Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 23.08.1942, Blaðsíða 5
VfSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 GÍSLI H. ERLENDSSON: Þegar draumarnir rætast ekki. „Lið þú, blessaði tími.“ Það er Ófeigur Ófeigsson á Kletti, sem mælir þetta fyrir munni sér. Hann liggur upp við, herðadýnu i rúmi sínu, og liorf- ir djúpum augum á sólskinið á veggnum gegnt rúminu. Það er sumar, og fólkið úti við heyvinnu. Hann er einn og hugsar um löngu liðinn tíma. Það er langt siðan að hanr. lagði af stað út í heiminn, þó að hann sé ekki kominn lengra. Hann var átján ára þá, hneigð- ur fyrir hækur og skáldskap, og láta liest Ara í réttina, sagði Ari: — Hveínig er það með kvæð- ið góða um kvenþjóðina, nú vonast eg til að fá að heyra það alll hjá þér. — .Ta, sannast að segja, Ari minn, þá hætti eg nú við það kvæði, svaraði Óttar. — Er það virkilega sem mér sýndist, að þú sért hættur að vera kvenliatari j)g meinlæta- máður? — Meinlætamaður ætlaði eg aklrei að verða, en sjáðu nú til, Ari, ekki eiga allar stúlkur sök á því, þótt ein hregðist, og mörg eru þau skáld, sem hafa sungið kvenþjóðinni lof í ijóðum sin- um, svo að þeir hafa þó fundið eitthvað gotl í fari kvennanna. Við megum ekki dæma heildina eftir e’instaklingnum, að öllu leyti, en Iiinsvegar-á maður að liafa vit til að velja og liafna og fara að öllu varlega. — Já, svo að skil-ja, Óttar minn, þú Iiefir verið að gera til- raun með það, þegar eg ónáðafji ])ig áðan, hve notalegt það væri, að halla sér að þessari nýju hérna og .... Ari féklc ekki að tala út, þvi að Óttar greþ) framm í fyrir honum og sagði: — Eg skal segja þér, Ari, að nú er eg húinn að yrkja nýtt kvæði og i því speglast viðhorf mitt til kvenþjóðarinnar, og ætla eg að láta þig heyra siðasta er- indið: Eg sækist með varúð eftir vinsemd þeirra, því ráðsettur halur vill vandræðum skirra. Eg' elska liinar breysku Evudætur. • Eina um daga, aðra um nætur. hafði þegar ort töluvert, þar á meðal rimur af Gretti Ásmunds- syni. Konan, sem hann ólzt upp hjá, sagði honum, að hann skyldi læra prentiðn, svo að hann gæti prentað rímurnar sjálfur. Hún sagði, að þær væra svo Iélegar, að enginn myndi fást til að prenta þær fyrir hann. Honum fannst þetta stórfeng- leg hugsun. Hann lagði af stað til borgar- innar með þá ákvörðun, að læra að prenta bækur. Hann hugsaði mikið um þessa list, sem hann ætlaði að gera að lífsstarfi sínu. Hann sá stafina, hin litillátu tákn hugsananna, geisast í stór- um fylkingum yfir pappírinn. Eða ef til vill tæki maður bara einn og einn staf og raðaði þeim þannig niður. Hann vissi það elcki. Hann fór með skipi til horg- arinnar, klæddur móbrúnum fötum, sem liann hafði keypt i kaupfélaginu, þegar hann var sextán ára. Þau voru enn þá við vöxt, þó að hann hefði stækkað mikið. Hann reyndi að helgja sig út til þess að fylla út i jakkann, en það var ekki nóg; fötin héngu utan á hon- um eins og staur, því að hann var grannvaxinn. Ferðin gekk vel. Það var með- vindur; hann man það svo gjörla, því að hann stóð lengst af aftur á þilfari og glevpti storminn. Honum þótti öldurn- ar aðsópsmiklar og hafið hrika- legt. Hann var kaldur og svang- ur, og minnkaði sífellt, þegar hann har sig saman við um- hverfið: Stórt og veglegt skip; velbúið og mettað fólk, og haf- ið ógnþrungið og tignarleg't. En hann atlivarfslaus, svangur og framandi farþegi, klæddur skjóllausum fatatuskum, sem voru of stór honum. Samt var eitthvað i honum sjálfum, sem lét sér fátt um finnast, var eins og utan við kringumstæðurnar, og það var eins og hann klofn- aði i tvennt, og annar helming- urinn tók að hæða hinn: Hvað crt þú að flækjast bullukollur, skítugur og allslaus? Hvaða er- indi átt þú til borgarinnar, fé- laus og fatalaus? Þykistu ætla að fara að læra prentiðn; hver helduru að líli við þér til slíkra hluta, horgemlingur? Því ert þú að gapa út í vindinn, snáfaðu inn lil þjónanna og fáðu þér hrauðsneið; komdu þér inn til fólksins, hallinkjammi! Hann fór niður á þriðja far- rými og keypti sér brauð og te. Honum fannst mikið um dýrðir í horginni. Hann var hrifinn af öllu, sem