Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Síða 2
2
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
Svarta húsiS t. v. er hús það, sem Óskar Halldórsson býr í nú á
Siglufiröi. Þaö er eitt af þeinr fáu húsum þar í kaupstaðnum, sem
er byggt á staurum. Síldarverksmiðjur rikisins eru í baksýn. —
íbúSarhús Óskars heitir „Rotterdam", en skrifstofuhúsið
„Amsterdam“.
mig að vera félaga sinn í lifrar-
bræðslu fyrir austan fjall, Eyr-
arbakka eða Stokkseyri, og satt
að segja leizt mér fjandi vel á
„programmið‘‘ hjá þeim geð-
veika. Það varð til þess, að eg
keyp^i lifrarbræðsluáhöld lijá
Bjarna Péturssyni í Reykjavík
og arkaði með þau í mesta ill-
viðri á Þorranum austur yfir
fjall og ætlaði að kaupa þar
þorskalifur til bræðslu. Þegar
þangað var komið hringdi eg í
félaga minn í Rvík, sem átti
að koma austur yfir fjall og
leiða forretningshlið fyrirtækis-
ins, en þá var hann orðinn svo
ruglaður í ríminu, að hann vissi
hvorki í þennan heim né annan
og kom aldrei, og þar með var
sá félagsskapur úr sögunni.
— Hvernig gekk þér svo
þarna ?
— Eg reyndi að fá lifrina
keypta á Stokkseyri, en þar voru
aðrir lifrarkaupmenn fyrir. Eg
reyndi á Eyrarbakka, en þeim
leizt illa á mig, og fékk eg engin
viðskipti þar. Síðan fór eg til
Þorlákshafnar og ætlaði að fá
keypta lifrina þar, en þá voru
þeir þar fyrir Jes Zimsen og
Emil Rokstad með lifrarkaup,
svo að þar var ekkert að gera.
En í Þorláksliöfn tók eg þá á-
kvörðun, að halda áfram með
bræðsluáhöldin til Herdísarvík-
ur. Þar var útræði, að vísu ekki
stórt, aðeins sex opin skip og
bjuggu skipverjar í sjóbúð-
um og héldu skrínukost, og
borðuðu aldrei heitan mat alla
vertíðina að mig minnir. Þeir
tóku mér frekar vel í byrjun og
sömdu við mig um lifrarkaup á
vertiðinni og urðu aldavinir
mínir. Hagnaðist eg sæmilega
vel á þessurn litlu viðskiptum,
eða um 2000 krónur. Eftir kom-
una frá Herdisarvík vorið 1916
var mér ekki ljóst, hvað eg ætti
að gera. Mér féll vel við lifrar-
kaupin og langaði ekki aftur í
landbúnaðinn. Var eg á þess-
ari stund í lífinu stórt spurn-
ingarmerki og var að velta því
fyrir mér, að hverju eg skyldi
snúa mér næst. En þá, sem oft-
ar, fer eg niður að liöfninni í
Reykjavík og tala þar við ýmsa
sjómenn. Hitti eg þá þar mér
alveg ókunnan mann, sem var
Magnús Vagnsson, skipstjóri á
m.b. Kára frá ísafirði, er lá þar
við bryggju og var að losa fisk,
er hann hafði veitt í Jökuldjúp-
inu. Sá eg þar mikið af heilag-
fiski og lifur um borð og þykir
mjög matarlegt. Eftir að hafa
rabbað við þennan mann góða
stund, bið eg hann að gera mér
þann greiða að koma með mér
upp á veitingastofu í Fjalakett-
inum og borða þar „buff“ hjá
„Buff-Nielsen“, er var danskur,
og er frægastur allra manna, er
til íslands hafa komið fyrir góð-
an mat. Við tökum tal saman
yfir „buffinu“, og skýri eg
Magnúsi frá, hver maður eg sé,
og að eg liafi verið lifrarkaup-
maður í Herdísarvik síðastliðinn
vetur og langi til þess að halda
braskinu áfram.
Eg lieyri það slrax, að Magnús
er greindur og glöggur maður
og hafði víða verið við sjó-
mennsku og kunnugur staðhátt-
um á Vestur-, Norður- og Suð-
urlandi. Bið eg hann þarna við
borðið að benda mér á stað ein-
hversstaðar á landinu, er eg
gæti liaft lifrarbræðslu yfir
sumarið. Benti liann á marga
staði. En eftir þessar umræður
við „buffið“ sé eg að sumir af
þessum stöðum, er Magnús benti
mér á, mundu verða mér of-
viða í samkeppninni við efnaða
lifrarkaupmenn, og með þeim
litlu peningum, er eg hafði ráð á,
mundi verða heppilegasti stað-
urinn Gjögur við Reykjarfjörð.
Endaði samtal okkar með því,
að eg spurði hann ítarlega um
þetta pláss, þó að eg léti það
ekki uppi við Magnús, hvert eg
myndi fara, eða livað eg myndi
gera. Næsla dag fór Magnús
veslur, og sá eg liann ekki
meira það sumar, en fór að
leita mér upplýsinga hjá Sam-
einaða, livaða skipsferð myndi
verða norður þangað, og er mér
tjáð, að Ceres muni fara eftir
nokkra daga. Fór eg nú að út-
búa mig með áhöld til lifrar-
bræðslu, tunnur og það er til-
heyrði, steig síðan á skipsfjöl
og hélt til fyrirheitna landsins
á Ceres. Kom að Kúvíkum í
Reykjarfirði og fékk far hjá
nokkrum Gjögrurum með sjálf-
an mig og lifrarbræðsluáhöldin
að Gjögri. Er þangað koni hafði
enginn lieyrt mín getið, enda
var eg þeim öllum óþekktur,
nema að því leyti, að einhverjir
þeirra könnuðust við mig sem
garðyrkju- og plægingamann.
