Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 02.08.1942, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Katena Paxinou, sem er leikkona, liafði ekki séð mann sinn, Alexander Minotis, í tvö löng ár, þegar hann lcom til New York núá dögunum. Hann hafði sloppið úr fangabúðum Þjóðverja. — Frúnni varð svo mikið um að sjá mann sinn, að hún hágrét af gleði. tíðinda. Fólkið þar varð því að sitja uppi með mig í heila þrjá daga í viðbót. Á föstudaginn fór Þóroddur með mig í reiðtúr austur á Ax- arfjarðarheiði. Það var síðasta lexía mín í þingeyskri þekk- ingu, því að morguninn eftir fór eg í áætlunarbíl áleiðis til Akur- eyrar, þvi að þá hafði eg frétt, að Esja væri væntanleg þangað um Iielgina, en myndi snúa þar við vestur og suður. Iívaddi eg því fólkið á Brekku, þakkaði fyrir mig að gömlum og góðum islenzkum sið, renndi augunum yfir fjallahringinn fagra í síð- asta sinn og stakk mér svo í ið- ur skröltormsins sem skakk- lijólaðist eftir veginum i vestur- •átt. IX. Augnabliksmyndir úr Þingeyjarsýslum. Sunnudagurinn 27. júlí. Það er snemma morguns. Veður er bjart og hlýtt. Esja skríður út spegilsléttan Eyjafjörð. Eg renni huganum yfir þessa daga, sem eg dvaldi í Þingeyjarsýslum og reyni að festa aðalatriðin i minni. I fyrsta skipti liafði mér gef- izt kostur á því að sjá nokkuð af þessum víðkunna landshluta með eigin augum og sjá ibúa hans heima fyrir. Eg hafði lieyrt mikið lálið af fegurð sumra staða þar, en svo endaði það með þvi að eg sá fegurð nokkurra þeirra dásam- aða í auglýsingum um bíla- ferðir og í samhandi við rekstur sumargistihúsa, og þá misstu nú þeir staðir allt aðdráttarafl fyrir mig persónulega. Þingev- ingum ýmsum hafði eg kynnzt i Reykjavik og viðar. Þeir voru upp og niður eins og allir aðrir. Sumir voru montnir og mikil- látir, stundum mikluðust þeir af því sem ekkert var, stundum af sæmilegum hæfileikum. Eg hafði líka kvnnzt Þíngeyingum, sem voru húnir glæsilegum hæfileikum og miklum mann- líostum, en hjá þeim bar hvorki á monti né íramhlevpni. Með öðrum orðum: Þingeyingar þeir, sem eg hafði kynnzt utan Þingeyjarsýslna, voru e. t. v. að jafnaði nokkuð meiri á lofti en aðrir, en að öðru leyti öðrum mönnum líkir. Eg hafði til þessa talið Þing- eyinga Þingeyinga, úr hvorri sýslunni, sem þeir voru. En i þessari ferð lærði eg m. a., að þeir líta öðru vísi á, þeir gera greinarmun. N.-Þingeyingar sögðu — auðvitað í gamni — að þingeyska montið væri alll úr S.-Þingeyingum. S.-Þingeyingar bentu mér hinsvegar á þá staðreynd, að flest skáldin og andans menn- irnir væru S.-Þingeyingar og þar væri lika búnaðarmenningin meiri. Um fyrra alriðið er eg þeim sammála, enda eru þeir miklu mánnfleiri yfirleilt, en um hið síðára finnst mér orka tvímælis. Það má auðvitað benda á tölur eins og þær, að á síðustu tíu ár- um hafi verið reist 112 vönduð íbúðarhús úr steinsteypu í S.- Þingeyjarsýslu, en 51 á sama tíma í hinni. En þetla er enginn ínælikvarði. Það er bara eilt, sem þessar tölur sanna, þær sanna, að engar tvær sýslur á landinu jiafa sýnt jafn mikinn dugnað við að endurbæta híbýli sin á þessu tímabili og Þingeyj- arsýslur. Og sannleikurinn er sá, að maður þarf ekki að ferð- asl þar lengi um, lil þess að fá þá hugmynd, að i raun og veru standi þær flestum eða öllum öðrum sýslum framar. Það er enginn efi á þvi, að enn þann dag í dag, lifir þar einliver alþýðumenning, sem ekki á sinn líka annarsstaðar. Hún stendur víst enn á gömlum merg, stendur þá og fellur með hinum, að mestu leyti, sjálf- menntuðu gáfumönnum, sem nú taka fast að eldast. Það er að vísu sú hætta á, að þessir menn hugsi sem svo: „Eins og við gát- um aflað okkur andlegs þroska með bókalestri og heimanámi, svo geta og aðrir það — og mtln það affarasælast“. En tímarnir breytast og þeir breyta mönn- unum, lifsskilyrðum þeirra, at- vinnuhátlum og menningar- fyrirkomulagi. í Suður-Þingeyjarsýslu er vel séð fvrir fræðslu unglinga og húsmæðraefna, því að á Laug- um er héraðsskóli og hús- mæðraskóli. Barnafræðslan virðist þar aftur á móti vera rekin með hinu gamla farskóla- fyrirkomulagi langviðast. í því efni standa N.