Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Qupperneq 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ
7
Oliver Lyttelton
hcrmaður, kaupsýslnmaður
og- istjoriimálamaður.
Brezki blaðamaðurinn Sid-
ney Horniblow lýsir í eftir-
farandi grein framleiðslu-
málaráðherra Breta.
Skömmu eftir að striðið hófst,
tók brezka stjórnin upp þá ný-
breytni, að fela kaupsýslu-
mönnum og framleiðendum á-
byrgðarmikil störf innan stjórn-
arinnar. Margir leiðtogar úr
iðnaði og verzlun hafa nú'með
böndum náðherrastöður eða
embætti aðstoðarráðherra og
einn merkasti þessara manna
befir nú með höndum þýðingar-
mesta embætti í Bretlandi, ann-
að en landvarnarmál, embætti
þess ráðberra, sem fer með
framleiðslumál öll, en einkum
þó framleiðslu til hernaðar-
þarfa.
Þessi maður er Oliver Lyttel-
ton kapteinn, sem til skamms
tíma var ríkisráðherra í Mið-
Austurlöndum. Það má um
Oliver Lyttelton segja, að það
væri fljótlegra að telja upp þau
störf, sem hann væri óhæfur til
að gegna en hin, sem hann er
hæfur fyrir. Hann er mikils
metinn kaupsýslumaður, gat sér
frægðarorð í síðasta striði sem
hermaður, og að þessu sinni
hefir hann sýnt að hann er
snilldar stjórnmálamaður.
Lyttelton er kominn af merk-
um menntamannaættum. Að
afloknu námi í Eton stundaði
hann nám í Cambridge og gat
sér þar mikinn orðstír, bæði sem
námsmaður og sem íþrótta-
maður.
1914 gekk hann í herinn og
var nokkrum mánuðum siðar
fluttur lil Frakklands. Var lians
þrisvar sinnum lofsamlega getið
í herstjórnartilkynningum.
Seinna hlaut hann tvö vegleg
heiðursmerki.
1 stað þess að halda áfram há-
skólanámi þegar stríðinu lauk,
tók hann upp kaupsýslustörf og
vann sig þar áfram með hinum
sama dugnaði sem hann hafði
sýnt í hernaði, enda koma hon-
um þar að góðu haldi ríkar gáf-
ur og skýr hugsun, enda fór svo
að hann var gerður að forseta
hrezka málmsamhandsins.Þegar
striðið skall iá, gerði brezka
stjórnin hann þegar að eftirlits-
manni með allri málmverzlun,
annarri en verzlun með stál og
járn.
Það lætur að líkum að störf
hans í þágu stjórnarinnar hafi
brátt vakið á honum athygli,
enda var hann við fyrstu nýskip-
an brezku stjórnarinnar gerður
að viðskiptamálaráðlierra.
Mörgum varð það á að hrista
höfuðið og undrast það, hvað
kaupsýslumaður, sem ekki hafði
neina reynslu ,í stjórnmálum,
ætti að gera í ráðherrastóli. En
efaseindirnar hurfu brátt eins
og dögg fyrir sólu, því þessi
ungi kaupsýslumaður leysti á
skömmum tíma nokkur af
helztu viðskiptavandamálum
Breta. Honum tókst að koma
skipulagi á framleiðslumálin og
koma i kring skömmtun á fatn-
aði, sem af ýmsum ástæðum
hafði þótt mikið vandamál.
Lyttelton er sjálfur töluverð-
ur sundurgerðarmaður um
ldæðaburð og af ýmsum talinn
einn mesti smekkmaður í Bret-
landi, i þeim efnum. Þó segist
hanh sjálfur jafnan kunna bezt
við sig þegar liann er heima hjá
sér og kominn í gömlu fötin sín.
En fyrirlestrar þeir sem hann
flutti um klæðnað, i tilefni af
fataskömmtuninni, þóttu al-
menningi með afbrigðum
skemmlilegir.
