Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ SII»A\ Maður nokkur i Frakklandi fékk nýlega leyfi lil þess að skipta um ættarnafn. Hann hét áður Vache, sem, þýðir kýr. Hann hafði komist í margskon- ar vandræði vegna þessa- nafns. Einu sinni, þegar hann hafði syndgað lítilsháttar á móti um- ferðarreglunum, stöðvaði lög- regluþjónn hann og spurði hann nafns meðal annars. Þeg- ar hann sagði eins og satt var, að hann liéti Vache, varð lög- regluþjónninn móðgaður og setti hann í steininn. • í Kansas City var einhverju sinni maður nokkur dæmdur i ævilangt fangþlsi fyrir að hafa liaft undir höndum tvo lítra af brennivíni. Þetta myndi nú þykja nokkuð strangur dómur hér, enda þótt sá, sem í hlut ætti, liefði verið staðinn að sama af- brotinu oft áður. • Sögukennarinn sér, að Jón litli er kominn aftur i skólann, eftir að hafa lengi legið veikur. „Það er gott, að þú ert kom- inn aftur, Jón minn. Nú ertu kominn svo langt aftur úr. Hvað er langt síðan þú komsl í skól- ann síðast? „Eg veiktist, þegar þeir und- irskrifuðu hyllingareiðana í Kópavogi.“ • Kona nokkur i Wien leitaði einu sinni til yfirvaldanna um. að hafa upp á barnsföður sín- um. Henni vafðist tunga um tönn, þegar hún átti að segja nafn hans, en loks var hægt að fá það upp úr lienni, að liann héti Toni og væri málafærslu- maður. I Wien eru fjölda marg- ir menn með því nafni og þar af niargir lögfræðingar. En nokk- uru seinna rifjaðist það upp fyrir konunni, að hann hafi líka heitið Schuster. Hann hafði einu sinni gefið það nafn upp, þegar hann símaði til hennar. Nú varð málið auðveldara við- ureignar. Það var búsettur einn lögfræðingur í Wien, sem hét Toni Schuster. Honum var þeg- ar stefnt fyrir rétt og tilkynnt hvað væri á seiði, En hann lét ekki svo lítið að mæta. Var hann því dærndur faðir að barn- inu og átli af þeim sökum, að borga með því, eins og föður ber. Toni tók nú að rekast í þessu, því þegar betur var að gætt, var Toni þessi ltvenmaður. En hún fékk' enga leiðrétting mála sinna, því að samkvæmt lögum má ekki ógilda slíka dóma. Hún siíur því með sárt ennið og verður að gjalda með króanum. . • Dómarinn: Þér eruð grunað- ur um að hafa stolið gullúri, en vegna þess, að sannanir vantar, verð eg að sýkna yður. Sökudólgurinn: Má eg þá halda úrinu? „Heyrið þér, hann Cr farinn að rigna. Viljið þér ekld staldra við og borða hjá mér miðdegs- verð ?“ „Nei, nei, svo mikið rignir nú ekki.“ • Svertingi einn í Suður-Karó- lína var einhverju sinni sendur á sjúkrahús til rannsóknar. Ein hjúkrunarkonan á spítalanum stakk hitamæli upp í svertingj- ann, til þess að mæla liitann í lionum. Þegar læknirinn kom í sjúkravitjun, spurði hann svertingjann: „Jæja, karlinn, hvernig hef- irðu það ?“ „Mér liður alveg ágællega", svaraði svertinginn. „Hefirðu fengið nokkra nær- ingu?“ „Hvað meinarðu?“ sui’ði svertinginn, sem ekki skildi. „Eg meina, hvort þú hafir fengið nokkuð að borða.“ „Já, já, mikil ósköp.“ „Og hvað fékkstu þá?“ „Hjúkrunarkonan gaf mér glerpípu til þess að éta“, svar- aði svertinginn ánægjulegur á svip. • „Hvað eru mildar líkur fyrir því, að eg fái heilsuna aflur?