hann sá. Mesta lolningu vakti þó hús eitt mikið við aðalgötuna. Einhver sagði honum, að það væri bóka- safn. Drottinn minn dýri, hvi- líkt musteri! Og hvílikir fjár- sjóðir voru ekki geymdir þarna. Stærstuandar mannkynsins áttu heima þarna; þeir riktu þarna og drottnuðu, samtímis því að þeir lutu gestunum í þjónandi auðmýkt. Ðag nokkurn fór hann að skoða safnið. Húsið var umlukt háum múrvegg. Hann opnaði hliðið varlega. Nokkur skref, og hann stóð við aðaldyrnar. Þvílíkur snerill, fagurskyggður og mjúkur viðkomu. En sá for- salur! Honuni kom í liug lier- bergið, sem hann leigði, og hann fylltist lítilleik. Hann þurrkaði vendilega af fótum sér, því þarna hlöstu við marmara- tröppur. Hann fór hægt og stað- næmdist við liurð með gull- skilti, sem á var letrað: Lestrar- salur. Þrisvar sinnum snart liann hurðina til þess að láta vita af sér. Dyrnar opnuðust. Geysilegur salur er þetta, hugs- aði hann. Sköllóttur öldungur yrti á hann: Hvað er þér á höndum? Er þetta ekki lestr- arsalur hókasafnsins, spyr hann i einlægni. Jú, en farðu úr káp- unni. Dyrnar lokast, og hann stendur lengi i sömu sporurn, og. íhugar ástandið. Líklega á hann ekkert erindi þarna inn. Viðmót mannsins verkaði á hann eins og löðrungur. Hann langaði ekkert inn lengur; og ráfaði út. Glorian, sem tilhlökk- un hans hafði vafið um þetta hús, hjaðnaði eins og sápubóla. Hann leit við og sá ekkí lengur musterið, hara gráan steinkast- ala. Hann rölti heim fullur gremju af viðnámsleysi, ásamt nýrri undrun yfir sjálfum sér, manninum, hinnum viðkvæma leir guðs, sem svo margir eiga þált i að móta, og jafnvel húsin selja mark sitt á. Hann hafði tekið á leigu ]>ak- herhergi i gömlu timburhúsi í austurhluta borgarinnar. Gólf- plássið var hér um bil tvisvar sinnum þrír metrar. Rúmmálið var þó ekki samsvarandi, því súðin náði frá gólfi til lofts og sneið þannig verulegan hluta af rúminu. Það lá nærri að þessi kytra reyndist of lítil fyrir far- angur lians, sem var legubekk- ur og lítið körfuhorð, ásamt fer- köntuðum stól, sængurfatnaði og öðrum spjörum, item hóka- kofforti og dálitlu af lausum hókum og skrifpappír. Samt hafði honum tekizt að koma þessu þannig fyrir, að auðséð var hverjum heilvita manni, að hér var íhúð en ekki geymsla. Og þarna átti liann heima. Og þegar hann kom heim úr hóka- safnsleiðangrinum, tók þessi fátæklega vistarvera þátt í kjör- um lians. Hann varð öruggari. Eftir mánaðardvöl í borg- inni var liann ráðinn prent- nemi í stórri prentsmiðju. Dyravörðurinn í bókasafninu fræga hafði heimsótt liann eitt kvöld, og spurt liann spjörun- um úr. Hann sagði honum á- form sitt, og gamli maðurinn greiddi götu hans; hann reynd- ist vera gamall prentari. Sjálf- ur þurfti liann ekki að leggju annað til en áhugann á starf- inu; og liann var fyrir hendi. Hann sá ævistarfið fyrir sér í heillaridi nálægð, og hlakkaði mikið til. Mikið þótti honum vænt um vin sinn, dyravörðinn, og alla menn, og allt, sem liann sá. Honum þólti svo vænt um lífið, að það var engu líkara en að Iiann svifi í loflinu af ein- skærum fögnuði. Blessuð kon- an, sem átli upptökin að þessu ævintýri. Þegar hann væri far- inn að .vinna sér inn peninga, ætlaði hann að gleðja hana, svo sem honum væri unnt. Ilann átti að mæta á tiltekn- um degi í prentsmiðjunni. Hann mætti aldrei. Á leiðinni til þessa langþráða staðar varð hann undir híl og slasaðist. Hér kemur eyða í endurminn- ingarnar — Hann man lítið frá veru sinni á sjúkrahúsinu. Hann var lam- aður, varð að liggja og gat ekki Iireyft sig, en heilinn var ó- skemmdur og liann gat liugsað. Honum leið illa. Allt var orð- ið hreytt, jafnvel dagarnir, sem Iiann liafði alltaf elskað, þessir hlikandi sólhvítu knerrir, sem sigldu svo ljúflega frá einni ei- lifðinni yfir í aðra; jafnvel þeir voru orðnir að svörtum, ömur- legum nökkvum, sem mjökuð- ust um auðnarsæ tilgangsleys- isins, hlaðnir af þjáningu. Gátuirnar varðandi lifið og sjálían hann réðust á skilning iians, og þurrkuðu liann út. Hann skildi ekkert. Öfundin og rnannfyrirlitningin tóku að

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.