Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Page 1
i 942 Sunnudaginn 23. ágúst 27. blað ÓSKAR BJÖRGVIN BENDER: MÓRAUÐI BLETTURINN Kristinn gamli spýtli uni tönn út fyrir borðstolvkinn á bátkrílinu sínu, um leið og hann setti upp svellþæfða sjóvettling- ana. Það var óvenjuleg harka í meinleysislegu andlitinu og lik- ast því, sem brigði fyrir glampa i vitlausa auganu sem þó var alltaf rautt eins og saltkjöt. Hann dró uppistöðuna mjög branalega inn í skut bátsins og hringir færisins voru misjafn- lega stórir og liirðuleysislegir. Öll þessi hranalega framkoma hans, stakk mjög í stúf við hans fyrri prúðmennsku og vand- virkni, viðvíkjandi bátnum og því, sem honum fylgdi. Þegar steinninn small í línuhjólinu spýtti Ivristinn gamli og bölvaði nokkrum sinnum. „Djöfuls kvikindið, sem bregður á volga görnina," sagði karl gremjulega upphátt við sjálfan sig. i Hann hafði dregið inn heila lóð, þegar fyrsta skepnan birtist héila auganu lengst niðri í bláu djúpinu. Af rótgrónum vana hægði liann á sér við dráttinn og dró Ióðin jafnara }>ar til að þessi fyrsta lifandi skepna lóð- arinnar, sem var stór og feitur fiskur, var kominn í færi svo að hann gæti höggvið ífærunni ó- þyrmilega í hans haus. Hver krókurinn á eftir öðrum rann inn fyrir línúrúlluna og lagðisl makindalega niður í skutinn, en ósnertar hnísugarnirnar á krók- unum fannst Kristni gamla? glotta upp á sig bg út úr hæðnis- svipnum fannst honum að hann gæti lesið ögrun eðá tvö hróp- andí orð, sem voru: mórauði bletturinn! Hann hafði þau upp aftur og aftur með jöfnum stig- anda, unz hann kallaði með hás- um róm: „Þeir Ijúga því bölvaðir.“ Á síðasla krók lóðarinnar var stór blágóma, hann þreif ifær- una og sló til fiskins, en lagið geigaði, ífæran lenti á línuhjól- inu og brotnaði. Hann bölvaði en nokkrum sinnum og spýtti með djúpri fyrirlitningu, settist, svo undir árar og réri knálega langan spöl. Eftir stutta stund var Kristinn gamli kominn upp' undir Iand, þar sem straumur- inn var honum hagstæður, þá lagði hann upp árar og lét hát- inn berast vestur með fjörunni inn fjörðinn. Á meðan lagaði hann til í bátnum og réði ráð- um sínum. Kristinn var maður rúmlega fimmtugur og átti konu er Karó- lina hét. Var hún fjórum árum yngri en hann. Aldrei hafði þeim orðið barna auðið, fyrr en þessi saga gerðist, en þá var Ivarólína ólétt og vakti það í upphafi mikinn fögnuð lijá þeim háðum. Ekki hafði þó Karólína gengið lengi með barn- inu, ]>egar það fór að kvisast um Melgerðiskauptún, að ekki myndi Kristinn vera faðir barns- ins eða að minnsta kósti, að hann myndi ekki eiga nema sem svaraði til hehnings eða jafnvel ekki það. Og eftir því sem lengra leið á meðgöngutímann, eftir þvi varð orðrómurinn háværari og loks kom svo, að þetta barst lil eyrná Kristins, en hann lét á engu bera lieldur hugsaði mál sitl í hljóði. Þegar Kristinn hafði Iokið við að ganga frá bátnum, svo þar var orðið að öllu leyti eins og venjulega, i röð og reglu, þá lagðist hann niðnr i framskul- inn og byrjaði að rif ja upp fyrir sér sögu, aem-hánn hafði heyrl endur fyrir, longu, þegar hann sem unglingur hafði verið sjó- maður á sunnanverðum Aust- fjörðum. Saga þessi var löng, en það var þó sérstaklega eilt atriði sögunnar, sem