Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 06.09.1942, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÓBM Ungfrú Bertelsen var mjög rik piparjómfrú. Henni þótti 4- kaflega vænt um öll litil börn og í livert skipti, sem hún heyrði um barnsfæðingu í hænum hjá fátæku fjölskyldunum, var hún vön að koma i lieimsókn til við- komandi og gefa harninu tutt- ugu krónur i vöggugjöf. Larsen skósmiður var mjög fátækur, því hann drakk meira en hann vann fyrir. Dag nokk- urn, þegar liann var í peninga- vandræðum, datt honum ráð i hug. „Þú skalt leggjast á sæng, kona góð,“ sagði hann við konu sina, „og svo fáum við lánað harn og leggjum það hjá þér í rúmið. Þegar ungfrú Bertelsen kemst að því, að við liöfum eignazt barn, kemur hún og fær- ir okkur tuttugu krónur.“ „Já, þetta er nú allt saman ágætt,“ svaraði konan, „en livar eigum við að fá barnið?“ „Við tökum, bara minnsta krakkann í skólanum,“ sagði Larsen og við það sat. Svo var Anders litli tekinn, þvi hann var minnstur af öll- um í skólanum. Höfuðið á hon- um var klippt og rakað svo ekki sást nokkurt hár, og svo var hann lagður i rúmið. Sá orðrómur fór brátt að komast á lcreik í bænum, að kona skósmiðsins hefði fætt fyrsta barnið og komst fljótlega til eyrna ungfrú Berfelsen. Bros- andi og elskuleg kom hún i heimsókn lil sængurkonunnar og óskaði henni innilega til hamingju um leið og hún fékk henni tvo tíu krónu seðla. Svo gekk hún að rúminu og leit á harnið: „Nei, en hvað þetta er slór drengur og fallegur,1* sagði hún og Ijómaði af ánægju. „Eg hefi aldrei séð svona mynd- arlegt barn fyr.“ „Hann er nú heldur ekki fæddur fyrir tímann,‘‘ svaraði kona skósmiðsins. „Svipurinn er líka svo gáfu- legur!“ héll ungfrú Bertelsen á- fram og kitlaði liann um leið undir hökunni.“ * „Hvað átt þú að heita, snáð- inn minn?“ „Eg heiti Anders,‘‘ æpti hvít- voðungurinn, „og það er eg, sem er vanur að koma með skóna til þín!“ Húsnæðislepj Um þessar mundir skortir Reykvíkinga húsnæöi meir en nokkuru sinni áöur í sögu bæjarins. Er þó allt notaö, sem unnt er, sumir búa í tjöldum, aðrir í sumarbústööum eöa lélegum skúrum. Hér birtist mynd af einu íbúöarhúsi i höfuðborg íslands — og hér sannast, að „þaö er lakur skúti, sem ekki er betri en úti“. ;— „Hamingjan hjálpi mér!!!“ Eftir þetta missti ungfrú Ber- telsen alveg löngunina til þess að koma í heimsóknir til sæng- urkvenna. • Frúin: Hugsaðu þér, Alfreð, í gær kom Jóhanna vinkona mín og bað mig að velja fyrir sig efní i kjól og lét mig ráða alveg, hvernig það ætti að líta út. Þú mátt vera viss, að eg notaði mér tækifærið. Það fyrirfinnst ekki í öllum bænum eins ljótt efni. Húsbóndinn: Það var óheppi- legt. Frúin: óheppilegt, — livers vegna ? Húsbóndinn: Jú, sjáðu til, eg verð nefnilega að horga það, þvi Jóhanna hafði engin önnur ráð, en að spyrja þig sjálfa fyrir mig, til þess að vita hverskonar smekk þú hefðir. Þessi kjóll á að vera afmælisgjöf til þín! • Asher Winkelstein, sérfræð- ingur í magasjúkdómum í New York, hefir fundið öruggt ráð til að lækna magasár. Er það fólg- ið i því að láta volga mjólk drjúpa jafnt og þétt ofan í maga sjúklinganna. Læknisaðferð þessi liefir verið reynd á hundr- uðum sjúklinga í Mt. Sinai- sjúkrahúsinu og gefizt ágætlega. Hefir Winkelstein unnið að rannsóknum þessum i 10 ár. Aðalorsök magasárs er ofmikil sýruframleiðsla, sem etur sár á magavegginn. Venjuleg læknis- aðferð hefir verið að gefa sjúkl- ingunum margar