Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ þorskalifur. Spurði hún mig þá um nokkra eldri Akurnesinga frá þeim tíma, er foreldrar hennar voru á Akrariesi eða voru fluttir til Reykjavíkur. Hugur- inn hvarflaði þá til Akraness og móður minnar í Reykjavík og minntist eg þá þess, að fyrir mörgum árum síðan, er eg var með henni á heimili Thors inn- an við fermingu, en Camilla var þá að verða gjafvaxta stúlka, að móðir mín sagði einu sinni við Steinunni, ömmu Camillu, er þá var orðin blind og dvaldi á heimili Margrétar dóttur sinn- ar, að Camilla væri mesti kven- kostur er Reykjavílc ætti þá og að hún öfundaði þann mann, er fengi hennar. Móður minni þótti vænt um öll börn Thor Jensen, en sérstaklega þau Ólaf og Camillu og skýrði hún mér frá því sem unglingi, að barna- uppeldið á þvi heimili væri fyr- irmynd og þaðan mmidu koma góðir starfskraftar. Og þótt mér sé málið skylt, var móðir mín gáfuð kona og hafði góða dóm- greind á þessum hlutum, og eg hálföfundaði Siglfirðinga að hafa fengið Camillu hingað. — Hvernig gekk svo bygging- in og lifrarkaupin ? “ Þennan fyrsta og eftir- minnilega dag voru smiðirnir búnir að Ijúka við smíðina á skúrnum seint um kvöldið og eg búinn að setja upp lifrar- bræðsluáhöldin. Hafði náð í 700 til 800 litra af nýrri lifur hjá ísfirzkum útilegubátum og byrjaði að bræða ld. 12 um kvöldið. Eg var þá 23 ára gam- all, söng og flaulaði af ánægju eftir dagsverkið, sem var frá kl. 6 að morgni til kl. 12 um kvöld- ið, kaupa lóðina, hyggja húsið, setja niður lifrarbræðsluáhöld- in, festa mér viðskiptamenn, ná i lifrina og hún byrjuð að sjóða í pottunum. Fyrsta daginn hugsaði eg hvorki um húsnæði né mat fyrir sjálfan mig. Keypti eg þó kringlur og annan skrínu- kost og hafði hjá mér i bræðslu- skúrnum um nóltimi við bræðsl- una. Afli var mjög góður þetta vor og strax á öðrom degj sá eg það, Vélbáturinn Snorri got5i í Færeyinga- höfn á Græn- landi 1936. — Bát þennan gerSi Óskar Halldórsson út þaö ár í Grænlandi í sambandi viö frystiskipiö Artic, sem nú er eign Fiski- málanefndar. að eg mundi ekki komast yfir þetta einn og réði til mín ung'- lingsmann mér til aðstoðar við bræ’ðsluna. Minnir mig að kaup hans hafi verið 150.00 krónur um mánuðinn og fritt fæði og var allt innifalið í þessurn kjör- um. Var engin sérstök greiðsla fyrir yfirvinnu, næturvinnu eða sunnudagavinnu og því síður nokkur áhættuþóknun, vísitala eða aðrar slikar gersemar, eins og „nú til dags“. Næsta dag fór eg að fá mér húsnæði hér á Siglufirði og bjó eg fyrst hjá Birni Jónassyni, ökumanni, og finnst mér eg standa alltaf í þakklætisskuld við Guðrúnu Jónasdóttur, konu Björns, fyrir hvað mikla þolin- mæði hún hafði að hafa mig innan sinna húsa, því eg var ekki alltaf sem þrifalegastur. Unglingspilturinn hræddi að mestu leyti lifrina, en eg varð að sækja hana víðsvegar um allan Siglufjörð og velti eg tómum fötunum niður á bryggju, mældi lifrina á aðgerðarstöðunum, og um borð í hátunum, Iokaði tunnunum með drifholti og dixli og varð siðan að velta hverju fati með höndunum upp að lifrarbræðslunni. Kom það nokkrum sinnum, fyrir, að botn- inn sprakk og lifrarsúpan sat eftir á miðri götunni. Var eng- inn að fárast um það í þá daga. Man eg að fyrsta hálfa mánuð- inn var eg berfættur í skónum, var í einum buxum og einni prjónaskyrtu, er eg hafði skorið ermarnar að mestu leyti af og sagði Andrés Hafliðason ntér ög segir enn, að eg hafi verið einna sóðalegastur alh-a manna er til Siglufjarðar Iiafi kolnið, ekki skipt um föt, verið með skrínú- kost i bræðslriskúrnum, og það sé þetta, sem hann gleymi