Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 16.08.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ SÍI>\\ Tveir menn, sem báðir voru mjög nærsýnir, en hvor um sig hélt þvi fram, að hann sæi bet- ur en hinn ákváðu að reyna með sér hvor þeirra væri sjón- betri. Dag nokkurn var minningar- tafla um guðhræckian munk, hengd upp á kirkjudyrnar í þorpinu, sem þeir bjuggu í. Þeir urðu ásáttir um það, að sá þeirra, sem fyrr gæti lesið það, sem var ritað á töfluna, liefði betri sjón. Þessi keppni átti svo að fara fram næsla dag. En strax sama daginn fór annar og las það sem stóð á minningar- töflunni. Nokkru seinna kom hinn einnig og lét sér ekki nægja að lesa yfirskriftina heldur allt, sem var ritað á töfluna. Næsta dag mættust þeir svo á tilsettum tima og stað og löbb- uðu áleiðis til kirkjunnar og áður en þeir voru komnir svo langt, að maður með meðal sjón gæti séð töfluna byrjaði sá fyrri að lesa: „Þessi tafla er til minningar um Frater Jakob.“ „En livað stendur fyrir neð- an.?“ spurði hinn. „Ekki neitt,“ svaraði sá fyrri. En hinn gerái sig nú ekki á- nægðan með það, heldur hélt á- fram að lesa: „Vinir hans reistu honum þennan minnisvarða.“ Og nú byrjuðu þeir að kíta um það, hvort nokkuð meira væri ritað á töfluna, heldur en nafn munksins og þvi liéldu þeir áfram, þangað til maður nokkur átti leið þarna um, sem þeir báðu að skera lir þrætunni. Þegar maðurinn liafði heyrt hver ástæðan var til þessa rifr- ildis, sagði hann: „Þið sjáið báðir jafn illa, því það er alls engin tafla þarna lengur. Hún var látin inn i kirkjuna í gær- kvöldi.“ • „Hver er forstjórinn hérna', eg eða þér?“ „Það eruð auðvitað þér, lierra minn.“ „Jæja. Fyrst þér eruð ekki forstjórinn, hvernig dettur yð- ur þá i hug að haga yður svona, eins og fifl!“ • Ungfrúin: Eru margir, lag- legir og uugir menn hérna i bænum? Handknattleikur Iðkun al!s- konar knatt- leikja fer óð- um í vöxt hér á landi, enda þótt erfitt sé um æfingar vegna skorts á leikfimihúsum og leikvöll- um. Útihand- knattleikur — hefir einkum rutt sér til rúms og iöka hann bæði piltar og stúlk- ur. — Þessi unglingur á myndinni er að æfa sig í að henda knöttinn á lofti. Hann: Nei, við erum mjög fáir. Tveir Svíar, Svenson og Karlson bjuggu saman í her- bergi. Dag nokkurn, þegar Svenson kom heim, var Karlson lagstur fyrir. Þá sagði Svenson: „Sefurðu, Ivarlson?" Karlson: „Nei“. Svenson: „Er það satt, að konan þín sé dáin?“ Karlson: „Já.“ Dálítil slund líður, svo segir Svenson: „Karlson, sefurðu?“ Karlson: „Nei.“ Svenson: „Er það satt, að þú eigir sex börn?“ Karlson: „Já“. Aftur dálítil þögn, en svo heldur Svenson áfram: „Karl- son, sefur þú?“ Iíarlson: „Nei.“ Svenson: „Geturðu lánað mér tíu krónur?“ Þá kallar Karlson hátt: „Nú sef eg!“ • Einhverju sinni liittust tveir lierrar, sem óku hvor í sínum vagni uppi í sveit. Vegurinn var svo mjór, að þeir gátu ekki mætzt á honum án þess að ann- ar þyrfti að fara út á vegkant- inn og stöðva vagn sinn, á með- an hinn færi framhjá. Annar þessara manna var gamall og æruverðugur bóndi, sem var að koma úr borginni með tóman vagn, eftir að hafa farið þangað með kornið sitt. Ilinn var aftur á móti ungur og vel klæddur maður í skemmti- kerru. Hvorugur vildi vikja fyr- ir hinum. „Hvers vegna skyldi eg víkja úr vegi fyrir þér?