litlar máltiðir af hálf-fljótandi fæðu. Þá hefir maginn haft nóg annað að gera ei\ að „eta gat á sig“, en þetta hefir þó ekki veitt fullkomna lækningu, því að alllaf hefir verið eitthvað hil milli máltíða, sem sýrurnar hafa getað notað lil skemmdarstarfs síns lengst á næturnar. Til þess að láta magann hafa alltaf eitthvað að slarfa, hengir Winkelstein sérstaklega gerða mjólkurflösku (sem teskeið af soda er lilandað i) yfir rúm sjúklingsins. Úr botni flösk- unnar liggur slanga, sem sjúld- ingurinn gleypir. Er hún svo mjúk, að hægt er að sofa með hana. Margir af sjúklingum Wink- elsteins liöfðu hafl magasár í 10—35 ár, en þeir urðu alheilir á fáeinum vikum. Mesti kostur- inn við aðferð þessa er hversu ódýr hún er. Allir geta nolað hana. Frægur prófessor var mjög utan við sig. Dag nokkurn kom kona hans inn á skrifstofuna til lians og setti fallegan vasa fullan af blómum á borðið hjá honum. „Elskan mín, livers vegna kemurðu með þessi fallegu blóm til mín?“ spurði prófessorinn undrandi. „Mannstu ekki eftir því, að það er brúðkaupsdagurinn þinn i dag?“ „Já, það er alveg rétt. En livað þetta var fallega gert af þér, að færa mér blómin. Gerðu mér nú greiða og láttu mig vita, þegar þinn brúðkaupsdagur kemur, svo ég geti glatt þig ineð einhverju.“ • Eftirfarandi samtal átti sér stað úti á götu. Það voru ung stúlka og ungur maður, sem hittust. Hún byrjaði: „Hvílíkur dónaskapur!“ „Meinið þér mig?“ „Já, einmitt yður. Þér rákuð regnhlifina yðar í mig.“ „Yður skjátlast. Eg hefi ekki rekið regnhlífina mína i yður.“ „Jú, vist gerðuð þér það! Þér rákuð yðar regnhlíf í mig. Vitið þér ekki, að kurteis maður ber ekki regnhlifina undir hendinni og lætur endana standa aftur fyrir sig og fram fyrir.“ „Eg endurtek það enn einu sinni, að eg hefi alls ekki rekið regnhlífina mína i yður.“ „Hvernig í ósköpunum getið þér verið svo ókurteis að neita þvi, eg sá það með mínum eigin augum.“ „En þetta er ekki regnhlifin mín, eg hefi þessa aðeins að láni.“ • Meðal ferðafólks á litlu gistihúsi var eldri kona ofan úr sveit. Veitingamaðurinn tók eftir þvi, að á liverj u kvöldi gekk liún niður að vatnspóstinum og sótti þangað vatn, sem hún fór síðan með upp á lierbergið sitt. Eitt kvöldið geklc hann út og spurði hana, hvers vegna hún hringdi ekki eftir vatninu og léti bera það upp til sín. „Það er alls engin hjalla í lier- berginu mínu,“ sagði hún. „Engin hjalla i herherginu? Jú, nú skal eg vísa yður á liana.“ Hann tók siðan vatnskönnuna og fylgdi konunni upp í her- bergið. „Hér er bjallan,“ sagði hann svo, þegar hann var lcominn upp í herbergið og henti um leið á rafmagþshjölluhnappinn. Ilún leit undrandi á hann og sagði: „Ö, er þetla bjallan, sendi- sveinninn sagði mér að þetta væri brunaboðinn og eg rnætti undir engum kringumstæðum snerta á honum nema um elds- voða væri að ræða.“ , Á þennan liált hafði dreng- urinn sparað sér ómakið, að fara eftir vatni fyrir konuna. • Kennarinn í skólanum spyr börnin um hvað hugtakið „hvíld“ þýði. „Geturðu sagt mér, María litla, hvað orðið hvíld þýðir?“ María lilla svarar ekki þess- ari spurningu, og þá heldur kennarinn áfram: „Sjáðu nú til, María mín, þeg- ar faðir þinn kemur heim á kvöldin, er hann þá ekki þreytt- ur?“ „Jú.“ „En þegar hann kernur heim úr vinnunni á kvöldin, hvað ger- ir hann þá?“ „Já, það er nú einmitt það, sem mömmu langar. líka svo mikið til að vita.“

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.