aldrei. Eg var langur og mjór og mátti hér um bil hnýta á mig hnút. Vóg eg þá um 140 pund, en í dag er eg tæp 320 pund. Það vill segja, að samkvæmt upplýsíng- um, Páls Zophoniassonar á Hvanneyri, að á erfiðum fjalla- Ieiðum væri mátulegt að hafa 80 pund i bagga, er eg því \ dag nær tveir hestburðír að þyngd, reiknað á húfræðingsvísii Erfiðasti kepípinautur minn hér á Siglufirði við lifrarkaupin \ar Helgi Ilafliðason, og verð eg að segja það, að Helga þótti eg ekki beint fríður álitum og var ekkert blíður við mig, þótt allt önnur reynd yrði síðar í lífi okkar. En það, að Helgi var all-óblíður við iriig, var líklega því að kehna, að bræðslumaður hans, sem var roskinn maður úr Reykjavík, var seinn i vöfunum og vaknaði seint á morgnana. Var það ekki allsjaldan, þegar karlinn kom og ætlaði að sækja lifur Helga, að hún var horfin, því eg var húinn að kaupa hana. — Þetta var þá þín fyrsta starfsemi á Siglufirði? — Já, ekkert annað en lifr- arbræðslan um sumarið, en síld- in kom árið eftir. -—- Hver finnst þér munurinn á Siglufirði fyrir tuttugu og fimm árum og í dag? — Það er svo margt, að því er varla hægt að svara. Þá var hér hreppstjóri og hreppsnefnd, sem mér virlist maður komast mildu betur af með heldur en bæjarfógeta, bæjarstjórn og bæjarstjóra, og alla þá lönguvit- leysu,er því fylgir. Þá kom hing- að að sumrinu Páll Einarsson, sýslumaður Eyjafjarðarsýslu, er hafði hér æðsta lögregluvald, virðulegur og góður embættis- maður. Þá þurfti maður ekki nema eitt lítið fylgihréf til þess að koma vöru sinni til útlanda, en nú er orðið lieilt dagsverk að senda samskonar sendingu, og þarf samþykki ólal nefnda í Reykjavík og 10—12 fylgiskjöl með öllum reghbogans litum, svo allt sé í lagi. Og þegar eg renni liuganum, aftur tíl þess tínia, eru nú aðeins tveir síldar- saltendur eftir af þeim, er voru hér þá, þeir Ásgeir Pétursson og Ole Tynes. Hinir eru dánir eða farnir veg allrar veraldar. Fyrst eg minnist á síldarsalt- endur, minnist eg þess, að fyrsta síldin, sem eg eignaðist á æfinni, var á Gjögri 1916. Hrómundur Jósefsson, er var skipstjóri á gamla Þór, gaf mér nokkrar tunnur af nýrri síld á Gjögri og lét hann liana í skutinn á tveggja manna fari, er eg átti. Saltaði eg þessa sild í nokkrar rekatunn- ur, er fundust á Ströndum. Fór eg síðan með síldina saltaða frá Reykjarfirði til Ingólfsfjarðar og hauð hana norskum síldar- kaupmanni, er Hans Langva hét. Ekki vildi hann kaupa síldina nema síldannatsmaður lians, Jónas Sveinssson, núverandi læknir, skoðaði hana fyrst. Jón- asi likaði síldin vel og var síðan „slegið upp balli“ um kvöld-ð hjá Langva. Isfirzkar blómarós- ir voru þar í síld um sumarið. Eg hefi margar góðar endur- minningar frá Siglufirði öll þessi ár, sem liðin eru síðan eg kom þar fyrst. Hafði eg lengst af síldarstöðina Bakki, enda er eg lítt þekktur undir öðru nafni hér á Siglufirði en Óskar á Bakka. Það gekk misjafnlega þessi mörgu ár. Eg var stundum undir bakkanum og stundum of- an á honum, því að jafnan valt á ýmsu í síldarútveginum, þangað til síldarverksmiðjurnar komu til sögunnar. Maður hefir oft þurft að standa í leiðindum og þjarki vegna gjaldgetuvandræða. Þeg- ar eg lít nú yfir þessi 25 ár, er eg ekkert óánægður með lífið, þótt oft hafí blásið kalt, því sannleíkurinn er sá, að baslið og erfiðleikarnír þroska mann mest. En nú vil eg ekki hafa þetfa lengra, og liætti því. Hæsti foss i heímí, sem menu vita um, er í Brezka Guíana. Heitir hann Kukenaam, og er 2810 fet á hæð, en a& vísu í tvehn þrepum. Þýzk Condor-flugvél;

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.