Vísir Sunnudagsblað - 30.08.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 30.08.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUÐAGSBLAÐ „Herskáasti1 Svo fórum við heim, til mömmu, og það af fólkinu, sem okkar skemmtun sótti,og þáðum hjá henni kaffi og lummur seint um kvöldið. Svo var árið kvatt með lestri og söng, og var nú runnið í skaut aldanna með vonum sín- um og þrám, gleði og sorg og tilheyrði nú liðna tímanum,. Á nýársdag var svipað matar- hæfi sem á jóladaginn, en skammturinn enn ríflegri, sennilega vegna þess, að nú var svo langt til næsta tyllidags. Þá var auk hangikjöts og magáls súr svið og lundabaggi í viðbót, og loks stóreflis flatkaka úi’ rúgmjöli, ærið þykk, með smjör- skökuenda ofan á. Þetta hefði enginn diskur tekið, og þvi látið í trog fyrir tvo saman, þannig að maturinn var sinn við hvorn gafl og eyða á milli, svo hver hefði sitt. Þessi niatur var elcki borinn úr búrinu, og Iiafður þar til ígripa til gamans, og öðru trogi hvolft yfir, til að varna ryki. Gekk svo hver að sínum mat þarna, svo léngi sem entist til, því eftir sem áður var íoik- inu skammtað dag hvern sem venjulega. Ekki man eg að annað væri breytt út af á þrettánda en kaffi og lummur, og ekki á bónda- daginn eða konudaginn, sem, einkum á Norðurlandi, voru þá tyllidagar. Ungu stúlkurnar áttu að fagna einmánuði, en piltarnir Hörpu. Eftir nýárið var svo tekið til óspilltra málanna við alla vinnu, bæði inni og úti. Konur spunnu og prjónuðu allskonar plögg á hendur og fætur, en þó var lagt mest kapp á að koma sér upp vaðmálum til fata, enda fékk vinnufólkið mikið af kaupi sínu í fötum, sem miðað var við peniugaverð. Til dæmis kostaði ein alin af góðu vaðmáli fimm fiska, sem þá reiknuðust á 30 aura hver í landaurareikningi, og þá verðið á alininni i slíkri voð á kr. 1.50 í peningum, því þá þegar var farið að miða vinnumat svo mikið við þá. Man eg að góðri vinnukonu þótti vel borgað með þrem vættum 12 króna, en vinnumanni 6 vættir. Þetta var fyrir 1880. Þegar.búið var að spinna svo mikiðaf þræði, að hægt var að leggja upp í vef j- arverk, var farið að setja til, þ, e. rekja, og koma því upp í vefstólinn. Hjá okkur ófu karl- menn, en annars var það og til, að kvenfólk væfi. Góður vefari skilaði frá 6—10 álnum á dag- inn, ,eftir því, hve verkið var fint, og eins eftir því, hve vel var spunnið. Þótti vefurum leið- indaverk, ef illa hélt garnið, þvi óra tími fór í að bæta. Þegar heimilið var sem umfangsmest, var ofið hátt á annað hundrað álnir á vetri hverjum. Lengd liverrar voðar var frá 20 upp í 50 álnir, eftir atvikum. En taf- samt þótti að festa upp stuttu stúfana. Seinna var farið að festa upp úr útlendu garni (tvisti), einkum í einskeftu, í milliskyrtur og því um líkt. Oft voru voðir uppi í vefstólnum fram yfir sumarmál, en allt kapp lagt á að svo væri ekki, því þá tóku við önnur störf, eins og áður er að vikið. Faðir minn var meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel. Hann var hægur og stilltur og fór sér

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.