Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Eggert Ntefánsson: ■ 1)1 ii i ll II. Allt fer út í bláinn! Lífið sjálft, sólkerfi og stjörnur, jörð- in er sama lögmáli undirorpin, og þó er eitthvað bak við allt, sem beldur í hemilinn, og læt- ur dæmið ganga upp þannig, að takmörkuð lögskipun hverrar tegundar, sólkerfa, stjarna, jarða og íbúa þeirra, ganga sína rás, án stórra árekstra, skoðað frá bærri sjónarhól, þar til kem- ur að manneskjunum, sem enn- þá engjasl og kveljast undan bitinu slöngunnar frægu frá Eden, og þó langt sé síðan, hriktir og' titraf mannkynið af eitrinu, sem enn er í æðum þess, eins og Loki í gljúfri sínu. En þrátt fyrir þetta finnur lítill fugl, er fer óravegu yfir lönd og höf litla sprungu í litlum dal, þegar vorið kemur, og lögmálið færir hann aftur að fornum slóðum, og hann leggur þar egg sin og nýtt líf og nýir fuglar halda áfram og lilýða skipun lögmáls þessa. Já, sælir eru far- fuglar, er fara út í bláinn að uppfylla köllun sína, sem, ligg- ur geymd í leyndardómi eðlis þeirra, og sælar eru manneskj- urnar, er bafa eðli farfuglsins, og þegar vorið kemur, fara út í bláinn, móti vorinu og hafa stefnumót við það, uppi á fjöll- um eða í dölum eða við firði og á eyjum þessa töfralands okkar. Lord Dufferin segir í bréfum frá háum breiddargráðum, að^ „blærinn í litum yfir fslandi sé liinn fegursti, er hann liafi séð“ og þessi ágætismaður hefir séð niargt. Sem sendihen-a Breta i Pai’ís sá hann hinn djúpa og sagnai’íka himinn Pai’ísarboi'g- ar, og sem vice-konungur Ind- lands liinn skrautlega himinn indverskra guða — og sem landstjói’i Kanada liinn víðátFu- mikla himinn þessa volduga landflæmis; svo við getum.trú- að lians dómi og glatt okkur yfir því. Þar að auki var hann snilldar rilhöfundur, og skrifaði einhverja hina beztu bók um ísland, sem eg hef lesið, — og reyndist íslendingum hinn bezti di’engur, er hann var landstjóri i Kanada. Mín skoðun ei’, að ein- ungis hámenntaðír útlendingar, helzt með listamannseðli, fái ís- land til að opnast eins og „se- sam“ - og geti þá lesið i hjarta þess, og að slúðursagna-bækur fyrr og nú um ísland sé aug- lýsing um mermtunarstig ferða-. langsins sjálfs, og eigi ekki að ergja íslendinga, ekki einu sinni eitt augnablik. Til stefnumóts við vorið liafa íslendingar núna flugvélar, skip, mótorbáta, bila og seinast og ekki sízt hesta, seglbáta og fæt- urnar, og við skulum nota okk- ur af því. Eg vel mér vestur- leið. Eftir nokkra tima er eg og vinur minn kominn upp á bæinn við dalsmynnið, þar sem hann var smali fyrir 40 árum, og strax og á bæinn er komið fer hann í hliðina þar sem hann sat yfir barn, og eg geng niður að ánni og horfi á hann, þar sem hann situr eins og smalinn, hátt í hlíðinni svo sjáist til allra lxliða, og árin þurrlcast út, fjöru- tíu árin með þunga sínum og reynslu — og það gat verið í gær en eklci fyrir fjörutíu ár- um, sem hann fór liéðan. Til þess að vera sannur ís- lenzkur listamaður held eg, að nauðsynlegt sé að hafa ein- hverntíma verið smali. Eg held, að auður sá, er við köllum and- leg vei’ðmæti Isleiidinga, liafi á einhvern ált safnazt fyrir hjá smalanum, er liann einn hefir verið sendur á fjöll og inn í dali og hlíðar þessa fagra lands, og áhrif þess svo skapað liina ó- ljósu þrá, er dregur mann seinna upp á hátinda mannlegr- ar snilldar, sem þó aldrei næst, nema varðveizts hafi augu barnsins, og hugur unglingsins. En livað um það; allir okkai’ stærsttx listamenn liafa sungið smalanum lof og verið hans vin- ir. — Hvað ber svo ekki fyrir augu vor, er við sitjum á góðgengum hesti, sem töltir létt og liðugt eftir eldgömlum slóðurn, og ber liann til leyndardómsfullra upp- sprettu eins og Rauðamels-öl- keldu, þar sem í þúsundir aldu. þetta töfravatn vellur fram, kalt og gerandi, og svalatv lík- ama og jafnvel sál vorri og læí- ur mann skilja hvað er fyrir andann að vaskast „hvítur sem snjór“ og frískir menn og létt- fættir hestar dansa yfir grund- irnar frá einni aðdáun til