Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Page 1
\ 1942 Sunnudaginn 9. ágúet 25. blad Bernhard Grant: Þegar Messína hrundi til grunna. |f öfundur þessarar frásagriar af jarðskjálftanum mikla á Sik- ** iley, sem lagði borgina Messína í rústir og varð fjölda manns að bana, var blaðaljósmyndari hjá Daily Mirror í Lond- on, þegar atburður þessi gerðis . Blaðaljósmyndir voru þá rétt að byrja áð ryðja sér til rúms. Þegar eg sté á land í Messina á nýársdag 1909, hélt eg sann- ast að segja, að eg mundi bíða bana Jjá og þegar. Eg var ef til vill full-svartsýnn, en eg hafði líka fulla ástæðu til þess. Borgin var í rústum eftir mestu landskjálfta vorra tíma, en það sem skaut mér mestum skelk i bringu, var þrumugnýr áframhaldandi jarðhræringa. Þær voru að vísu ekki miklar, en landskjálftar voru það samt. Þetta ægilega slys hafði orðið um miðja nótt fjórum dögum áður og jafnskjótt og fregnir um það bárust til London, sendi Daily Mirror mig á vettvang til þess að ná myndum af atburð- inum. Ferðin hafði gengið illa, að- allega vegna þess að hríðarveð- ur tafði ferjuna yfir Ermar- sund, svo að hún var níu klukkustundir yfir til Frakk- lands. Þetta hafði það í för með séi', að eg missti af öllum beztu járnbrautarlestunum suður á bóginn. Eg gat hvergi fengið svefnvagn og var þvi dauðupp- gefinn, þegar komið var til Neapel. Þar fékk eg fyrstu áreið- anlegu fregnirnar af þvi, sem gerzt hafði. Þeir, sem höfðu komizt lifs af, streymdu til borgarinnar og eg heyrði óteljandi sögur um dauða og eyðileggingu. Mér var sagt að tugir þúsunda hefði far- izt, borgir og þorp hefði jafnazl við jörðu og ýmsar aðrar hroða- legar sögur, svo sem að fjall eitt liefði gleypt járnbrautarlest, sem var að fara um jarðgöng í gegnum það. Jafnvel þá hafði eg enga hug- mund um það, hvað hörmung- arnar voru raunverulega mikl- ar, því að það leið langur tími, þangað til hægt var að gefa lít opinbera tilkynningu um það, að 77.000 karlar, konur og börn hefði farizt í Messina-borg einni. Ibúatala hennar hafði verið 150.000 og engin bygging slapp óskemmd. Og þetta hafði allt gerzt á aðeins þrem mínútum! Mér varð fljótlega ljóst, að eg gæti ekki haldið liina upp- runalegu áætlun, sem var að fara suður á „tána“ til borgar- innar Reggio, því að hún var í rústum og allt járnbrautarsam- band rofið á löngum kafla. Eft- ir nokkura töf fékk eg loks leyfi til að fara með skipi frá Neapel. Flutti það lyf, vistir, björgunar- lið o. þ. h. Skipið lagði af stað að kveldi dags. Það var þéttskipað lækn- um, hjúkrunarkonum, her- mönnum, fólki, sem fór að leita að ættingjum og vinum, og ýmsum öðrum. Hvergi var hægt að drepa niður fingri, svo að eg varð að láta fyrirberast um nóttina á kaðlahrúgu á þilfar- inu. Það var slæmur náttstaður, en eflir fáeinar klukkustundir var eg orðinn svo þreyttur og aumur, að eg gat ekki hreyft mig til að leita að betra sama- stað. / Skömmu eftir dögun vörpuð- um við akkerum í Messinasundi. I fyrstu sýndist mér borgin ekki sem verst útleikin, því að mér sýndist húsin við höfnina uppi- standandi, en þegar birti betur siá eg, að það, sem mér virtisl vera reisulegar byggingar, voru aðeins framhliðar húsanna, sem studdusl við grjóthrúgu og héngu þannig uppi. Drungalegt reykský grúfði sig yfir einu hverfi borgarinnar. Bjarma sló á það, því að elds- voði mikill geisaði þarna í borg- inni. Mér leizt