Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Qupperneq 1
1942 Sunnudaginn 2. ágúst 24. blað sa Jóoas Sveinsson: Frá V ínarborg: St. Stephanskirkjan í Vín, sem tók 300 ár aS byggja. Hún er ein af glæsilegustu kirkjum veraldarinnar. Hún er 140 mtr. að lengd og turninn 140 mtr. aS hæö. Vinarbúar segja, aS ef ferSamaSur vilji kynnast kirkjunni vel, þá muni þaö taka hann eitt ár. Eg nálgast síöasta láfangann á ferö minni til Vínarborgar.Eim- lestin brunar eftir djúpum döl- um, og meðfram báum hrika- legum fjöllum, er eitt tekur við af öðru svo langt sem augað eygir. Öll eru þau skógi vaxin frá rótum til efstu tinda. Með- fram fljótsbökkunum, og liærra upp í fjallahlíðunum, í skógar- rjóðrum, bregður fyrir bænda- býlum eða smáþörpum, er hverfa svo aftur eins og örsltot. A stöku stað liátt uppi sjást gamlar hálfhrundar kastala- rústir, og sumstaðar blasa við gulleitir klettar og Ieirbörð, brend af sólinni ökl eftir öld. Áfram, áfram. Hér mætir manni að lokum landið sem kalla miá umhverfi Vínarborgar. Háu fjöllin og djúpu dalirnir hverfa nú smám saman sýnum, og taka við akrar og ræktaðar lendur. Þó rísa hér og hvar á sléttunni búngubreiðir hólar og hæðadrög, líkt og öldur á út- hafi, og líða fram hjá með liraða eimlestarinnar. Bændabýli og smáþorp sjást hér á víð og dreyf, kúahjarðir á beit, barna- hópar að leikjum, og starfandi menn, er hta upp andartak er eimlestin geysar framhjá með eldhvási og löngu reykjartagli. •Á þessum augnablikum flýg- ur huguriijn víða, því fátt lieill- ar hugann líkt því sem fagurt land er sagan bregður draum- Ijósi sínu yfir. Einmitt í þessu umhverfi og nágrenni þess bjuggu mennirnir er réðu nið- urlögum trylltra Asíumanna endur fyrir löngu, er þeir hugðu á landvinninga, rán og grip- deildir í álfu vorri. Hér á þess- um slóðum hófst þrjátíuára stríðið, og þarna var vefurinn ofinn er hleyfti styrjöldinni miklu af stað fyrir 28 árum síð- an. Áfram þýtur liraðlestin og nálgast fyrr en varir milljóna- horgina frægu, Vínarborg. Og þarna glyttir í Dóná, sem segja má um, að beri í nið sinum óm- inn af þungri baráttu og örlög- um liðinna kynslóða. Breið og lygn og kolmórauð veltur hún áfram niður á sléttur Ungverja- lands. Og þeim er ókunnugir eru, og í fyrsta sinni koma á þessar slóðir, veldur það nokkr- um vonbrigðum að sjá hvergi bláa litinn sem skáldin svo oft hafa rómað! En um ekkert er að villast þetta er Dóná, áin 1‘ræga, sem svo oft og mjög kemur við sögu kynslóða þeirra . er þarna hafa búið öld eftir öld. Svipmikil sjón blasir við aug- um, er lestin nálgast borgina. Lengi bera lágir hálsar og hæða- drög á milli hennar og ferða- mannsins en allt í einu blasir hún við, og vekja þá strax at- liygli fagrar skógivaxnar hlíðar, og Stefánsturninn frægi er mænir hátt í loft upp í miðri borginni. En ofar -þessu og nokkru sunnar, gnæfa við him- inn snæfi þakktir tindar Alpa- fjallanna. Loks nemur lestin staðar á Austurjárnbrautarstöðinni. — Múgur og margmenni er þar samanlcomið eins og vant er, og þar þjóta eimlestirnar fram og aftur svo að segja á hverri min- útu sólarhringsins. Eg sé ótal andlit, heyri allskyns hávaða i þessu endalausa mannhafi. Hróp og org, kossar og fagnað- arlæti blandast livað öðru, en að lokum staðnæmist augað við tötrum búinn mann er liggur flötum beinum ofantil á braut- arpallinum, steinþegjandi og berhöfðaður. Við nánari atliug- un vantar á hann hægri hand- legginn, en hinn vinstri réttir hann i áttina til þeirra er fram- hjá ganga. Þetta er aðeins eitt þeirra bleiku, kinnfiskasognu andlita, er ferðamanninum mætir á hverju götuhorni um þessar mundir i hinni lifvana höfuðborg Austurríkis. Með leifturhraða hugans bregður fyrir mörgum myndum í ör- snöggri svipan: Vín, sem skáldið nefnir „draumaborgina“. Höf- uðborg ríkis er eitt sinn byggðu 60 milljónir manna. Borg tón- ’ skáldanna frægu. Borg riki- dæmis og óhófs, og stoltra liöfð- ingja. Nú var öldin önnur. Árið 1927 var Vín aðeins höfuðborg kot- ríkis. Líkt og sjúkur maður er liggur hjálparlaus án matar og drykkjar. Vegna hinna heimskulegu úr- ræða Versalamannanna, ríkti nú örbirgð, hungur og megn ó- ánægja er nær stappaði upp- reisn. Á leiðinni til gistihússins sé eg á götuhorni, sem ekki er f jöl- farið, milda mannþyrpingu ut- anum mann einn, er talar ákaft. Dylst manni ekki að umræðu- efnin muni vera eldfim. Á öðrum stað reka ríðandi lögregluþjónar nokkra lugi eða liundruð óánægðra manna á undan sér, svo auðséð er, að ekki er kyrrt í borginni. Borgin minnir á jötunn, sem brýst fast um í böndum sínum, — leikur allt á reiði skjálfi, og má við þvi búast, að böndin bresti þá og þegar. Þegar nálgast miðbæinn virð- ist allt ganga sinn vanagang. Eftir gangstéttunum líður hæg- ur breiður straumur af skraut- klæddum stórborgarlýð. Fjör- legar og fi’iðar stelpur láta leiða sig af hálfvöxnum piltum, skellihlæjandi og með ótvíræð- Hluti af aöalgötu borgarinnar, Hringbraut (Ringstrasse). Iiún er 60 m. breíS, trjágöng tii beggja handá og tatin ein fegursta borgargata í veröldinni. ViS götu þessa eru ýrnsar stórbyggingar, s. s. þinghús (neSst t. v.), ráShúsiS (ofar t. v.) 'og háskólinn (t. h.)

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.