ann- arrar? Að stíga af baki og fara i bíl er þá að taka niður fyrir sig, en það hefir þami kost, að efth’ stutta sfund er maður kominn upp í háan turn við Breiðafjörð, lítandi yfír grænar eyjar, hrikaleg fjöll og inn á leyndardómsfulla firði, sem liggja þláir og djúpir inn á milli fjallanna og seiða liugann til sín. Og svo litla húsið, sem stend- ur Iiærra en öll önnur hús og liefir heillað huga minn, bóka- safnið með þúsundum, binda af bókum á öllum málum, og sem eg efasl um að nokkur staður á jörðinni með 700 ibúa liafi upp á að bjóða. Stykkisbólm.ur get- ur verið stoltur af sínu bóka- safni, og vona eg að þeir láti það alltaf vera á sinni hæstu liæð, eins og nú, og gnæfa yfir bæinn. Eg klifra upp hæðina, og vinur minn opnar bókasafn- ið: allar hyllur fullar. Til vinstri við innganginn liangir mynd af Paul Heyse, Miinchenarskáld- inu, sem skrifar svo góðar sög- ur frá Ítalíu, og eins og gömul mynd af Heine. Maður gæti dvalið jxarna lengi — lengi, en lífið úti kallar. Eg opna bara eina bók og les: „Womit kenn- zeiclinet sicli jede literarische decadence dam.it, dass das Leben nicht mehr im ganz'en wohnt“ — eitt augnablik staldra eg við þetta, og það passar einnig liér, að hnignun bókmenntanna er viss, ef vér lifum ekki í nútið heilu lífi samtíðarinnar, en drukknum í orðum. En úti bíður skipið, er færir mig lengra út í bláinn. Eg veit máske livert eg ætla, eins og fuglinn, en svo margt laðar og töfrar, að kannske næ eg aldrei fram. Skipið ber mig inn á mai’ga firði; þar eru fjallshlíð- ax’, sem lita út eins og framhlið hruninna slota. Rómverskir bogagluggar, gotneskai’ liurðir, bjóða manni inn til sin, og hug- ur minn er alltaf „hálfur inni i hamarinn dreginn“. En eg fer framhjá, og þá veit eg, að eg næ fram. En áður en eg skil við þelta allt, vil eg' minnast á aðalsmerki íslenzku þjóðarinnar, sem finnst á liæstu sem lægstu stöð- um. Það er hin aldagamla ís- lenzka gestrisni. Með bókmennt- úiii okkar er jiað sá mesti votl- ur um menningarstig hinnar íslenzku þjóðar, hve hátt sú lis( hefir verið æfð hér á landi. Hún er hjá ríkum sem snauðum, liggur í viðmóti manna og framkomu við aðkomúmann og nær til allra. Þarna lifir demo- kratí Islands, ennþá óbreytt meðal fólksins. I bæjiun, i jxorp- um, i sveitum, til sjávar, allir kunna þessa list til fullnustu. A minnstu sveitabæjum er til gestrisni, seni roinnir á gestrisni EGGERT STEFÁNSSON i slotum Rómaborgar og liöll- um Englands, þó býlin séu smærri. -— Ennþá fylgir bónd- inn gestunum út fyrir tún sitt, og veitir sér tómstund til að láta sækja reiðhest sinn, og ríð- ur með honum úr hlaði og langt á leið, j>ar til liann nær öruggur til áfangastaðar síns. Og ennþá í sveitum er liið lifandi orð manns og manns á milli hin bezta skemmtun að spyrja „hver er maðurinn?“ og aðrar fréttir, þrátt fyrir útvarp! — Já, ennþá skilst í sveitum, „að maður er manns gaman“. — Svo fari maður út í bláinn, kemur mað- ur alltaf fram. Því ennþá lifir hið eiginlega ísland. Alstaðar eru töfrar landsins, og alstaðar lifir hjarla þjóðarinnar í gest- risni sinni, hinu íslenzka demo- krati. —■ En nú kemur mótorbátur með m.iklum skellum, sem tek- ur mig út á fjörðinn, þar sem Paradisar-eyjan liggur. Maðui’- inn við stýrið segir: „Eftir tvo tíma“ — og j>á hef eg náð fram, eftir lögmáli fai’fuglsins, er yf- ii’stigur tíma og rúm. Byrjaö var aö bora fyrsta olíu- brunninn í Bandarikjunum j>ann 27. ágúst áriö 1859. Hann var hjá borginni Titusville í Pennsylvania- fylki. ★ ★ Hreindýrum fer nú óðum fækk- andi í Alaska, samkvæmt skýrslu nefndar þeirrar, er fer með þau mál. Af 84.000 dýrum, sem ríkiö keypti af einstaklingum fyrir fveim árum eru nú aöeins 50.000 híandi. Allur hreindýrastofn landsins er áætlaður 205.000 dýr, en var fvrir nokkurum árum tal- inn nenta 641.000 dýrum. Úlfar drepa mikið af hreindýiAnn, svo og hafa þau fallið í hrönnum vegna þess hve vetur hafa verið haröir að undapförnu.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.