Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 7
I un — eg sendi skeyti um að mér seinki. Elisabet, öll þessi ár aðeins einn dag, tvo daga?“ „Það verður enn þungbærara eftir á,“ svaraði hún. „Er þér ekki sama um það?“ Þá sagði hún: „Jú, mér er sama um það. Hversu þungbært sem það verður.“ Þetta gat verið svo auðvelt. Hún þurfti ekki annað en að sima til móðursystur sinnar, að hún ætlaði að vera örfáa daga í Chicago, til að kaupa sitt af hverju og hann gat sent skeyti heim.... Þrír dagar. Hann gat ein- hvernveginn fengið bifreið lán- aða og þau óku út úr borginni þá um kvöldið og fundu lítið gistihús innan hávaxinna trjáa. Rétt hjá var lítið stöðuvatn og það var enn svo kallt í veðri, að ísskarir voru meðfram bökk- um þess. í rúmgóðu svefnher- berginu var stór og notalegur arin. Um skóginn lágu langar, krókóttar götur. ... Stundum leyfist ástvinum að lifa alla ást sina á einum þrem dögum, gera þá að fullkomnum sæludraumi, sem aldrei gleym- ist eða fyrnist. Síðasta daginn sáu þau sólina koma upp. Þau sátu saman í stóra stólnum úti við gluggann. Morgungolan var ilmandi og hressandi og himininn var ým- ist grár eða gullinn. Þá sá hann hana gráta í fyrsta sinn, er liún sagði: „Nú er þetta á enda. Það verður að vera.“ Hann svaraði, lvranalega: „Það má ekki verða. Við liöf- um tilfinningar, sem verður að hlýða.“ Hún liugsaði sig um dálitla stund og tók síðan til máls: „Þetta verður ef til vill fyrirgef- ið okkur, en við — megum eklci halda því áfram. Þá mundum við aldrei fá fyrirgefningu. Við mundum þurfa að vera i sífelld- um félum, alltaf að blekkja hin .... Það væri andstvggilegt. Þú mundir hata mig, býst eg við. . . . eg nnindi hata sjálfa mig. Það verður að taka tillit til Söru og Bills. Við erum nágrannar og heimagangar hvort hjá öðru. Þessu verður að vera alveg lok- ið, Jim“, sagði hún. „Við meg- um ekki segja orð né snerta hvort annað.... Við skulum láta eins og við hefðum látizt hér, nú á þessu augnabliki, þú og eg .... og eins og við séum vofur æ síðan.“ „Það er ekki hægt“, svaraði hann með erfiðismunum. „Við elskum livort annað, og þess vegna er okkur ekkert ó- mögulegt. Lofaðu því að hjálpa VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 1 mér, ef þú elskar mig. Lofar þú því?“ Hann lofaði því eftir dálítið hik. Sólin kom upp og þau urðu að fara aftur til borgarinnar. Hún ætlaði að hitta frænku sína þar, þrem dögum of seint. Sól- in vermdi þeim með geislum sinum. Elisabet héll utan um hann og sagði: „Vertu sæll.... “ „Þú elskar mig“, sagði liann og þrýsti henni upp að sér eins og hann gæti ekki látið hana fara frá sér. „Ætlar þú að elslca mig áfram?“ „Ástin min“, sagði hún, „að eilífu.“' Tuttugu ár voru liðin, og af þessum tuttugu árum höfðu þau verið saman þrjá daga. Hann minntist þess, er Sally fæddist. Hann minntist timans, áður en hún fæddist og hvað hann hafði verið þungbær. Hann hafði sagt liásri röddu: „Þú verður að fá góðan fæðingarlækni", og þá liafði lmn svarað: „En eg vil fá þig, Jim.“ Hann hafði sagt: „Þú getur ekki ætlazt til þess af mér.“ Þau höfðu verið eins og frarn- andi manneskjjur. Þau höfðu talazt við sluttlega. augu þeirra Iiöfðu mætzt andartak af tilvilj- un einstaka sinnum liöfðu þau tekizt í hendur. Það var erfið- ast, því að öllum öðrum var það óhætt, án þess að eftir því væri tekið. Hann minntist þess, þegar Ronnie fæddist. Elisabet sá hann fyrst. Sara lá með liann í hand- arkrikanum. Augu Elisabetar virtust segja: Þetta hefði átt að vera mitt barn.... En Ronnie hafði dáið og Elisa- bet ein liafði getað hughreyst Söru. Einu sinni liafði Sara sagt við hann: „Eg held að þér þyki vænna um Sally en þín eigin börn.“ Jæja, hvers vegna ekki?> Hann liafði hatað tilhugsunina um liana, en svo hafði hún komið og |xí vaknaði ást hans. Hún var mjög lik móður sinni, jafnvei þegar hún var lítið barn. Tuttugu ár lijálpuðu til þess að glevma og sársaukinn varð einhvernveginn minni, eða það var liægt að venjast honum. Ilin tryllta, óviðráðanlega löngun var horfin, en ástin var enn sem áður. Við gætum hafa verið svo hamingjusöm, við mundum liafa verið svo góðir félagar og við liefðum ef til vill orðið göm- u 1 saman. Þau liöfðu orðið gömul sam- an, hvort á sínu heimili. Elisabet hreyfði sig og hann reis skjótt úr sæti sínu og laut vfir liana. Hún lauk upp aug- unum og leit á hann. Bill stóð lika upp og laut yfir liana. Hún fór að lala og sagði með röddu, sem eiginmaður hennar þekkti ekki: „Ástin mín — að eilífu.“ Renwick læknir var fölur sem nár, er hann rétli úr sér. Ung- frú Parsons gekk að rúminu. Bill spurði og komst við: „Á eg að kalla á börnin?“ Remvick svaraði: „Já .... en það er of seint, Bill. Hún er dáin.“ Hann veilti henni nábjargirn- ar og hugsaði með sjálfum sér: Bikarinn er fullur. Eg liefi misst vinkonu mína, eiginkonu vinar mins og sjúkling. Bill stundi því upp með erf- iðismunum, að hann gæti ekki lifað þetta af, hann gæti ekki verið án hennar. Hann sagði að enginn maður hefði ótt eins dá- samlega konu. En Renwick skildist að starf hans var ekki á enda. Það var skvlda læknisins að hughreysta ástvini hins látna og hann lagði höndina á öxl vinar síns. Bill sagði: „Hún talaði við mig, Jim — hún jjekkti mig fram í andlátið.“ „Auðvitað gerði hún það“,, svaraði Renwick. ,Eg mun aldrei gleyma því,“ sagði eiginmaður Elisabetar. Hann reikaði út úr lierberg- inu og Renwick lígknir studdi hann vfir til barnanna og Söru. Þessi broshýri unglingur, sem sést hér á myndinni, Louis Fer- dinand, er sonarsonur Vilhjálms heitins fyrrurn keisara. Hann var „uppáhald“ afa síns og einu siiini var talað um liann sem keisara Þýzkalands, ef keisara- dæmið yrði endurreist. Myndin hér að ofan er af hjúkrunarkonum á Bataan-skaganum. Þær eru hér að talca sér bað — ekki í laug —1 heldur i ó, því um annað er ekki að ræða þarna um slóðir. Engu að síður virðast þær una sér íiið bezla, ef nokkuð má dæma af því, hvað þær eru broshýrar.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.