Eg kom lifrarbræðsluáhöldun-
um fyrir bráðlega og samdi við
sjómennina um kaup á lifrinni
yfir sumarið. Þarna var lítill út-
vegur og bátarnir mjög smáir
og aflin'n þar af leiðandi rnjög
lítill. Var öll sameinuð fram-
leiðslan yfir sumarið kr. 3000,00.
Var þá stríð 'eins og nú er og
keyptu enskir lýsið. í plássinu
voru 130 manns. Mikil fátækt
var þar, óbrotnir lifnaðarliættir
og mataræði.
Mér þótti vænt um fólkið
og kynntist því fljótt, og lield eg
að því hafi líkað vel við mig.
Lendingarstaðir bátanna voru
dreifðir viða um plássið, margar
varir, og sótti eg sjálfur lifr-
ina til þeirra í fötum og skrín-
um, eins og voru á Akranesi á
u,ppvaxtarárum 'mínum, foig
bræddi svo lifrína næsta dag.
Seinnihluta sumars þurfti eg að
liafa símasamband við Reykja-
vík og þurfti til þess að róa yfir
Reykjarfjörð og ganga 13—14
tíma áður en eg kæmist í síma;
þurfti alla leið til Hólmavíkur.
Til þess að koma afurðunum í
verð þurfti eg að hafa tal af
Ásgeiri Sigurðssyni ræðismanni,
er sá um útflutning íslenzkra af-
urða á stríðsárunum. Hugur
niinn hvarflaði >oft til Magnúsar
Vagnssonar þetta sumar, þvi að
mér fannst Iiannhafakomiðmér
í þennan einangraða stað, og
var eg sár yfir því að hafa
hvorki blöð, síma né neitt af
20. aldar þægindunum. Eg hitti
ekki Magnús Vagnsson aftur
fyrr en haustið eftir og „klaga
•upp á kostinn“ við hann fyrir
að hafa gróðursett mig norður
á Hornströndum þetta sumar,
þar sem ekki voru meiri gróðr-
ar- og vaxtarskilyrði. Til þess
nú að bæta fyrir einangrunina
ræður Magnús mér til að bræða
lifur á Naustum við ísafjörð
haustið 1916. Fylgja svo ísa-
fjarðarbátunum vertíðina 1917
til Sandgerðis og kaupa af þeim
lifrina þar. Gerði eg þetta og
gekk allt vel, þótt erfið væri að-
staða mín og mörgum spjótum
væri að mér beint. Varð eg að
hrökklast með starfsemi mína
út í eyðihólma á Sandgerðisvík
og búa þar við enn meiri frum-
býlingshætti en á Hornströnd-
um.
— Hvernig komstu svo til
Siglufjarðar?
— Eg lagði af stað frá ísa-
firði með lifrarbræðsluáhöldin
hinn 9. júní á m.b. Ingva. Skip-
stjóri á honum var Sturlaugur,
er vinnur nú við trésmíði í
Slippnum i Reykjavik.
Snemma morguns — klukk-
an að ganga 6, hinn 10. júní, er
eg vaknaður og sé þá inn í
mynni Siglufjarðar, Siglunes á
bakborða, Strákarnir á stjórn-
borða. Sjórinn spegilsléttur, sól
og hiti, fjöllin há og tignarleg á
báðar ldiðar. Hafði eg engan
fjörð séð fallegri fyrr, að uud-
anteknum Dýrafii’ði.
Við lögðumst við svokallaða
Gránubi-yggju og var þar fyrir
annar ísfirzkur bátur. Um leið
og við komura upp að, komu
frá honum tveir hásetar og tólcu
á móli enda. Þegar þeir koma
auga á mig segja þeir við mig:
„Þú ert allstaðar eins og landa-
fjandi og fylgir okkur eftir“, og
bæta því svo við, að nú sé eg
kominn með sömu lifrar-
bi’æðsluáhöldin og eg liafi verið
með á Naustunum í fyri’ahaust,
Sandgei’ði í vetur og ætli nú að
setja upp fabrikku með sömu
áhöldunum hér.
Þegar eg sté á land upp úr
m,.b. Ingva gerði skipstjórinn
kröfu til þess, að tekinn yrði
upp úr bátnum farmurinn minn
en hann var 2 lifi’ai’bi’æðslupott-
ar, 15 tómar lýsistunnur, nokk-
ur tóm lifrarföt, díxill og dríf-
liolt. Það sem mig undraði mesí,
er eg kom í land, voru liinar
miklu bryggjur og trébreiður
fi’aman á Siglufjarðareyri, er
allt stóð á tréstaui’um. Var sval-
að foi-vitni minni er eg spui’ði,
hver hefði byggt öll þessi staui’a-
fyrirtæki, þegar mér var svar-
að, að það væru mest allt Norð-
menn, er hefðu byggt þetta hér.
Mig undraði ennfx-emur, að
fiskibátarnir voni alltaf að
koma hlaðnir af fiski og fara út
aftur alla tíma sólarhringsins,
og var það mér óþekkjanlegt í
þeim verstöðvum, er eg hafði
verið í áður. Aðalumræðu- og á-
hyggjuefni manna þarna á
bryggjunni var livenær beitu-
báturinn kæmi fi’á Akureyri og