú fram langan dal, sem lieitir, að mig minnir Norðurárdalur. Er dalur sá langur og fremur einbæfur um landslag og gróðurfar. Vegur- inn þar er enginn „luxus“-veg- ur, svo að við getum tekið undir með Erni Arnarsyni: „Bíllinn rennur um ruddan veg, rambar og skelfur stundum. . .“ En um það bil, sem við erum að komast upp úr þessum dal, liggur vegurinn i bratta, rétt ofan við djúp og hrikaleg gljúf- ur. Heita þar Giljareitir. Líður nú ekki á löngu, áður maður kemur i Öxnadal, „þar, sem báir hólar, liálfan dalinn fylla“. Á einum stað ber þar einkennilega bergdranga við himinn á fjalls- brún einni. Rísa þeir eins og gotneskar turnspirur úr hamrahvelfingu fjallanna mót Iieiðum kvöldbimni, eða máske er það verndarvættur dalsins, sem réttir þar upp fingur sina, til merkis um það, að bún sverji alveldi uppliimins trún- aðareiða. Bíllinn heldur áfram og loksins rennur bann inn að . ráðbústorgi Akureyrar, kl. 11 um kvöldið. Mikill mannfjöldi þyrpist utan um bilana, sumir eru að taka á móti fólki, en sumir virðast bíða eftir ein- bverju öðru. „Eftir bverju bíður þetta fólk?‘ ‘spurði eg einbvern. „Eftir því að ná i Morgunblað- ið í dag, sem kemur með bílun- um. „Sér er nú hvcr græðgin i sálarfóðrið,“ hugsaði eg, sem bafði marglesið það góða blað á leiðinni. — Við fréttum nú einn- ig, að öll hófel hinnar norð- lenzku höfuðborgar væru yfir- full. Þóltu okkur það vond tíð- jntji, „Sjá piegum vjð nþ brátt. bversu náð þín bafa dugað,“ mælti eg við Þórodd, hinn þing- eyska ferðafélaga minn. Þór- oddur var öllum linútum kunn- ugur þar nyrðra, liélt því fram, að Hótel Goðafoss væri allra bótela bezt og bafði pantað þar gistingu fyrir okkur, þremur dögum áður en við lögðum af stað frá Rvík. Það reyndist samt svo, að síðan bafði ekkert pláss losnað á bótelinu, en bót- elið bélt sínu áliti í augum okk- ar, því að það bafði útvegað okkur berbergi úti í bæ. i III. Þcgar eg gerðist heimasæta. Við gengum nú um Akurevr- arbæ og leituðum að gististaðn- um, sem bótelið bafði okkur út- vegað, og fundum bann brátt. Það var lítið bús í svonefndri Lækjargötu, en sú gata liggur í gili einu, innan til í bænum. Um gilið rennur lítill lækur, sem verður sennilega stór á vorin, brekkurnar eru prýddar görð- um eða grasi. Húsfrevja tók á móti okkur, snarleg kona i fasi, létt í tali og með glettnisglampa í augunum. — „Eg liefi tilbúin tvö berbergi fyrir ykkur,“ sagði bún, „en þið verðið að koma ykkur saman um, hvernig þið skipið ykkur niður í þau.“ Við létum í ljós undrun vfir því, að svo mikið væri undir lagt, kváðum eitl berbergi með þremur rúmum nægt bafa. Frúin útskýrði nú málið. „Þegar eg spurðist fyrir um ]>að á Hótel Goðafoss, bvernig bæri að útbúa gistinguna fyrir ])etta þrennt, sem pantað bafði verið pláss fyrir, var ógreitt um svör. En auðvitað skipti það nokkuru máli, hvort bér var um þrjá karbnenn að ræða eða bvort eitthvað af kvenfólki var með i förinni!! Eg beld að við böfum glápt fremur heimskulega hver á ann- an, því að engum okkar bafði dotlið þessi möguleiki í hug. „Hótelið vissi ekkert um þetta,“ hélt frúin áfram. „Það kvaðst kannasl vel við þann, sem pant- að hefði, en ekkert vita um föruneyti hans, ef til vill væri bann með konuna með sér og einhvern kvenmann benni ó- bangandi, en annars yrði ekkert sagt um þetta með neinni vissu. Þess vegna yildi eg vera við öllu búin, bjó um hjónin í stærra berberginu, sem eg liefi, en í ])ví minna bjó eg um bina vænl- anlegu heimasætu, sem mér datt belzt í bug að væri systir ann- arsbvors bjónanna eða þá dótt- ir þeirra.“ Þegar frúin bafði lokið máli sínu, bló bún bjart- ánlega að þessum skemmtilega misskilningi og við gátum lield- ur ekki varizt hlátri. Við þremenningarnir skutum á skyridiráðstefnu til að ákveða niðurröðun í berbergin. Þór- oddur liélt auðvitað tign sinni, bann var eiginmaðurinn, Hjört- ur blaut frúarstöðuna, fyrir sitt kvenlega útlit og „dömulega“ Látbragð, en eg var gerður að beimasætu. „Foreldrar“ mínir sögðu að það væri vegna þess, að eg væri svo sauðfrómur og einfeldnislegur á svipinn, en eg bélt Iiinu fram, að það væri vegna mins barnslega sakleysis og vanþekkingar á öllum „djöf- ulsins vélabrögðum og freisting- um.