dró húga hans að sér, og þetta atriði var: að mórauður blettur kæmi á magann á óíéttum konurn yfir meðgöngutímann ef afkvæmið væri hórgetið. í öll þau skipti sem liann hafði innt eftir því við konu sína, hvort það væri ekki áreiðanlegt, að hann væri faðir barnsins, en ekki Norðmaður- inn og verzlunarstjórinn Ivvik- ness, eins og fólkið sagði, þá hafði hún aðeins grátið og grát- ið, án þess, að gefa nokkra frek- ari skýringu við spurningum hans. Þessi grátur Iíarólínu, hafði svo frekar styrkt hann i þeirri trú, að hann væri ekki faðir barnsins, sém hún gekk_ með, og samkvæmt því hafði svo öll þeirra sambúð stórum breytzt til hins verra og jafnvel snúizt upp í hatur frá lians hálfu. Hann var þvi fullkomlega sannfærður um það, að við svo búið mátti ekkí lengur standa ef ekki átti illt af þvi að hljótast l'yrir þau bæoi. Þegar Kristinn liafði tekið sina síðustu ákvörð- un, lá hann nokkra stund í bátn- um og virti fyrir sér veðrið. Það var blíðviðris síðseþtein- berdagur. Hlíðar fjallanna höfðu brugðið af sér fegursta sumarskrautinu og voru farnar að fölna lítið eitt. Þá var og mildi vfir öllu, þunn ljósleit ský liðu vfir fjallatopþununi og leystust upp út í blárri fjarlægð- inni, en ofan við mið fjöll var hálf-gagnsæ þokuslæða, sem leið óreglulega áfram. Hafið, þessi vinur Krislins gamla, var likara heiðartjörn, þar sem sól- in speglaðist í bláum fleti þess; nokkrir sjófuglar svifu i kring um bátinn og görguðu sitt ai- þekkta lag til fæðunnar, sem lét þessa stundina i eyrum Kristins gamla eins og sefandi vögguljóð. Þegar hann stóð upp úr skutn- ' um var andlitið algerlega breytt. Hinn meinleysislegi hversdags- svipui’, sem nálgaðist svipleysi, var kominn aftur og vitlausa augað var einnig komið i sitt eðlilega jafnvægi. Hann réri reglulegum, föstum áratogum það sem eftir var leiðarinnar inn fjörðinn og sönglaði lag- leysu fyrir munni sér, lagi hafði hann þó aldrei náð frá því hann mundi fyrst eftir sér, en hins vegar liafði það oft komið fyrir, að hann sönglaði þegar vel lá á honum. Aldrei haí'ði nokkur dagur i lífi Kristins verið eins lengi að liða og þessi mildi síðseptem- berdagur, það var stundum lík- ast því, sem tíminn gengi aftur á bak eða næmi staðar langtím- unum saman. Þetta fannst Kristni því undarlegra sem lion- um hafði reynzt timinn heldur hafa liagað sér öfugt i fimmtíu ára umgengni við hann. En þar kom þó um síðir, að hin lang- þráða stund var runnin upp og Kristinn sat á rúmi sínu að loknum kveldverði og horfði á balchluta konu sinnar, þar sem hún stóð við matarborðið og þó i lá t. „Erlu ekki þi-eytt á kveldin, Karólína mín, eða þreyttari heldur en á meðan þú varst ein?“ hann spurði þessarar spurningar i mjög góðlegum tón. _ „Ha,“ hún var auðsjáanlega undrandi, þegar liún snéri sér við og horfði kjánalega á mann- inn, sem ckki liafði i margar vikur talað við liana nema i illu. „Lúin?“ endurtók hún og tiárin brntrist fram i augnakrók- ana, —- „jú, eg er stundum ósköp þreytt“. Svo var nokkur þögn, un*; Kristinn tók aftur til máls: „Eg lxefi einhversstaðar lesið það, góða mín, að óléttar konur ættu helzt að sofa naktar mest- an hluta meðgöngutímans svo og að liátta snernma,"

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.