I fyrra haust var han'n gerður
að meðlim í striðsstjórninni og
sendur sem ríkisráðherra til
Egiptalands, og honum falið að
samræma hernaðarreksturinn í
Mið-Austurlöndum. Fátt sýnir
hetur hversu fullkomið traust
Churchill ber til hans. Starfið
var bæði vandasamt og erfitt,
en þegar hann var kallaður
heim, til að gegna enn þýðingar-
meira embætti, var það ljóst, að
honum hafði tekizt með af-
brigðum vel. Það er því engin
furða, þó að brezkir stjórnmála-
menn, blöð og almenningur,
heri hið f}rllsta traust til fram-
leiðslumálaráðherra síns.
Verksmiöja ein í Texas í Banda-
rikjunum framleiöir gerfiaugu úr
gleri og seljast þau allvel. Ein
tegund gleraugna selst betur en
nokkur önnur og er þaS „blóð-
hlaupið“ auga, sem eineygir menn
eiga að nota, þegar þeir eru timbr-
aðir.
★ ★
Borgin Boulder í Colorado-fylki
er eina* borgin í Bandríkjunum,
sem fær neyzluvatu sitt frá jökli.
Heitir hann Arapahoe-jökull.
Hann er 13.500 fet á hæð 0g er
í 50 km. fjarlægð frá borginni.
Vatnið er afar tært og „jökulkalt".
»Fyrsta lúterska safnaöar í Winnipegtc
Kirkja Fyrsta lúterska safnaðarins. (Nýja kirkjan.)
I Sunnulagsblaði Vísis 31. maí
s.l., ritaði eg grein um Strönd i
Selvogi og Strandarkirkju.
Þar drap eg á það, „að í min-
um augum væri flestar nýjar
kirkjur og kirkjuteikningar liér
á landi“, allt annað en fallegar,
og að mér þætti „dálítið annar,
fegurri og tignarlegri svipurinn
á kirkjum landa okkar í Winni-
peg“. Einnig gat eg þess, að sú
tilbreytni virtist sjálfsögð, að
einhver af liinum nýju kirkjum
hér „yrði að innri tilhögun lík
kirkjum íslendinga í Winnipeg,
þannig, að orgel og söngflokk-
ur sé innst í kirkjunni, og sýni-
legt öllum er kirkju sækja.“ Og
svo vandað þar til umbúnaðar,
(t. d. hvelfing, sem orgelið er
byggt inn í m. m.), að kirkjan
geti einnig orðið sönghöll, —
musteri tónanna, en það eru ísl.
kirkjurnar í Winnipeg. Svo var
til ætlast, að ritgerðinni fylgdn
myndir af kirkjum Fyrsta lút.
safnaðarins í Winnipeg, — og
einnig af Strandarkirkju — þó
ekki yrði af því, af vissum á-
stæðum. Nú birtast hér myndir
af kirkjum Fyrsta lúterska safn-
aðarins, og getur fólk borið þær
saman við myndir af okkar nýj-
ustu kirkjum, byggðum og ó-
byggðum.
Kirkjuna, sem litla mynd-
in er af, byggði Fyrsti lút-
erski söfnuðurinn í Winni-
peg árið 1904. Hún er öll
úr steini, „vönduð og vegleg, og
sómir sér vel i röð vönduðustu
Kirkja „Fyrsta lúterska satnaoar-
ins“ í Winnipeg. (Gamla kirkjan.)
kirkna Winnipegborgar.“ (Þessi
kirkja er ein sú fegursta og
smekklegasta að tilhögun,
sem eg hefi séð). Hina kirkj-
una (myndin hér að neðan),
hyggði „Tjaldbúðarsöfnuður“
1912 (þ. e. söfnuður séra Frið-
riks J. Bergmanns). En að séra
Friðrik látnuin (1918) keypti
Fyrsti lúterski söfnuðurinn
liana, enda sameinuðust þessir
tveir söfnuðir þá að mestu..
Þessi kirkja er stærri en hin )g
mjög fullkomin og fögur, bæði
innra og ytra. Og nú veglegasta
kirkja íslendinga vestan hafs —
eins og hin var áður. Þessar
kirkjur báðar eru ekki aðeins
tilkomumikil og prýðileg guðs-
liús, heldur einnig, eins og áður
er á vikið, vegleg musteri tón-
anna. A. J. J.