-Þingeyingar framar, þvi að bæði í Axarfirði og í Núpasveit hafa verið reist- ir myndarlegustu hehnavistar- skólar. Eitt af því, sem annars ein- kennir S.-pingeyingarsýsIu, er það, hversu margir bæir hafa kQinið sér upp rafstöð á síðustu árum. Nú er landslagi þar víða svo Iiáttað, að ekki er auðvelt til vatnsvirkjunar, en þá nota þeir hara vindknúnar stöðvar. Sýnir þetta, liversu fljótir þeir eru að taka nýjungum, sem til bóta liorfa. Annars mun eg nú hér eflir tala um Þingeyinga i heild og gera engan sýslumun, það er hvort sem er engum fært, nema þeim sjálfum. Það var alltaf yndislegt veð- ur, meðan eg dvaldi i þessum sýslum. Má vel vera að það hafi nokkur áhrif á þær hugmvndir sem eg hefi fengið um fólk og land, en eg segi bara hvað mér fannst og hvernig það kom mér fyrir sjónir. Þar sem eg sá fólk að vinnu, virtist mér vinnulag þeirra bera vott um mikla verk- menningu. Viða eru lönd véltæk og fólk- ið virðist kunna að notfæra sér það út í yztu æsar. Byggingar eru víðast vandaðar og vel sam- ræmdar umhverfi, sumstaðar sér maður reisuleg stórbýli, annarstaðar snotur smábýli. Og fóllc virðist þar um slóðir hafa almennari smekk en almennt gerist fyrir því að hafa þi-ifalegt og snoturt i kringum hibýli sín. Þeir Þingeyingar, sem eg kynntist, revndust mér gest- risnir og glaðlvndir, örir í skapi og andlega vakandi, en ekki á- vallt jafn gjörliugulir. Nú geng eg þess ekki dulinn að eg kynnt- ist alltof fáum mönnum og kom á alltof fáa bæi, til þess að at- hugasemdir iriinar liafi nokkurt gildi sem áreiðanleg lýsing á heildinni. Þetta, sem eg hef riss- að niður, ber að skoða sem augnabliksiíiyndir — annað ekki. Eg fór austur í Þingeyjarsýsl- ur til að sjá eittlivað nýtt og fallegt, og eg sá það. Það er al- kunnugt, Iiversu fólki hættir til að verða áslfangið i sumarleyf- um. Og það er vel skiljanlegt, því að þá varpa menn af sér oki hversdagsleikans og „stilla sig inn á“ bvlgjulengd hrifning- anna. Nú, og livi skyldi maður ekki geta orðið ástfanginn sem snöggvast í landslagi og íbúum heilla byggðarlaga, alveg eins og' í einhverri sérstakri „heima- sætu í djúpum dal, droltning allra kvenna?" Eg hef liklega orðið „skotinn“ i Þingeyjarsýslum, og liklega verður það skammlíft eins og öll önnur „skot“, þess vegna er bezl að njóla þess, meðan það endist. — — — Klukknahljómur hevrist neð- an úr skipinu. Það er- hringt til morgunverðar. Farðu vel! Eg sé þig síðar, þú sumarfagra Norðurland. — — H I T T 0 G 1» E T T A. Einn af yngstu „veterönum“ í her Bandaríkjanna er Jinimy Gonzales, 18 ára gamall, sem var vélbyssuskytta í lier Madrid- stjórnarinnar í borgarastyrjöld- inni, 14 ára gamall. Hann barð- ist hjá Madrid, Valencia, Guad- alajara og Teruel, en þegar Franco var sigraður var hann settur í fangelsi. En Jimmy var fæddur í Uniontown í Pennsyl- vania-fylki í Bandaríkjunum, og þessvegna tókst Bandaríkja- stjórn að fá hann látinn lausan. Faðir Jimmys, Sindulfo, sat þá enn í fangelsi í Madrid. • Flugvélaframleiðsla er orðin svo mikil í Suður-Kaliforniu, að í Los Angeles-héraði starfar nú fjórði hver maður að flugvéla- framleiðslu. • Kolaframleiðslan í Kanada nam 5.191.694 smál. á fyrsta fjórðungi þessa árs, en á sama tíma í fyrra nam hún 4.826.332 smál.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.