Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 2
2 VlSIB SUNNUDAGSBLAÐ Þessa hugulsemi þoldi Karó- lína ekki, því hún brast í grát og í grátkviðunum þakkaði hún drottni fyrir þann elskulega eiginmann, sem hann af misk- unnsemi hafði einu sinni, fyrir rúmum tuttugu árum, gefið henni. Með allri þeirri nærgætni, sem Kristinp átti til, fór hann að hugga sína drottniþakkandi eig- inkonu og kom svo um síðir, að öll tár voru þrotin'og óskælandi kona lá að hálfu leyti í faðmi hans, en að hálfu leyti í gólfinu. „Farðu nú að hátta, heillin.“ Það var bældur ákafi í rödd hans. „Já,“ sagði konan og stóð upp. Karólína var manni sínum hlýðin og auðsveip og fór þeg- ar að búa sig undir nóttina, en Kristinn var henni hjálplegur og snérist í kringum hana, svo að hún vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið. Hann Kristinn hafði alltaf verið lienni góður, en hafði þó aldrei stjanað svona við hana, enda mundi hún ekki hafað kunnað því. En nú stóð dálítið öðruvísi á. Og meðan Kristinn þjónaði konu sinni meira á þessari einu kveldstund, en hann hafði þjón- að henni í heilt ár áður, þuldi hann allan fróðleikinn aftur úm heilsuvernd vanfærra kvenna. Þær urðu að leyfa blessuðu loftinu, hreinu og tæru, að leika um sig allar sem oftast, því að það hreinsaði blóðið og hefði styrkjandi áhrif á blessað litla lífið, sem var að búa sig undir heiminn. „Þú þarft víst ekki að vera feimin við mig, elskan,“ sagði Kristinn allt í einu, þegar eitt- hvað hik kom á Karólínu. Nei, lienni fannst það óþarfi og fylgdi heilsuverndarráðum bónda sins að öllu leyti. í einu vetfangi breyttist allt ytra útlit Kristins, þau féu hár, sem enn voru eftir á höfði hans, risu upp í allri sinni takmörk- uðu lengd, vitlausa augað ýmist þandist út, i óhugnanlega stærð, eða drógst saman i formlaust strik. Sjálfur ýmist þandist hann út eða minnkaði eins og smiðjubelgur, loks myndaðist nfunnur hans til, líkt og hann ætlaði að segja eitthvað og þá helzt mikið, en öll orð köfnuðu i hamslausri geðshræringu. Eft- ir langa baráttu komu fjögur orð eins og utan úr stofunni, er hann sagði: „Víst er mórauður blettur.“ Þegar Kristinn gamli gekk út úr l>æjardyrunum, út i rökkur kvöldsins, þá var hann hálfu ellilegri en hann hafði nokkurn Ijfna áður verið, Það var Jikast SAMKVÆMT REGLUNUM Eftir WALiTER C. DROWN því sem hann hefði elzt um önnur fimmtíu ár, en þetta ásig- komulag stóð ekki lengi, þvi þegar hann gekk upp skágöt- una heim að prestssetrinu, í þorpinu, hálftíma seinna, þá var hann kvikur í spori eins og skóladrengur. Síra Halldór tók á móti Krist- ni á einkaskrifstofu sinni, bauð honum vindil og töluðust þeir fyrst við um daginn og veginn. En þegar Kristinn var rúmlega hálfnaður að reykja vindilinn hóf hann erindi sitt. Hann tjáði presti mjög nákvæmlega alla sina sögu, frá þvi að orðrómur- inn um hið vafasama faðerni barns Karólinu komst á kreik og þar til, að hann með sinum aug- um, þvi vitlausa augað taldi hann með í þessu tilfelli, sá mó- rauða blettinn, fyrir stundu síð- an. Tók síra Halldór þessu öllu mjög vel og löluðust þeir langa stund við i mesta bróðerni. Sagði Halldór það sina skoðun í málinu, að mórauði bletturinn væri ekki fullgild sönnun fyrir sekt konunnar og gæti því hjónaskilnaður ekki komið til greiija fyrr en eftir ítarlegri at- hugun og minntist hann á, í þvi sambandi, að læknar myndu ef til vill geta rannsakað þetta mál nánar og komizt að réttri nið- urstöðu. En þegar Halldór minntist á lækna, þá var sem rynni upp ljós fyrir Kristni, og • hann stóð á fætur i skyndi, kvaddi Halldór og sagði um leið og hann skauzt út úr dyrunum: „Auðvitað veit hann Bjarni minn læknir þetta allt.