Vísir Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Qupperneq 1

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Qupperneq 1
1942 Sunnudaginn 13. september 30. blað Ur æ$knminnlng:ni Kirkjuferð Eftir Guöjón Jónsson Slíkar ferðir fóru foreldrar mínir þegar fermt var, sem var venjulega á hvítasunnudag, eða trinitatis, ef hvítasunna var snemma vors, og lítið farið að lifna, og svo aftur síðsumars i ágúst eða septembei', eftir því sem þá stóð á um, hestabrúkun heima fyrir. Var hyllst til að grípa tækifærið, ef verið var að lieyja nálægt bænum, en ekki upp á liáfjalli, og heimreiðsla þvi ekki eins erfið fyrir hrossin. Frá Hjöllum að Gufudal er sex til sjö tíma ferð til og frá, því tveir effiðir hálsar eru á þeirri leið. Yngra fólkið fór svo á vixl, svo sem ástæður leyfðu þar fyrir utan, bæði vetur og sumar. Mest þótti koixia til slíkra ferða, þegar vel var sótt, eins og þegar fermt var, og margt fólk til altai-is, sem þá var títt, því venjulega voru foreldrar og systkini þeirra barna, sem fermd voru, til altaris með þeim. Undir slíkar ferðir var tölu- verður viðbúnaður, föt bui-stuð, lín þvegið og strokið, skór bridd- ir og allir þvoðu nú af sér allt í-yk sumarannanna. Þá þui’fti og að atliuga reiðtýgi, heizli, svip- ur og reiðvei', svo i standi væx'i, járna hrossin, skera þeim, mön og kemba þeim. Svo í'ann þá upp hinn þráði dagur hjá okkur börnunum. Og víst var um það, að létt var okk- ur í skapi, er við vöknuðum á slíkum moi'gni, ef sólin blessuð ljómaði þá af austui'brún fjarð- arins og sendi okkur yljandi geilsa sína yfir gljáfægðan fjörð- inn yfir á sjávai'bakkana, þar sem, við vorum nú að beizla hrossin, ýmist liggjandi eða standandi í góðviðrinu, og þótti væi’ðin góð, eftir erfiði vikunn- ar. Þau bjuggust vitanlega ekki við því, að nú ætti að fai'a að þeysa á sér í dag. Já, aldrei skyldi vex-a friðui', liafa þau víst hugs- að. - En nú ver ekki til setu boðið, þvi kl. 8 skyldi lagt af stað, svo komið yrði það snemma til kirkjunnar, að hú- ið væri að spretta af hrossum, fara úr reiðfötum og snyrta sig til kl. 12 á hádegi. En þá átti messa að hefjast. Nú var það hlutverk okkar og piltanna, er heim voru reldn lirossin, að leggja reiðverin á. Svo fórum, við að iýgja okkur til ferðar og heztu klæðin tekin fram, hjá hverjum einum. Enda voru kirkjuferðir oft og einatt einu skemmtiferðir margra i þá daga, til að sýna sig og sjá aðra, og þá ekki sízt unga fólkið, og var ekki trútt um að sumir prestar sveigðu að því i ræðum, sínum, ef þeim þótti við þurfa, eða illa stóð í hælið þeirra í þann svip- inn. Því varð til vísan sú arna, undir þvílikri ræðu, hjá ,Ólafi fyrrum dómkirkjupresti i Reykjavik, er hann vélc að því, að unga fólkið gæfi hvort öðru auga undir messunni. Hallaði þá Kristján skáld sér að sessunaut sínum og mælti í eyi'a hans: „Þegar eg geng' i guðshús inn, sem góðir mai'gir fleiri, og iðrunarfullur Ólaf mlnn orð drottins flytja heyri, skyldi þá vera synd að segja svona við þann, sem næstur er: Þ'að er þó svei mér séleg meyja, er situr þarna gagnvart mér.