Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 6
e VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ blátt áfram stórfé. — Hún greip fram í fyrir lionum. — En til eru hlutir, sem eru meira virði en peningar. — Já, það er satt, viðurkenndi hann með ákafa, og eg var einmitt að segja það. Hugsaðu um það, að hér er uni anóður að ræða, cr misst hefir einkabarn sitt. Þú getur neitað að verða við duttlungum ríkrar konu; en sé lasleiki þinn ekki verulegur, finnst þér þá mögu- legt að neita heitustu ósk harm- þrunginnar móður: gefa henni tækifæri til að sjá barnið sitt í siðasta sinn? — Miðillinn rétti út hendurnar, örvæntingarfull á svip. — 0, þú kvelur mig, and- varaði hún, — og þó hefir þú á réttu að standa. Eg mun gera það sem þú óskar, en nú er mér það Ijóst, við livað eg er hrædd. Það er orðið „móðir“. — Sim- one. — Það eru til viss frum- stæð, magnþrungin öfl, Raoul. Sum þeirra hefir menningin upprætt með öllu, eða þokað þeiin til hliðar, en hugtakið „móðir“ á sér eins djúpar rætur nú og í árdaga. Mönnum og dýr- um er þetta sameiginlegt. Ekk- ert i heiminum fær jafnast á við ást móður til barnsins síns. Hún getur komizt á það stig, að hún hvorki þekki lög né sam- hygð og brjóti á bak aftur, miskunnarlaust, allar þær tálm- anir, er standa henni í vegi. Hún hætti, dró andann ótt og títt og gekk til hans. — Eg veit það, Raoul, að eg baga mér eins og heimskingi i dag. — Hann greip um hönd hennar. — Reyndu að leggja þig ofurlita stund, og njóttu hvíldarinnar þangað til hún kemur. — Já, það er rétf, sagði hún brosandi og gekk út. Raoul stóð um stund grafkvr og var djúpt hugsandi.s Svo gekk hann til dyra, opnaði hurðina og skundaði yfir for- salinn. Hann fór inn í herbergið á móti, sem var dagstofa i lik- ingu við þá, er hann var að yfir- gefa. Var á þeim sá einn mún- ur, að í öðrum enda salsins var byrgi útbúið með hægindastól. Þykku, iburðarmiklu flauels- forhengi var þannig fvrir kom- ið, að draga mátti það fvrir byrgið. Elsie var önnum kafin við að konia öllu i rétt horf. Rétt hiá byrginu hafði hún kom- ið fyrir tveimur stólum og litlu kinglóttu borði. Á borðinu var bjalla, horn, pappir og blýant- ar. — f síðasta sinn tautaði Filsie. og i röddinni var sam- bland hörku og ánægju. — Ó, herra, minn, eg vildi bara að því væri-Jokið -—. Það heyrðísl hátt i rafmagnsbjöllu. — Nú er hún komín, ólukku kven- skassið, hélt gamla konan á- fram. Því fer hún ekki í kirkju og biður þar fyrir sálu litla barnsins og lætur blys brenna, hinni heilögu guðsmóður til heiðurs. Skyldi ekki góður guð gerzt vita, livað hverju og einu af oss er fyrir beztu? — Svarið hringingumii, Elsie, sagði Raoul ákveðinn. — Hún leit einkennilega til lians, en hlýddi. Andartaki síðar kom hún aftur inn, og í fylgd með henni var gesturinn. — Eg ætla að segja húsmóð- urinni að þér séuð komnar, frú. — Raoul bar nú að, og heilsaði hann frú Exe með handabandi. Ummæli Simone rifjuðust upp fyrir honum: — Hún er svo stór og skuggaleg. — Hún var kona hávaxin og ])iinglamaleg- ur, franskur sorgarbúningur- inn vii tist í þessu tilfelli næstum of áberandi. Málrómur hennar var óvenju dimmur. —,Eg kem víst full seint, herra minn. — Já, aðeins nokkrum mínútum, svaraði Raoul brosandi, — frú Simone lagði sig. Því miður verð eg að segja, að hún er hvergi nærri frisk og bæði. taugaslöpp og þreytt. — Hún var að heilsa Raoul, en greip nú aftur um hönd hans og hélt henni eins og í skrúfstykki. — Hún held- ur samt sem áður fundinn ? spurði hún hikandi. — 0, já, frú. — Frú