“ sagði sá ungi. „Vegna þess, að eg er eldri en þú,‘‘ svaraði sá gamli. „Jæja, mér er sama um. það, en eg vík ekki,“ hélt ungi mað- urinn áfram. Þegar þeir höfðu rifist um þetla nokkra stund, tók ungi maðurinn bók upp úr vasa sín- um og byrjaði að lesa í henni. Þá tók bóndinn fram pípu sína, tróð í hana og lók að reykja. „Heyrðu ungi maður,“ lók bóndinn lil máls, ,„þegar þú ert búinn að lesa þessa bók, held- urðu að þú vildir þá gera svo vel og lána mér hana?“ • Maður einn í Kaliforniu, Ho- mer AV. Calhoun að nafni, hef- ir æskt þess, að sér verði falið að ala upp tvö börn hans og fyrr'verandi konu hans, vegna þess að hún geti aldrei tekið á- kvörðun um nokkurn skapaðan hlut. Því til sönnunar skýrði Calhoun frá því fyrir réttinum, sem tók mál hans fyrir, að kona hans hefði gifzt honum tvisvar og sömuleiðis öðrum manni eftir það. • Faðirinn: Kalli, i nótt kom storkurinn með lítinn bróður banda þér. Kalli: Já, eg veit það — Faðirinn: Nú — livernig veiztu það? Kalli: Eg heyrði að þú sagðir við storkinn, þegar Jiann flaug á burt: „Viljið þér ekki fá regn- hlíf lánaða hjá mér, það rignir svo mikið núna?“ • „Mig hafði aldrei grunað, að skólavistin þín yrði mér svona dýr,“ sagði, faðirinn við soninn, þegar hann borgaði skólagjaldið fyrir liann. „Það hafði mig heldur aldrei órað fyrir“, svaraði sonurinn, „þvi eg get fullvissað þig um það, að eg hef aldrei lesið neitt sérlega mikið.“ • Stjörnufræðingar hafa kom- izt að þeirri niðurstöðu, að reiki- stjarnan piuto, sem var upp- götvuð árið 1930, sé rúmlega 7000 milljónir kílómetra frá jörðunni — um það bil 30 sinn- um lengra en Merkúr. • Mesti vindhraði, sem mældur hefir verið í Bandaríkjunum; er 300,8 km. á klukkustund. Sá vindhraði var mældur á tindi Washington-fjalls í New Ilampshire-fylki. Næstmesti vindhraði er 152 km. og var hann mældur veslur við Kyrra- haf. Um 200 ameriskir „marines“ eru sem óðast að læra japönsku í sérstökum skóla í Honolulu. Ælla þeir sér að nota þessa kunnáttu, þegar þeir fara í heimsókn til Tokyo, eins og þeir segja. • Kanadiska borgin Montreal varð 300 ára á þessu ári. Hún var stofnuð 16. maí 1642 og hét i fyrstu Villa Maria, en siðan var nafni bæjarins breytt í Mont Royal, eftir fjalli, sem heitir því nafni og er rétl hjá honum. Mont Royal breyttist siðan í Montreal í tali manna. Dómarinn: Konan yðar segir, að þér hafið ekki talað við sig í hálfan mánuð. Ákærður: Já, það er alveg rétt. Eg skal segja yður, hr. dómari, áð eg vildi alls ekki trufla hana. • „Jens,“ sagði preslur nokk- ur við vinnumann sinn, „mikill óskapar drjkkjubolti, geturðu verið. Nú hefirðu einu sinni enn drukkið þig augafullan.“ , Jens: Drekkið þér aldrei sjálfur, prestur, minn? Prestur: Jú, en þú verður að taka eitthvert tillit til kringum- stæðnanna. Jens: Vissulega. En getið þér sagt mér, hvers vegna göturnar í Jerúsalem eru alltaf svona hreinar ? Prestur: Nei, það get eg elcki, Jens minn. Jens: Það er vegna þess, að hver maður gerir hreint fyrir sínum dyrum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.