engan veginn á að fara á land og varð þó að gera það. Meðan verið var að róa mér til lands kom enn einn kippur. Hann var aðeins lítill, en mér var ekkert gefið um drun- urnar, sem fylgdu lionum. En ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið, þvi að Sikil- eyingarnir tveir, sem ætluðu að róa mér til lands, hættu allt í einu róðrinum og neituðu að taka aftur til áranna nema eg borgaði stórfé þegai- i stað. Eg skildi ekki orð af þvi, sem þeir sögðu, en þeir hrópuðu liástöf- um mfeð miklum bægslagangi. Bátinn rak fyrir veðri og sjó á meðan og rakst tvisvar á hross- skrokka, sem voru á floti í höfninni, en loks sá eg mitt ó- vænna og borgaði það, sem þeir heimtuðu. í fyrstu bauð eg þeim ítalska seðla og þeir tóku við þeim, svona sem upp- bót, en mér varð það fljótt ljóst, að.þeir kröfðust og ætluðu að fá enskt gull. Ekkert annað kom að haldi. Eg varð þvi að gera svo vel og borga og bráðlega vorum við komnir að landi. Hörmulegt ástand ríkti i borginni. Bólvirkin voru öll mishæðótt, svo að ljóskerastaur- arnir hölluðust sitt á hvað, eins og drukknir menn, en sjórinn náði alveg að þeim og sleikti rætur þeirra. Hver einasta bygg- ing var i rústum að meira eða minna leyli. Eg þóttist viss um það í fyrstu, að ef eg stigi ekki varlega til jarðar mundi eg verða þess valdandi, að þeir veggir, sem héngu enn uppi, mundu hrynja ofan á mig. Sann- leikurinn vai' þó sá, að þeir hrundu alveg án aðstoðar frá minni hálfu. Eg hafði nákvæm- ar gætur á þvi, að detta ekki of- an i rifur, sem myndazt höfðu í jörðina, en sú breiðasta, Sem eg sá, var um þrir þumlnngar á breidd. Von bráðar hélt eg í áttina til miðbiks borgarinnar. Á leið- inni þar var eg einu sinni stöðv- aður af lierverði, sem lét mig skilja, að búizt væri við því á hverri stundu, að rústir stórhýs- is eins mundu hrynja og meðan verið var að skýra þetta fyrir mér hrundu rústirnar og tveir hermannanna, sem, höfðu tekið sig út úr hópnum, biðú bana að mér ásjáandi. Brezkir, franskir og rúss- neskir sjóliðar, sem settir höfðu verið á land, aðstoðuðli ítalina við að ryðja til i rústunum og berjast við eldana. Fjöldi særðra manna var enn grafinn undir rústunum. Það var aðal- lega fólk, sem liafði sofið í kjöllurum og á neðstu hæðum liúsa, þegar landskjálftarnir urðu. Það, sem liafði mest áhrif á mig, voru sáraukalcvein i hundi, er var grafinn undir rústunum á einum stað. Eg hafði sezt niður til að livíla mig þar rétt hjá. Þetta kvikindi átti sér enga lífs- von og mér flaug í hug, að líkt mundi ástatt fyrir mörgum manninum. Það er ekki nógsamlega hægt að hrósa dugnaði brezku sjólið- anna, sem voru af beitiskipum, er höfðu hraðað sér sem mest þau máttu frá Malta. Þeir voru um allt og framkvæmdu hin hættulegustu störf með stillingu og festu. Sumir grófu í rústirn- ar, þar sem von var um að líf væri undir og jafnskjótt og ein- hver fannst með lifsmarki var hann fluttur í snatri til bráða- birgða-sjúkrahúsa sem komið var upp á landi eða um borð í skipunum. Aðrir börðust við eldana, en það var erfitt og hættulegt verk, vegna þess hve þeir æstust af gasinu, sem streymdi út um rifnar gasleiðsl- ur. Þeir gerðu ótal góðverk þessa dagana. Margt heimilslaust barnið svaf undir lilýjum sjó- mannsfakka og hvar sem sjólið- arnir voru, þar söfnðust börn utan um þá. Einn maður, sem

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.