“ Þegar Bjarni og Kristinn höfðu setið lengi á lækninga- stofu Bjarna, rabbaði um heima og geima og drukkið sitt glasið hvor af léttri vinblöndu, þá hóf Kristinn sögu sina, í öllum atr- iðum eins og hann hafði gert heima hjá síra Halldóri. Bjarni hlustaði á af mestu andakt. Þeg- ar Kristinn hafði lokið máli áinu var þögn nokkra stund, unz Bjarni tók til máls með niður- bældum hlátri, sem þó var ekki sýnilegur hinú eina auga Krist- ins, Bjarni sagði: „Það eru til aðeins tvær skýr- ingar á mórauðum blettum, sem koma á maga óléttra kvenna og skal eg ábyrgjast að önnur hvor þeirra er rétt, sú fyrri er: að þetta sé fæðingar- blettur, en sú síðari: að konan gangi með tvíbura.41 Bjarni hafði ekki lokið máli sínu, þegar Kristinn gamli var staðinn upp og farinn að faðma hann. „Já, heldurðu að það séu kannske tvíburar?“ endurtók KHstion í sífeliu. Winters lögregluforingi hefir jafnan flösku af fínasta koni- aki í skápnum í skrifstofu sinni i lögreglustöðinni. Þegar ein- hver piltanna hefir neyðst til að verða manni að bana við skyldu- störf sín, er hann vanur að taka liana upp. Hann lítur nefnilega svo á, að menn hafi gott af að fá sér glas' af víni undir þeim kringumstæðum. Hann tók þessvegna fram flöskuna, þegar eg kom með Cochfan leynilögreglumann inn til hans. Cochran var nýkominn úr lögregluskólanum og nú kom hann til þess að gefa skýrslu sína um drápið á Chandler rauða. En Cochran bandaði hendinni við flöskunni og sagði: „Þakka yður fyrir, foringi, en eg þarf ekki á því að halda að fá mér að drekka. IJérna er skýrsla mín um drápið á Chandler.“ Eg hefi aldrei séð eins kulda- lega skýrslu um þvílikt mál. „Hm“, sagði Winters. „Það var leiðinlegt að þér skylduð skjóta hann aftan frá. Það litur alltaf illa út, þegar farið er þannig að.“ „Hvað átti eg að gera? Hann reyndi að flýja, svo að eg varð að senda honum, kúlu.“ „Já, eg veit það,“ svaraði Winters. „En blöðin gera alltaf svo mikið úr því, þegar svona „Já, mjög sennilegt,“ fullyrti Bjarni með uppgerðar alvöru- svip. „Mikil blessun, — mikil bless- un,“ heyrði Bjarni að Kristinn gamli tautaði við sjálfan sig á meðan hann geklc niður tröpp- urnar og norður steinstéttina, að gatnamótunum. Eftir stuttan svefn rumskaði Karólína, við að köld og hrjúf hendi Hún opnaði augun til hálfs og sá þá Kristinn, sem hafði kveikt á koluljósi, eitt sólskinsbros lútandi yfir sér og gegn Um svefnrofunar heyrði þpn óm af orðum hans, sem voriu „Blessaður yeri mórauði bletturinn" fer. Þau fara að tala um hvað lögreglan beiti miskunnarlaus- um aðferðum. Þeir, sem eru utan lögreglunnar, gera sér ekki Ijóst hvað það er, sem hún þarf að berjast við.“ Meðan Winters sagði þetta var eg að reyna að sjá, hvaða mann Cochran liefði að geyma. Eg hafði verið lögreglumaður um langt skeið, en eg hefi aldrei séð lögregluþjón, sem tók mann- drápi með slíkum kulda og jafnvægi. Hin bláu augu hans voru alltaf jafn róleg. Engum piltanna í okkar deild liafði fallið við Cochran. ■ Hann var svo viss í sinni sök, hvað sem fyrir kom og þóttist alltaf vita ráð við öllu. Þetta Chandler- mál gerði hann ekki vinsælari. Félögum hans leizt ekki á það, að hann hafði skotið manninn aflan frá, né heldur hversu kuldalega hann talaði um það á eftir. „Auðvitað skaut eg hann aft- an frá. Hvað um það?“ hreytti hann út úr sér. „Var hans fram- korna betri, þegar hann skaut Hartzell?“ Hartzell var lögreglumaðin-, sem Chandler hafði skotið nokkrum mánuðum fyrr. Það var engum blöðum um það að fletta, að Cochran var mesti harðjaxl. O’Ryan komst að því, þegar hann efndi til sam- skota handa ekkju Chandlers og syni þeirra tólf ára. „Hvað ætlar þú að láta mik- ið?“ spurði O’Ryan. „Eg hefi þrjá dollara í^vasan- um,“ svaraði Cochran og ætlaði að fara að taka þá upp. „Mátlu missa svo mikið?“ spurði O’Ryan háðslega og bætti svo við: „Þú færð launin þín útborguð bráðlega. Gefðu mér á- vísun á þau.“ „Eg hefi nóg að gera við laun- svaraði Cochran. „ÞÚ i’æður hvort þú vilt þessa þrjá dollara eða ekki.“ „Eg vil eklci sjá þá! Eg get lagt þrjá dollara að auki sjálf- ur og þú getur farið til helvítis." O’Ryan afhenti peningana, sem safnazt höfðu og eg fór með þá til ekkju Chandlers, Mér yar strauk hana innilega. in mín,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.