Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 13.09.1942, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 „Því ertu ekki að grafa í kvöld?“ „Æ, það er allt öðru vísi en eg liugði.“ „Þú finnur fjársjóðinn, það er eg viss um, ef þú ert nógu þolinmóður." Hún beygði sig niður og tók upp skál, sem hún hafði haft með sér. „Það datt í mig, að eg gæti eins vel stráð nokkrum kornum hérna,“ sagði hún. „Kannske þau dafni hérna móti sólunni?" Og svo fór hún að sá allstað- ar þar sem liann hafði rótað upp jarðveginum. Hún tók frækorn- in svo varlega með litlu, fín- gerðu hendinni sinni og það var eins og þúsundum lítilla gullkorna rigndi niður á ak- urinn.... „Veiztu hvað,“ sagði hann, „eg liefi aldrei séð neitt feg- urra.“ Hún beygði sig yfir skálina og sagði: „Fegursta gullið er blessun guðs í starfi og striti.“ Og svo hélt hún áfram, þar tii liún liafði sáð seinasta korninu. Þá settist hún og liélt höndum um kné sér. Barmurinn gekk í öldum. Kvöldsólin skein á hana. Og allt í kring var ilmandi greni- skógurinn. Hann stóð lengi kyrr og liorfði á liana. Honum var margt í hug, en fann ekki orð til þess að láta liugsanir sínar í ljós. Og liann skorti hugrekki. Hún var svo örugglega rótfest, fannst hon- um, og hann svo reikull og aum- ur og óframfærinn. Sléttan mikla í Vesturálfu var horfin í nótt hins liðna.------ — Nú stóð hún upp og rétti lionum höndina. „Vertu þá sæll, og góða ferð.“ „Thank you“ (þakka þér fyrir), sagði hann eins og út í buskann. Það var víst ekki bláköld al- vara, er liann hafði sagst ætla á braut. En liún meinti víst ekkert með þessu. Það var allt í gamni. En nú fór hún sína leið. Vissu- lega! Hún var farin. Og hún leit ekki einu sinni um öxl sér. — Iiún þræddi útjaðrana, til þess að bæla ekki akurinn þeirra. Snemma næsla morguns fór hann til höfuðborgarinnar. Vest- urheimsfarið lá við bryggju.' í kluklíustund eða svo stóð hann á bryggjunni og hallaði sér upp að koffortum sínum. Margt manna gekk á þilfar. Sumir komu aftur. Aðrir ekki. Margir tárfelldu, bæði þeir, sem voru kyrrir á þilfari og líka þeir, Efri myndin sýnir fjóra spren vjuefnakassa, sem þýzkir skemnid/prverkamenn liöfðu meðferðis, er j>eir voru settir á land af kafbáj'i á Jachsonville á Florida. Neðri myndin sýnir innihald eins kassans sem aðeins koniu til að kveðja. Það var nú ekki sjón að sjá. En þegar hann bjóst til þess að stíga á skipsfjöl, varð hann gripinn eirðarleysi. Og allt i eirtu sneri hann baki að bryggjunni og skipinu og sjónum og hentist upp i vagn. „Well“, sagði hann við öku- manninn, „aktu.“ Og ökumaðurinn ók, Og Mr, Johnson frá Minnesota fór að ferðast um Noreg þveran og endilangan. Þar sem liann var nú kominn til „gamla Iands- ins“ gæti harin eins vel skoðað sig um. Síðla sumars kom hann til höf- uðborgarinnar aftur. . Hann heyrði. í eimpípu Vesturheims- farsins,' sem lá úti á firði, en hann gekk ekki til strandar og leit það ekki augum. Hann keypti sér járnbrautarmiða — norður í land. Well, sagði hann við sjálfan sig, þegar hann þrem, dögum sið - ar gekk um túnið gamla, en hann var hrærður og það lá við að honum vöknaði um augu. Og það var iðrun í huga hans. Langt fram eftir kvöldi sat hann og huldi andlitið i hönd

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.