Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 1
mmm \ 1942 Sunnudaginn 6. september 29. blad „Baslið og erfiðleikarnir þroska mann...." Fréttaritári vor á Siglufirði birtir hér viðtal við hinn landskunna dugnaðar og atorkumann Óskar Halldórs- son, útgerðarmann, í tilefni af 25 ára starfsafmæli hans á Siglufirði. Þar sem þetta viðtal Óskars nær aðeins til fyrsta starfsárs hans á Siglufirði, vill blaðið bæta því við, að það var Óskar Halldórsson, sem var frum- kvöðull að byggingu Síldarverksmiðja Ríkisins, enda skrifaði hann um það grein í Vísi fyrir um það bil 18 árum, byggði hafskipabryggju í Keflavík, er orðið hef- ir lyftistöng fyrir þorpið og hafði útgerð við Grænland 1936 á mb. „Snorra goða", í sambandi við „Arctic", sem nú er eign Fiskimálanefndar. Byggði Óskar hús í Færeyingahöfn i Grænlandi og var nær fluttur þangað. Eins og öllum er kunnugt orðið, hefir Óskari nýlega verið veitt leyfi til þess að byggja 5000 mála síldarverk- smiðju á Siglufirði, og hefir hann keypt miklar lóðir til þeirrar starfrækslu. Óskar blaðið þess, að honum auðnist að framkvæma þessa miklu nauðsyn fyrir sjávar- útveginn, land og þjóð. — Viltu ekki segja okkur eitt- hvað frá þvi, er þú komst fyrst hingað til Siglufjarðar? — Á hverju vori, þegar eg kem til Siglufjarðar og hitti Andrés Hafliðason, hefir hann i hvert skipti og við höfum, hitzt og heilsazt latið fylgja sömu setn- inguna: „Eg gleymi því aldrei, er þú komst fyrst til Sigluf jarð- ar", og svar. mitt hefir alltaf verið það sama, að þvi gleymi eg heldur aldrei, þegar eg liitti hann fyrst, því það er svo eftir- minnilegur dagur i lífi mínu. Og er eg kom hingað í sumar minnti Andrés mig á, að nú væru liðhi 25 ár síðan eg kom fyrst til Siglufjarðar með lifrarbræðslu- áhöldin, og að hann hafi þá ve**- ið innanbúðarmaður í Gránu. — Þú hélzt á dögunum nokkr- um gömlum Siglfirðingum og eldri starfsmönnum þínum frá Siglufjarðarveru þinni hóf að Hótel Hvanneyri? — Svo á það víst að heita. Það var þetta hlýja og góða viðmót Andrésar, er örfaði mig til þess, því að það var margs að minnast frá þeim tímum. — Ertu ekki búfræðingur og gamall garðyrkjumaður? — Jú, það er eg, þó að eg sé ekki úr sveit. Eg er fæddur á Akranesi 17. júní 1893. Fór það- an 10 ára gamall til Reykjavik- ur, 14 ára fór eg á Búnaðarskól- ann á Hvanneyri. Að loknu námi þar fór eg til Danmerkur og stundaði garðrækt. Eftir heim- korauna frá Danmörku hafði eg garðrækt að Reykjum i Mos- fellssveit árin 1913—1914 og notaði hverina og jarðhitann til framdiáttar garðræktinni á ein- faldan og „praktiskan" hátt. Árið 1915 sótti eg um plæg- ingar-jarðabótastörf hjá Bún- aðarsambandi Kjalarnesþings og fékk þau. Voru þá húsbænd- ur mínir þeir Björn í Grafar- holti og Magnús heitinn á Blika- stöðum. Og nú, er eg ek eftir Hafnarf jarðarveginum eða Suð- urlandsbrautinni upp í Mos- Mynd þessi er tekin af Óskari Halldórssyni á Bakkevigs-störJinni á Siglufiröi, sem er rétt sunnan við Síldarverksmiðjurnar, þar sem Óskar hefir ætlaS nýrri síldarverksmiSju staS. Óskar Halldórs- §on útgrerðar- maðnr. fellssveit, sé eg þar marga fall- ega sáðsléttu og græna bletti, sem til eru fyrir störf mín það ár. M. a. kenndi eg þá Jóni heitn- um Kristjánssyni, lagaprófessor, að plægja. Eg held að það sé einhver hinn viljasterkasti mað- ur, sem eg hefi fyrir hitt. Þórð- ur læknir á Kleppi sagði mér það, að hann hefði fengið hjá mér óvenju mörg ódýr dagsverk í jarðabótavinnu minni á Kleppi það ár. Eg veit, að Þórður er góður læknir og búmaður i báða enda. Frá þessum tima hefir Þórður haldið órjúfandi tryggð við mig. Þetta sama sumar var eg einnig hrossakaupmaður, hélt marga hrossamarkaði víðsvegar á Suðurlandi og seldi nokkur hundruð hross til útlanda. — Hvernig féllu þér þessi störf? — Mér féllu þau eiginlega ekki rétt vel. Komst sannast að segja óvart inn í landbúnaðinn, því að eg var sendur í sveit að Hvanneyri um vorið, er eg fermdist sem baldinn Reykja- vikur-drengur. Svo var það hreinasta tilviljun, að eg skipti um atvinnuveg, sem likast til hefir orðið til þess, að flytja mig til Siglufjarðar. — Hvað var það? — Eg hitti fyrir hluta vetrar 1916 geðveikan mann, sem bað

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.