Vísir Sunnudagsblað - 30.08.1942, Page 1

Vísir Sunnudagsblað - 30.08.1942, Page 1
1942 Sunnudaginn 30. ágtkat 28. blad Quðján 'Jójísj&k: Heimilisliættir fi'á æsknárnm mínnm. /Heimili foreldra minna var regluheimili mikið og siðgæðis gætt, æ og ætíð. Blót og formæl- ingar máttu ekki heyrast og klámyrði og saurugt tal for- dæmt með öllu, og yrði manni á að segja ósatt, var okkur sagt að svartur blettur yrði á tungu þess manns, sem temdi sér að segja ósatt, og bak við hann stæði óvinurinn sjálfur. Hús- lestrar voru hafðir um hönd á sunnudögum allt árið, og kvöld- lestrar alla rúmhelga daga að vetrinum til páska, og þaðan í fi-á til hvítasunnu, og sálmar sungnir fyrir og eftir. Sérstakur andaktarblær var einkum yfir slíkum guðsþjónustum á föst- unni, og þá ætíð sungnir Passíu- sálmar. Hallgríms. Framan af búskap þeirra foreldra minna var á sunnudögum lesið í Vída- línspostillu, en seinna var það bók Péturs biskups, sem, lesin var, og sömuleiðis hugvekjur hans á kvöldum. Hvað Vídalín áhrærir, tókum við unglingarnir einkum eftir því, að hann var ærið langorður, og að honum var æði ósárt um að blóta í ræðum sínum, sem okkur var þó bannað á heimilinu; en Pét- ur sómdi sér betur um þá hluti. En gömlu mennirnir sögðu, að ekki væri annar eins kraftur og orðsnilld i ræðum hans sem Vídalíns. Stundum eftir að vorannir hófust fyrir alvöru, fórust kvöld- lestrar fyrir, ef miklar annir voru, dag og dag i bili, en ekki var það oft. Sumardagurínn fyrsti var æv- ínlega einn hinn mesti tyflidag- ur barnanna. Var um bað keppt, hver fyrstur drengjanna yrðí til þess að vakna á undan Öllu fólk- inu, til þess að bjóða Hörpu í bæinn, ^iinni yndislegu gyðju vorsins, og var sá' heppinn, sem fyrstur gaj qrðið til þess, gð fagna henni, sem vert var, með þessum eða þvífíkum orðum: 1 , t „Ríður Harpa í tún roðar röðull á brún rósum stráir um löndin og æginn. Vakna sveinar við það, glaðir hlaupa á hlað, Hörpu vilja þeir leiða í bæinn. 1 Það er litfögur mær, ung og yfirlitsskær, ofur hýrleit og blómleg á vanga, hárið mikið og frítt, lokkar Ijósgulir sítt í liðum niður um herðarnar hanga.“ Svo þegar marnrna kom, á fætur átti maður víst að fá heita mjólk og lummur dísætar með, og í mat, það sem búið hafði þá bezt að bjóða. Og mikill var þá fögnuðurinn, ef sá dagur tjald- aði hinu bezla, sem kostur var á, sólargulli um fjöll og hálsa. Vorannir hófust, ef sæmileg líð var, um sumarmál. Ef gott veður var á sumardaginn fyrsta, þótti okkur nýlunda að sjá mömmu ganga um túnið og at- huga hvort tiltækilegt væri að vallarvinnsla gæti hafizt. Hún sem annars sat öllum stundum við rokkinn og leit ekki upp frá honum,nema til að skammta matinn og sinna búverkum sín- um. Það var eins og það væri vorboðinn um nýtt starf, sem aðeins heyrði sumrinu til, hin- um ljóskrýndu dögum hins yl- ríka vors. Pabbi athugaði á- vinnslutækin, hvort tiltækileg væru eftir .veturinn. Fjöllin blánuðu upp á brúnir og sauð- fé skipaði sér ,um rindana, um hclt og hæðir, &n hrossin hið neðra um grund og móa. ísinn leysti af firðinum og rak til og frá með föllunum, unz hann grotnaði sundur með öllu. Svan- urinn lyfti sér UI flggs norður um lieiðar, til að skyggnast um á sumarstöðvum sínum og æð- urinn tók að litast um á víkum og vogum. Krían og veiðibjall- an í sílaleit og lóan í hlíðinni söng „dýrðin“. Það er áreiðanlegt, vorið er að koma, og börnin syngja við raust á bæjarhólnum: „Vorið er komið og grundirnar gróa, gil- in og lækirnir fossa af brún.