Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 hvað um að setja upp girðingu milli lóðanna. En svo gat eg ekki hugsað mér að vera ósátt við hana — viö vorum þá þegar orðnar eins og systur — og þeg- ar eg hljóp áleiðis yfir til ykkar, kom hún á móti mér meira en háifa leið. Eg hefi verið að hugsa um það, livað eg liefi verið kjánaleg, sagði hún. Lífið er svo stutt.“ I>au þögnuðu eins og þau þyrðu ekki að segja neitt meira. Ellen kom aftur inn i lier- bergið og sagði: „Mary ætlar að fara með kaffi og kök- ur upp í bárnaherbergið.“ Barnaherbergið gamla hafði einu sinnni verið leikherbergi barnanna, en siðan hafði því ver- ið breytt í svefnherbergi lianda Sally. Þau sátu þar og spiluðu bridge með blindum: Lester Renwick, sem var mjög líkur föður sínum, Sally Watson, sem var jafnvel enn fallegri en móð- ir hennar hafði verið á hennar .aidri, og bróðir hennar, Peter, sem var 22 ára og starfaði í flug- vélaverksmiðju. Peter spratt á fætur þegar hurðinni var lokið upp. Það var óttasvipur á andliti lians, en Bill Watson sagði stillilega: „Það er engin breying. Fáið ykkur öll sæti. Sara, seztu á legubekkinn.“ Sjálfur settist hann á gamlan, stóran stól og sagði: „Mary kemur með kaffi.“ Það höfðu verið mörg kaffi- boð í þessu herbergi, síðan börn- in fóru að stálpast, og i þessu herbergi hafði Lester fyrst beðið Sally að giftast sér. Þá var hún átján ára og hún liafði hrygg- brotið hann. En svo fór hún að gráta, af því að henni hafði þótt svo leiðinlegt að gera honum mein. „Hvernig veit máður,“ spurði hún móður sína, „livort maður elskar?“ Móðir hennar hafði svarað: „Maður veit það ekki alltaf, en stundum kemur ástin yfir mann eins og þruma af heiðum himni. Eitt augnablikið er ást- in ekki til, en á því næsta hefir hún læst sig um mann allan. — Þannig var það með hann föður þinn og mig,“ bætti hún við með brosi. „Við sátum á tröppunum fjTÍr utan samkomuhúsið eftir aðaldansleikinn. Hann átti að útskrifaðist það ár, en eg átti tvö ár eftir. Framundan glampaði á stöðuvatnið og tunglið varpaði geislaflóði sínu yfir okkur og allt umhverfið. Þangað til hafði hann ekki verið neitt frábrugð- þan öðrum piltum, sem eg þékKth en eg var þó dálíttð úpp með mér af að þekkja hann, því að hann var fyrirliði knatl- spyrnuliðsins og eg aðeins frekn- óttur stelpugopi. En-----“ Hún þagnaði og Sally spurði: „Þú segir að það sé svona stund- um? Ekki alltaf?“ „Nei,“, liafði móðir hennar þó svarað, „ekki alltaf. Stund- um er jietta eins og hægur, stöð- ugur vöxtur, sem ekki er hægt * að fylgjast með. Þú veizt ekki fyrri en ástin er orðin til, full- vaxin, hluti af lioldi þínu og blóði. Sally minntist þess, hversu björt og blá augu móður lienn- ar IiöfjBu verið, er hún sagði jietta. „Það getur enginn sagt j)ér, hvað ástin er“,sagði móðir henn- ar. „Hún er svo mismunandi, og það má ekki ganga fram hjá henni, hversu lítil sem hún er. Það er svo lítill kærleikur til í heiminum, Sally, og þú getur oi'ðinð ástfangin tíu eða tólf sinnum, áður en þú veizt af því fyrir alvöru. Þessu er nefnilega þannig farið, góða mín, að kona getur verið hamingjusöm níeð hverjum einum af fimm eða sex mönnum — hámingjusöm, á- nægð, trú.“ Hún þagnaði andar- tak og bætti svo við: „Það er maðurinn, sem hún mundi vera óhamingjusöm án —“ Bill Watson reis úr sæti sínu og kvaðst ætla niður aftur. Þau liorfðu á eftir honum og Peter sagði örvæntingarfullur: „Ef það væri bara eitthvað... .“ Þau gátu ekki gert neitt. Sara rankaði við sér og stakk upp á því, að j>au spiluðu -bridge og þau gerðu það með hangandi hendi, enda þólt engan langaði til j>ess. Allir voru með hugann annarsstaðar, en það varð lika að gera eitthvað til jiess að dreifa huganum. „Þú og bridgekunnáttan þin,“ sagði sonur liennar. „Eg veit að eg er léleg“, svar- aði móðir hans. „Það er eitt af þvi, sem hefir gert föður þínum lifið leitt.“ Hún brosti litið eitt. „Við fjögur höfum alltaf spilað saman, tvisvar i hverri viku. Auðvitað höfum við oftast þurft að hafa blindan, vegna þess að faðir þinn hefir jafnn verið kall- aður til einhverra sjúklinga. Hann og — Elísabet spiluðu vel saman. Við Bill vorum ekki al- veg eins góð, en þáu voru af- skaplega þolinmóð við okkur. Einu sinni tók eg ásinn af hon- um pabba þínum með trompi. Það er orðið æði langt síðan — ])að var áður en „kontrakt- bridge“ kom til sögunnar. Eg man hvernig hann leit á mig, hálfhrosandi, Svo sagði hann eitthvað, málshátt, sem eg man ckki hver var. Við Bill vissum ekki við hvað hann átti. Eg man hvað Elísabet hló, en eg skamm,- aðist mín svo, að mig langaði til j)ess að fara að gráta. Eg held að eg hafi gert ]>að líka.