Exe varp öndinni feginsamlega, lét fallast niður á stól og losaði eina af hinum dökku blæjum, sem hjúpuðu Hkama hennar. Ó, herra minn, — sagði hún 'ágt, — þér getið ekki ímyndað yður hversu mikla huggun og gleði þessir fundir veita mér! LitJa elskan mín! Amalie mín! Að sjá liana, heyra til hennar og jafnvel — já, og ef til vil! að gela rétt út liendi og snert hana. Raoul var skjótur til svars og bar ört á: — Frú Exe, — hvernig á eg að útskýra ]>að fyrir yður, en allt er undir því komið, að þér hlýðnist fyrirmælum mínum út i æsar. Ef þér ekki gjörið það, er hin mesta liætla á ferðum. — Ilætta fyrir mig? — Nei, frú, svaraði Raoul, — fyrir mið- ilinn. Þér verðið að láta yður skiljast, að fyrirbæri það, sem hér á sér stað, skýra visindin með sérstökum hætti. Eg vil gera einfaldlega grein fyrir því, án þess að nota teknisk heiti. Til þess að andinn geti birzt, verður liann að taka i sína þjón- ustu efni úr líkama miðilsins. Þér hafið séð fljótandi gufu koma út frá vitum miðilsins. Að lokum þéttist þetta ag fær á sig mynd líkama hins dána. En við álílum að þella útfrymi sé efnissamruni, kominn frá miðlinum sjálfum. Væntanlega fásl fyrir þessu órækar sannan- ir, áður en langt líður, er ná- kvæmar, vísindalegar rannsókn- ir liafa um það fjallað, — en mestum örðugleiknm veldur liætta sú og sársauki, sem'sér- hver snerting þessa fyrirbæris lilýtur að valda miðlinum. Ef einhver gjörist svo ógætinn að þrífa til líkamningsins ómjúk- um höndum, eru mestar likur til að það kosti miðilinn lífið. Frú Exe hafði hlýtt á liann með eftirtekt. — Þetta er mjög athyglisvert, herra minn. En segið mér, má ekki vænta þess, að líkamningsfyrirbærin komisl á það stig, að þau megi að fullu skiljast við miðilinn? — Það er fáránleg hugmynd, frú. — Hún lét sér ekki segjast. — En ekki með öllu óhugsandi nð slíkt geti átt sér stað? — Ó- hugsandi eins og nú standa sak- ir. — En ekki þegar fram líða stundir? Hann komst hjá að svara henni, því að í sama bili kom Simone inn. Hún var föl og nið- urdregin, en hafði sjáanlega aft- ur náð fullu valdi yfir sér. Ilún gekk fram og tók í hönd frú Exe, en Raoul veitti því eftir- lekt, að um leið var eins og kuldahróllur gripi hana. — Mér þykir leitt að lieyra, að þér séuð illa fyrir kölluð, mælti frú Exe. — Það er ekki neitt, svaraði Simone næstum því hranalega. — Eigum við þá ekki að byrja? Hún gekk að byrgimi og sell- isl i hægindastólinn. Nú var það Raoul, sem allt i einu fann til ótta. - Þú ert ekki nógu sterk núna, sagði liann, — Það væri bezt að fresta fundinum. Frú Exe mun skilja það. — Herra minn! — Frú Exe reis á fætur, reiðileg á svip. — Frú Simone stenldur væntan- lega við loforð sitt'. — .Tá, það mun eg gera, svaraði Simone. — Eg krefst þess lika, svaraði hin konan. — Eg ætla ekki að ganga á bak orða minna, svaraði Sim- one kuldalega. — Vertu ekki hræddur, Raoul, bætti hún við. — Við skulum hafa það hug- fast, að þetta er í síðasta sinn, — já, guði sé lof, í síðasla sinn. Simone gaf merki, og Raoul dró þykku, svörtu tjöldin fyrir byrgið. Einnig lét hann glugga- tjöldin falla, svo að hálfrokkið varð í stofunni. Hann benti frú Exe að setjast á annan stólinn — og nálgaðist sjálfur hinn. Frú Þó að flugvélunum sé ætlað að svífa í loftinu, verða þær samt að hafa hjól til að lenda og taka si'g upp á. Hér sjást ýmsar stærð- ir flugvélahjólbarða. Neðstir eru hjólbarðar fyrir sprengjuflug- vél af miðstærð en efst á afturhjól orustuflugvélar,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.