“ Þau eru að létta af sér fargi vetrarins og varpa sér glöð og kát i arm vorsins og hyggja nú gott til starfa undir heiðbláum himni þess. Svo næstu daga er tekið til við ávinnsluna, að vísu með frumstæðum tækjum, en mað- ur fann eigi svo mjög til þess þá, því þannig höfðu ömmur og afar haft það í sínum bú- skap, og sennilega eitthvað þessu líkt, allt frá Iandnámstíð, hafði það gengið til. Og þá var ekki neitt við það að athuga. Túnið fór smám, saman að grænka hægt og bítandi. Alls- staðar fór græna grasið að víkja sinunni til hliðar: „Frá, frá fölva strá, hyað átt þú með sól að sjá, sinan visin, köld og grá. Frá,«frá.‘‘ Og alltaf var þrengt meira og meira að henni og hún að lokum vígð moldinni og völl- urinn var orðinn iðjagrænn. Ærnar fóru að eignast ofur- lítil, hvít og alla vega lit lömb, sVo spræk og fjörug, litlu grey- in. Flestar voru þær einlembdar, en stöku kind átti tvö, og þótti mikið til þess koma. En þeim ám þurfti að hygla vel með rúg- mjolsdeigi, mjólk eða því um liku, svo öllu liði vel, einkum þó ef kalt var, .og lömbunum smjórSkofu, meðan groðurlítið var. Annirnar urðu meiri og meiri, sem lengra leið. Og þeg- ar leið ó sauðburðinn, var hætt að hýsa ærnar. En i þess stað Vfti’ farið að rakn jámhféð á stekkinn á kvöldin og mjólka þær, sem leyfði í og þó einkum hinar óbornu, sem voru með hörð júfur. Það var erfitt verk í fyrsta sinn, sem rekið var á stekkinn, að koma öllu inn, því lömbin sundruðust í allar áttir, stukku upp á veggina, beljandi hvellu jarmi, svo ekki heyrðist mannsins mál. Ærnar priluðu upp í veggina, ráku snoppuna að lömbunum, þefuðu af þeim og jörmuðu enn meir. Svo þegar búið var að mjólka, var hleypt út úr kvínni og kliðurinn jókst um allan helming. Yar þá farið að lemba og ekki hætt fyr en hver fékk sitt lamb. Þetta end- urtók sig svo á hverjum degi, eða annanhvorn að minnsta kosti, þar til allt var borið. Þá var því sleppt á dalinn, en smal- að af og til, til að líta eftir ull á því. Eftir að kvenfólk og ungling- ar höfðu unnið á túninu, var far- ið að sinna um sauðatað, sem haft var til eldiviðar, og þó lít- ið eitt. Sagði faðir minn, að það væri sama og að brenna töðunni, og því var það, að hann tók að leita að mó, en fann hann hvergi nær en á fjallinu uppi. Þann eldivið notaði hann mest eftir það, enda þegar nóg að gert um eyðing skógarins. Mórinn var tekinn upp fyrir sláttinn og þurrkaður þar, en fluttur heim á haustin á klökk- um. Fyrir sláttinn áttu karl- menn og að hafa lokið við kola- gerð og húsabyggingar, því ó- rá,ð þótti að láta þær bíða hausts- ins. Nú leið að fráfærum. Fór það eftir tíðarfari, hvenær það var gert. I fyrsta lagi var það um Jónsmessu (sumarsólst.), um 9 Vikur af sumri, en stundum drógst það fram i elleftu viku, ef kuldatíð var og lörnbin illa þroskuð, Nú var öllu tjaldað.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.