“ spurði sjúklingur lækni sinn. „Hundrað próccnl“, fullviss- aði læknirinn hann um, „læknis- l'ræðilegar rannsóknir hafa sýnl og sannað, að niu menn af hverjum líu, sem hafa fengið þessa veiki, sem þú hefir gengið með, hafa dáið. Þú erl tíunda til- fellið, sem eg hefi fengið með jæssa veiki, og allir hinir níu eru dánir. Lögmál eru lögmál. Þér mun bráðlega batna.“ • í þá daga, þegar Vestur-riki Bandaríkjanna voru að mestu órannsökuð af mönnum, skeði eflirfarandi saga. Férðamaður nokkur, sem var á ferðalagi um þessar slóðir, hitti einhverju sinni einbúa, sem hélzt við í skógunum þarna vestra. „Hvar er húsið þitt?“ spurði ferðalangurinn. „Húsið? Eg á ekkert hús.“ „En hvar býrðu þá?“ hélt ferðamaðurinn áfram. „Bý? Eg bý í skóginum, sef á sléttunum, ét hrá ber og villta veiði og drekk vatnið úr Missi- sippi. En það sem mér finnst einna leiðinlegast við veruna hérna er það, að hér er nú orðið allt of margt um manninn. Þú ert annar ferðamaðurinn, sem eg hitti á að eins einum mán- uði og auk þess hefi eg heyrt, að heil f jölskylda hafi setzt að í aðeins fimmtiu mílna fjarlægð, við ána. Eg verð að fara að flytja mig lengra vestur á bóg- inn.“ • Einhverju sinni fyrir langa löngu var Indíáni nokkur, „Mikli reykur“ að nafni, trúboði hjá þjóðflokki sínum. Ilvítur maður hitti „Mikla reyk“ að máli og spurði hann hvaða atvinnu hann hefði. „Ja — eg er nú að nafninu til trúboði", sváraði „Mikli reykur“. „Já, einmitt það. Hvað hef- irðu mikil laun?“ „Eg hefi tíu dollara á ári.“ „Ja-há“, svaraði hvíti mað- urinn, „það eru ekki mikil laun — ha?“ „Oh-nei“, ’ sagði „Mikli reyk- ur“, „eg er nú heldur ekki mik- ill trúboði." • „Ertu ekki glaður yfir því, að hafa nú eignast lítinn bróður?“ „Það er ekki bróðir, það er telpa.“ „En mamma þín sagði að það væri drengur “ „Mér er alveg sama. Það hlýt- ur að vera stelpa, því eg sá að kvenfólkið var að púðra hana í gærmorgun.“ Tvær bændakonur sátu sam- an í kirkjunni sunnudag einn og biðu Jjess, að guðsþjónustan byrjaði. Þær tóku tal saman meðan á biðinni stóð: „Hvaða langa og ólánlega stúlka er þetta, sem situr þarna fram við dyrnar?“ spyr önnur. „Það er hún yngsta dóttir min“, svai'ar hin. „Nú, já — mikið hefir barnið stækkað. Og nú er hún orðin svo dæmalaust lagleg stúlka.“ • Stína litla, þriggja ára, hafði verið sett í balann og vildi sýna, að hún gæti þvegið sér sjálf, en loks kallaði hún til mömmu sinnar: „Æ, mamma, villlu ekki þvo á mér bakið, það er svo langt fvrir aftan.“ • Læknirinn: Þér verðið að hrista meðalið vel upp áður en þér takið það inn. Sjúklingurinn: Þess þarf alls ckki, herra læknir, þvi strax og eg hefi tekið einn dropa af því hríðskelf eg allur og þá hristist meðalið auðvitað með. • Móðirin: Hvað er orðið af kökunni, sem var eftir á fatinu? Drengurinn: Eg gaf litlum, svöngum dreng hana. Móðirin: Það var fallega gert af þér, Ulli minn. En hvaða drengur var það ? Drengurinn: Það var eg, mamma mín. Svon líta þær nú út sumar „blómarós- irnar“, sem kvenfólkið dá- ist að. Hvers konar „blóina- rósir“ skyldu það vera, sem karlmenn til- biðja?? Blómarósir <

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.