“ Peter stokkaði spilin og spurði letilega: „Heyrðu, Sara, lentuð þið aldrei í orðasennu?“ „Við hvern?“ ,Eg meina þú og Jim og pabbi og mamma. Öll jæssi ár.“ Hann hló. „Eg á alltaf í einhverjum deilum.“ „Auðvitað lentum við oft í orðasennu“, sagði Sara eins og annað væir óhugsandi. „Pabbi j)inn og Jim töluðust ekki við í tvo daga einu sinni vegna ein- hverra kosninga. Og liún móðir þín og eg urðum líka stundum saupsáttar. Venjulega var það út af yklcur, þegar þið voruð lítil. Eða einhverju .... Eg.man j)að ekki.“ Það er ekki satt, hugsaði liún með sjálfri sér. Eg man allt. Eg man j)egar frú Winslow kom til bæjarins og kom öllu kjaft- æðinu af stað. Hún var alltaf að senda eftir Jim og fólk fór að stinga saman nefjum um j)að, og eg varð hrædd og leitaði ráða - Elisabetar. Þau höfðu j)á búið hér í næstum j)i’jú ár. Hún var svo róleg og skynsöm, en eg var alveg utan við mig og sagði: „Hvað mundir jm segja, livern- ig mundi þér vera innanbrjósts, ef Bill væri þér ótrúr?“ Eg man hvernig svipur hennar beyttist. Hún sagði ekkert, en eg fékk einhvernveginn j)á tilfinningu, að hann hafði verið ólrúr, áður en þau komu hingað. . . .Svo var ])að um tíma, að Bill fór að drekka. Það var .Tim, sem. fékk hann lil þess að hxetla því aft- ur.... Lester tók til máls: „Það er svo kyrrt.“ Peter fleygði frá sér spilun- um og sagði: „Eg vildi, að Tom færi að koma.“ „Ilvað ætli sé að gerast niðri?“ sagði Sally lágt fyrir munni sér. eir sátu eins og áður, hvor sínu megin við rúmið. Ung- frú Parsons var í einu horni herbergisins, þar sem skugga bar á. Renwick læknir var j)ög- ull og hann þi’eifaði á veikri slagæð sjúklingisns. Elisabet hafði hreyft sig. Hún hafði snúið höfðinu.og andardi’áttur hennar hafði breytzt litið eitt. Hún var í nýjum hvítum nátl- kjól. Henni var illa við silki, svo að öll nærföt hennar voru úr lini.... Áður en frú Harding fóv bnfði lujn strokið hár henn* ar með bursta, þangað til glamp- aði á það,silfurhvítt og kopai’- brúnt. Þeir höfðu ekki augun af þessu andliti, sem var þeim raunverulega svo kunnugt, en virtist þó svo ókunnugt núna. Bill Watson stundi þunglega. „Rólegui-,“ sagði Remvick læknir. Bill gleymdi nærveru ungfrú Parsons og tók til máls: „Þú átl liægt með að segja það, Jim. Eg veit að þér þykir vænt um hana, eins og hún væri einn af . fjölskyldu þinni, «en eg er eigin- maður hennar. Við höfum vei’ið 30 ár i hjónabandi. Það hefir aldi’ei komið fyrir eitt einasta, augnablik. .. . Já, hún hef-ir fyr- irgefið mér margt og mikið.- Það var meira að segja svo, áður en við fluttumst hingað (6 Renwick leit upp og gaf ungfrú Parson merki um að fara. Hún stóð á fætur og gekk hljóðlega út. „Haltu áfram“, sagði liann. „Það var þessvegna, senx við flutlum liingað“, sagði hann. „Við liöfðum búið í New York. Þar kom önnur kona lil skjal- anna. Það stóð þó ekki lengi og mér var engin alvara. Og svo var það, j)egar fyrirtækið fór á höfuðið og eg var viti mínu f jær af áhyggjum og lagðist í drykkjuskap. Ef liún liefði elcki hjálpað mér — og þú líka — — Renwick svaraði ákveðinn: „Vertu ekki að álasa sjálfunx þér. Hún skildi þig, Bill, og þess vegna fyrirgaf hún þér.“ En Bill hlustaði ekki á hann:. „Eg hefi aldi’ei sagt þér frá einu — Það er líka orðið langt siðan.... Það var árið áður en Sally fæddist. Það hafði orðið einhver breyting milli okkar — eg veit eiginlega ekki hver hún var. Það var rétt eftir að eg hætti að drekka. Eg lield, að eg hafi verið eitthvað skapstyggur. Eg man hún fór burt um tíma, fékk einhvei-ja húshjálp handa Mary vegna barnanna tveggja og fór burt — til Illinois, til jxess að heimsækja móðursystur sína. Hún var að heiman i mánuð. Þegar hún kom heirn aftur var hún breytt. Eg veit ekki i hverju jæssi breyting var fólgin. Áðúr en hún fór höfðum við oft orð- ið ósátt — að minnsta kosti varð eg oft ósáttur. En nú var það úr sögunni. En hún var eins fjar- læg og stjörnurnar. Svo var það allt i einu, eins og hún hefði tekið einhvei’ja ákvörðun og þetta varð allt eins og áður. .. . Eg hefi aldfei skilið konur,“ bætti hann við, eins og til þestj a?i afsaka sig,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.