“ En við vorum þreyttir eftir ferðalagið og flýttum okkur því að ganga til náða. Dálitla stund lá eg vakandi í rúmi mínu og borfði út um opinn gluggann, út í sumarnóttina. Það var eitthvað svo undarlega lieillandi að vera allt í einu ung heimasæta. Eg „lifði mig inn í“ hlutverkið og lét liugann reika um undrageim binna rómantisku vökudrauma, ])ar sem bilið milli draums og veruleika rennur saman 1 eina beild. Mig dreymdi forkunnar fagran svein, töfrandi persónu- leika, ólíkan öllum mínum fyrri unnustum, dreymdi að bann kæmi og bvislaði ástþrungnar setningar inn um gluggann. Ef til vill klifraði bann inn um gluggann og settist ó stólinn við rúmið mitt. Og af því að eg var nýtizku heimasæta, var ekki eins einföld og saklaus og eg leit út fyrir, fór eg að bugsa um, hvort eg ælti heldur að óska mér, að bann væri fínn forstjóri, með nýjan amerískan luxusbil og Va milljón krónu funkisvillu i böfuðstaðnum eða brezkur gen- eral, með stjörnum og gull- flúri, verandi lord, eigandi æll- arseturs í Englandi og milljóna- eignir um heim allan. Þetta við- fangsefni varð of erfitt mínum nýskapaða ungmeyjarbeila, þvi að út frá því sofnaði eg. t IV. Rorg hinna ilmandi birkilunda. Sunnudaginn 13. júli notuð- um við til þess að skoða bæinn. Við borðuðum á Hótel Goðafoss og komumst að raun um, að ekkert var um pf mælt af Þór- oddi, Margir bafa lýst ánægju sinni yfir því að bafa komið til Akur- eyrar og fleiri munu þó eiga eftir að gera það.Náttúran hefir gefið þessum bæ fagurt um- hverfi, en það befir bún líka gef- ið sumum öðrum bæjum á ís- landi. En íbúar Akureyrar virð- ast, ef dæmt er eftir verkunum, vera svo langt á undan öðrum bæjarbiium á landinu i fram- takssemi, snyrtimennsku og smekkvísi, að það er engu lík- ara en að þar ríki önnur eldri og rótgrónari menning. Þennan fagra sólskinsdag gengum við um þurrar og þrifalegar götur og virtum fyrir okkur búsarað- irnar. Fyrir framan fjölda búsa eru snotrir garðar, skreyttir blóm- uin, björk og reyniviði. Eins og flestir vita, stendur liluti Akur- eyrar niðri við sjóinn, undir bá- um bökkum, en svo stendur önnur búsaröð uppi á bökkun- um. Víðast hvar er liin bratta brekka, ofan við neðri búsaröð- ina, fegruð eftir föngum. Lang- oftast sér maður lóð hvers búss vandlega girla og vel um gengna, grasfletir, matjurtir, blóm, runnar og tré, skiptast þar á. Stundum standa búsin nokkuð uppi í brekkunni og eru þá oft þrep úr steini eða timbri frá götunni og upp að húsunum. Venjulega sér maður þá einnig að brekkan framan við búsið hefir verið löguð til, þannig, að bún félli í fagurt samræmi við beildarlínurnar í þrepunum og framhlið byggingarinnar. Við göngum áfram, upp á brekkuna og inn í Lystigarð Ak- ureyrar, það er sannlcallaður Edengarður i svona fjölmennum bæ. En Biblían segir, að það bafi verið konu að kenna, að mannkynið naut ekki aklin- garðsins Eden, óletrun í Lysti- garði Akureyi’ar segir, að konur bafi gert þann garð. Þeim kon- um ber að þakka — og af þeim konum mættu allar landsins konur læra, því að alla bæi á ís- landi vantar slíkan stað, öll þorp, alla samkomustaði, skóla og kirkjur. Jafnvel við hvern einasta sveitabæ ætti að risa upp dálitill lystigarður, þar sem blóm og tré gleðja augað og þroska fegurðartilfinninguna. Já, garðurinn er fallegur og ti’én furðu hávaxin. Þarna reik- uðum við nú um stund undir krónum trjánna. Loftið var þrungið sólaryl og skógarilmi. Það var eins og maður væri kominn til annarra, suðlægari ög heitari landa, eða réttai'a sagt inn í annan og betri heirn, þar sem fegurð og friður skip- uðll öndvegið í stað ógnar og

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.