“ Þegar allir voru tilbúnii’, var riðið úr hlaði og lagt á Hjalla- háls. Er hann hár og brattur og tveggja tima lestarferð að Djúpadal. Þegar upp kemur er Styrhrekka efsta hálsbrekkan, þar sem Gullþórir vá Styr, sem getur í sögu hans, en Kálfar- gljúfur nokkru neðai', þau er Kálfur steypti sér ofan í á flótt- anum undan Þóri. En áður hafði Þórir vegið á hálsinum uppi þriðja manninn í mýri þeirri, er við hann er kennd og heitir Bligsmýri. Af Styrbrekku er útsýni fag- urt inn yfir fjörðinn, er hún viða kjarri vaxin og með berjabrekk- um. Vaðalfjöll og Búrfell eru í austri og Innsveit og Reykhóla- sveit i suðri, með fellum dölum, vötnum og háls- um allt til Gilsfjarðar og Saubæjai’fjalla, og svo Króks- fjörð og Berufjörð, sem hlasa þarna við, því þarna fyrir innan Reykjanesfjallið er eyði rnikið frá Þorskafirði og suður í Berufjöi'ð og Innsveitina, sem er einliver fegursta sveit á Vestui'landi, og nú i morgun- kyrrðinni stóðu reykirnir þráð- beint i loft upp á hvei’ju hýli. Og kyi-rðin var eitthvað svo þrungin unaði og seiddi minn- ingarnar livei’ja af annari: Þarna hlasti við bær Matthíasar skálds, Þuriðar Drykkinnar, Gillastaðir, þar sem Þorvaldur Vatnsfirðingur var hrenndur inni, Munaðstunga Ketilbjarnai', Mýi'artunga, æskuheimili Gests Pálssonar skálds, og fleiri bæir, sem oflangt væi'i að telja. En þarna er svo einkar vinalegt og hlýlegt hérað á Vestfjai'ða vísu, og þvi verður manni að stansa liéi', er upp kemur á hálsinn í góðu veðri. Eins og kunnugt er, er útsýni takmai'kað þarna i fjörðunum, en af liálsunum er aftur víðsýnt og þegar kemur vestur á Hjall- hálsinn, opnast útsýn um vest- ui-eyjar, allt til Skorar að vest- an og Snæfellsness að sunnan, vitt og breitt i fjai-ska, og vest- ureyjar með gi'æna kolla á tær- um sjávarfletinum. Og nú var sem ævintýi-aljóma slæi á láð og lög og glitaðan árdegisljóma upprennandi sólar. En nú höld- um við ofan i Djúpafjörðiim, sem er lítill, og að sjá sem stöðu- vatn, því fyrir mynni hans er girt af hólmurn og er til að sjá sem heilt væri. En þar eru öi'- mjó sund i gegn og getur ekki heitið að fært sé bátum, nema um liggjanda flóðs eða fjöru, vegna strauma: i „Hér eru sund og harðir straumar, henta vakrir stýristaumar“ segir Matthías Jochumsson um Breiðafjörð. Þegar ofan af háls- inum kemur taka við berja- brekkur og skógarkjarr i Mýr- arlandi, og er hér mikil gnægð herja, allra tegunda. Þótti okk- ur liér gott að æja, hvíla hross- in og fá okkur ber um leið. En það var nú ekki vandalaust, að sitja á bekknum þeim, þvi það þótti óviðeigandi, að koma með „blátt hnappagat“ til kirkjunn- ar, eins og það var oi'ðað, ef • maður var blár um munnimi. En samt vildi nú bregða út af þessu. En nú fóru fleiri og fleiri kirkjugestir að bætast i hópinn, fi'á Þórisstöðum, Gi-öf, Hall- steinsnesi og Barmi, svo nú fór að lifna yfir hinu yngi’a fólki. Eldi-i maður frá Hallsteinsnesi kom til okkar á berjamóinn og spurði okkur hvort að vel væri um ber lijá okkur, og kváðum við svo vera. Bað hann okkur að lofa sér að sjá og gerðunx við það, því þarna var allt krökt af þeim, og héldum við að hann ætlaði að sýna okkur þá virð- ingu, að borða með okkur. En þegar hann kemur horfir hann um, stund á berjaklasann fagur- bláann. Segir hann þá kímandi, um leið og hann brá fæti ofan í berin og kramdi allt undir fæt- inurn, þar sem berin voru mest: „Verið þið ekki að éta þennan

x

Vísir Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.